Tvær enskar fótboltagoðsagnir segja fólki að láta Raheem Sterling í friði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júlí 2018 10:00 Raheem Sterling gengur svekktur af velli eftir 24. markalausa landsleikinn í röð. Vísir/Getty Ensku fótboltagoðsagnirnar David Beckham og Geoff Hurst hafa báðir talað fyrir því á opinberum vettvangi að fólk hætti að gagnrýna enska landsliðsmanninn Raheem Sterling í miðri sigurgöngu enska landsliðsins á HM. Raheem Sterling og félagar í enska landsliðinu í fótbolta eru komnir alla leið í undanúrslitin á HM í Rússlandi en Raheem Sterling hefur enn ekki náð að skora í keppninni þrátt fyrir að vera búinn að spila í 336 mínútur. Frammistaða Raheem Sterling hefur kallað á talsverða gagnrýni og það mátti sjá á honum í síðasta leik á móti Svíum að sjálfstraustið var ekki alltof mikið þegar hann var kominn í ákjósanlegar stöðu nálægt markinu. „Hann hefur fengið dálitla gagnrýni en hann hefur spilað vel. Hann gerði meira í síðasta leik en í leikjunum á undan. Hann er lykilmaður í að hreyfa vörnina og leit út fyrir að vera í mjög góðu standi allan leikinn. Sterling fékk færi og gat gert meira með þau en hann var frábær,“ sagði Geoff Hurst við Metro en Hurst skoraði þrennu í úrslitaleik HM 1966. Gary Neville, fyrrum aðstoðarþjálfari og leikmaður enska landsliðsins, var mjög ósáttur með gagnrýnina sem Raheem Sterling fékk á samfélagsmiðlum á meðan Svíaleiknum stóð og kallaði hana „algjörlega ógeðslega“ í færslu sinni. Það vakti athygli David Beckham sem svaraði á Instagram. „Ég hef ekki séð þetta en þetta er algjörlega rangt. Við erum komin í undanúrslit á HM og allir leikmenn liðsins eiga hrós skilið. Við erum sem ein þjóð sameinuð að baki liðinu,“ skrifaði Beckham. The Times slær viðbrögðum Beckham upp á forsíðu sinni í morgun. David Beckham og Geoff Hurst hafa komið Raheem Sterling til varnar. Þrátt fyrir markaleysi Raheem Sterling og gagnrýni þá er næstum því 100 prósent öruggt að Raheem Sterling verður í byrjunarliðinu á móti Króatíu á miðvikudagskvöldið. Það er samt ekkert skrýtið að fólk hafi áhyggjur af markaleysi stráksins ekki síst þar sem það er greinilega ofarlega í huga hans því hann reynir mjög mikið sjálfur þegar hann nálgast mark mótherjanna. Ekkert mark á 336 mínútum á HM er ekki glæsileg tölfræði fyrir sóknarmann ekki síst þar sem tveir miðverðir liðsins hafa skorað þrjú mörk saman. Raheem Sterling lagði reyndar upp eitt mark en sú stoðsending kom í 6-1 stórsigrinum á Panama. Raheem Sterling hefur ekki skorað fyrir enska landsliðið síðan í leik á móti Eistlandi 9. oktbóer 2015. Síðan þá hefur hann spilað 24 landsleiki í röð án þess að skora og er nú með aðeins 2 landsliðsmörk í 42 leikjum fyrir enska landsliðið. Enski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Madueke frá í tvo mánuði Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Sjá meira
Ensku fótboltagoðsagnirnar David Beckham og Geoff Hurst hafa báðir talað fyrir því á opinberum vettvangi að fólk hætti að gagnrýna enska landsliðsmanninn Raheem Sterling í miðri sigurgöngu enska landsliðsins á HM. Raheem Sterling og félagar í enska landsliðinu í fótbolta eru komnir alla leið í undanúrslitin á HM í Rússlandi en Raheem Sterling hefur enn ekki náð að skora í keppninni þrátt fyrir að vera búinn að spila í 336 mínútur. Frammistaða Raheem Sterling hefur kallað á talsverða gagnrýni og það mátti sjá á honum í síðasta leik á móti Svíum að sjálfstraustið var ekki alltof mikið þegar hann var kominn í ákjósanlegar stöðu nálægt markinu. „Hann hefur fengið dálitla gagnrýni en hann hefur spilað vel. Hann gerði meira í síðasta leik en í leikjunum á undan. Hann er lykilmaður í að hreyfa vörnina og leit út fyrir að vera í mjög góðu standi allan leikinn. Sterling fékk færi og gat gert meira með þau en hann var frábær,“ sagði Geoff Hurst við Metro en Hurst skoraði þrennu í úrslitaleik HM 1966. Gary Neville, fyrrum aðstoðarþjálfari og leikmaður enska landsliðsins, var mjög ósáttur með gagnrýnina sem Raheem Sterling fékk á samfélagsmiðlum á meðan Svíaleiknum stóð og kallaði hana „algjörlega ógeðslega“ í færslu sinni. Það vakti athygli David Beckham sem svaraði á Instagram. „Ég hef ekki séð þetta en þetta er algjörlega rangt. Við erum komin í undanúrslit á HM og allir leikmenn liðsins eiga hrós skilið. Við erum sem ein þjóð sameinuð að baki liðinu,“ skrifaði Beckham. The Times slær viðbrögðum Beckham upp á forsíðu sinni í morgun. David Beckham og Geoff Hurst hafa komið Raheem Sterling til varnar. Þrátt fyrir markaleysi Raheem Sterling og gagnrýni þá er næstum því 100 prósent öruggt að Raheem Sterling verður í byrjunarliðinu á móti Króatíu á miðvikudagskvöldið. Það er samt ekkert skrýtið að fólk hafi áhyggjur af markaleysi stráksins ekki síst þar sem það er greinilega ofarlega í huga hans því hann reynir mjög mikið sjálfur þegar hann nálgast mark mótherjanna. Ekkert mark á 336 mínútum á HM er ekki glæsileg tölfræði fyrir sóknarmann ekki síst þar sem tveir miðverðir liðsins hafa skorað þrjú mörk saman. Raheem Sterling lagði reyndar upp eitt mark en sú stoðsending kom í 6-1 stórsigrinum á Panama. Raheem Sterling hefur ekki skorað fyrir enska landsliðið síðan í leik á móti Eistlandi 9. oktbóer 2015. Síðan þá hefur hann spilað 24 landsleiki í röð án þess að skora og er nú með aðeins 2 landsliðsmörk í 42 leikjum fyrir enska landsliðið.
Enski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Madueke frá í tvo mánuði Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Sjá meira