Telur varhugavert að aðrir en ljósmæður sinni mæðravernd Sveinn Arnarsson skrifar 9. júlí 2018 07:00 Samningalota ljósmæðra við ríkið hefur nú tekið sem samsvarar meðal meðgöngutíma kvenna. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Kvíði fyrir fæðingu er sjálfstæður áhættuþáttur verðandi mæðra og hvers kyns kvíði og álag sem konur eru undir rétt fyrir fæðingu getur þýtt frekari inngrip í fæðingunni sjálfri. Einnig skiptir miklu máli að ljósmæður sjái um fræðslu og umönnun á meðgöngu. Þetta segir Rúnar Vilhjálmsson, prófessor í heilsufélagsfræði við Háskóla Íslands.Betri líðan á meðgöngu Ljósmæðrastýrð þjónusta á meðgöngu og í fæðingu er betri fyrir hina verðandi móður en þjónusta sem stýrt er af lækni. Því er mikilvægt að þjónustu við verðandi mæður sé stýrt af ljósmæðrum og óæskilegt að aðrar heilbrigðisstéttir, svo sem læknar, stýri henni. „Það hefur komið í ljós í rannsóknum að þjónusta, sem stýrt er af ljósmæðrum á meðgöngu og í fæðingu, hefur jákvæð áhrif á bæði fæðingarþyngd barna og nýbura- og ungbarnadauða. Einnig skiptir þessi þjónusta miklu máli fyrir heilsu móður, líðan hennar á meðgöngu, brjóstagjöf og möguleg inngrip í fæðingu,“ segir Rúnar.Rúnar Vilhjálmsson, prófessor í heilsufélagsfræði.VísirVarar við hættumerkjum „Það er mikilvægt fyrir hina verðandi móður að hún upplifi og skynji öryggi þegar kemur að þjónustunni. Ef það verður skortur á ljósmæðrum og aðrir heilbrigðisstarfsmenn fara að sinna þessum störfum á meðgöngu, þá geta verið þar ákveðin hættumerki út frá rannsóknum,“ heldur Rúnar áfram. Á annan tug ljósmæðra hafa sagt upp störfum vegna bágra kjara og hefur vantað ljósmæður á allar vaktir á Landspítalanum síðan þær gengu út í lok síðasta mánaðar. Enn er ósamið í deilu ljósmæðra og ríkisins og hefur samningalotan nú staðið yfir í um 40 vikur, eða sem nemur meðalmeðgöngutíma móður. „Styrkur ljósmæðra felst í nokkrum þáttum og að æskilegt sé að ljósmóðir sé virkur hluti af þjónustu við mæður og fylgi konunni frá fyrstu heimsókn til fæðingar. Það hefur áhrif á næringu ungbarna, brjóstagjöf og andlega heilsu móður. Styrkurinn felst einmitt í þessari skjólstæðingafræðslu,“ bætir Rúnar við Birtist í Fréttablaðinu Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Tengdar fréttir Segja velferð kvenna, barna og samfélagsins alls ógnað Læknar á Vesturlandi lýsa yfir áhyggjum af ástandinu. 6. júlí 2018 11:17 Segir kjaradeilur og heilbrigðisþjónustu „eitraða blöndu“ Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, tjáir sig bæði um ljósmæðradeiluna og nýjasta úrskurð kjararáðs í pistli á heimasíðu spítalans í dag. 6. júlí 2018 18:33 Örvæntingarfullir foreldrar komast ekki að hjá Björkinni Starfmenn Bjarkarinnar fæðingarþjónustu hafa fundið fyrir auknum áhuga verðandi foreldra á þjónustunni síðustu daga eftir að uppsagnir ljósmæðra á Landspítalanum tóku gildi. 6. júlí 2018 16:30 Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Kvíði fyrir fæðingu er sjálfstæður áhættuþáttur verðandi mæðra og hvers kyns kvíði og álag sem konur eru undir rétt fyrir fæðingu getur þýtt frekari inngrip í fæðingunni sjálfri. Einnig skiptir miklu máli að ljósmæður sjái um fræðslu og umönnun á meðgöngu. Þetta segir Rúnar Vilhjálmsson, prófessor í heilsufélagsfræði við Háskóla Íslands.Betri líðan á meðgöngu Ljósmæðrastýrð þjónusta á meðgöngu og í fæðingu er betri fyrir hina verðandi móður en þjónusta sem stýrt er af lækni. Því er mikilvægt að þjónustu við verðandi mæður sé stýrt af ljósmæðrum og óæskilegt að aðrar heilbrigðisstéttir, svo sem læknar, stýri henni. „Það hefur komið í ljós í rannsóknum að þjónusta, sem stýrt er af ljósmæðrum á meðgöngu og í fæðingu, hefur jákvæð áhrif á bæði fæðingarþyngd barna og nýbura- og ungbarnadauða. Einnig skiptir þessi þjónusta miklu máli fyrir heilsu móður, líðan hennar á meðgöngu, brjóstagjöf og möguleg inngrip í fæðingu,“ segir Rúnar.Rúnar Vilhjálmsson, prófessor í heilsufélagsfræði.VísirVarar við hættumerkjum „Það er mikilvægt fyrir hina verðandi móður að hún upplifi og skynji öryggi þegar kemur að þjónustunni. Ef það verður skortur á ljósmæðrum og aðrir heilbrigðisstarfsmenn fara að sinna þessum störfum á meðgöngu, þá geta verið þar ákveðin hættumerki út frá rannsóknum,“ heldur Rúnar áfram. Á annan tug ljósmæðra hafa sagt upp störfum vegna bágra kjara og hefur vantað ljósmæður á allar vaktir á Landspítalanum síðan þær gengu út í lok síðasta mánaðar. Enn er ósamið í deilu ljósmæðra og ríkisins og hefur samningalotan nú staðið yfir í um 40 vikur, eða sem nemur meðalmeðgöngutíma móður. „Styrkur ljósmæðra felst í nokkrum þáttum og að æskilegt sé að ljósmóðir sé virkur hluti af þjónustu við mæður og fylgi konunni frá fyrstu heimsókn til fæðingar. Það hefur áhrif á næringu ungbarna, brjóstagjöf og andlega heilsu móður. Styrkurinn felst einmitt í þessari skjólstæðingafræðslu,“ bætir Rúnar við
Birtist í Fréttablaðinu Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Tengdar fréttir Segja velferð kvenna, barna og samfélagsins alls ógnað Læknar á Vesturlandi lýsa yfir áhyggjum af ástandinu. 6. júlí 2018 11:17 Segir kjaradeilur og heilbrigðisþjónustu „eitraða blöndu“ Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, tjáir sig bæði um ljósmæðradeiluna og nýjasta úrskurð kjararáðs í pistli á heimasíðu spítalans í dag. 6. júlí 2018 18:33 Örvæntingarfullir foreldrar komast ekki að hjá Björkinni Starfmenn Bjarkarinnar fæðingarþjónustu hafa fundið fyrir auknum áhuga verðandi foreldra á þjónustunni síðustu daga eftir að uppsagnir ljósmæðra á Landspítalanum tóku gildi. 6. júlí 2018 16:30 Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Segja velferð kvenna, barna og samfélagsins alls ógnað Læknar á Vesturlandi lýsa yfir áhyggjum af ástandinu. 6. júlí 2018 11:17
Segir kjaradeilur og heilbrigðisþjónustu „eitraða blöndu“ Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, tjáir sig bæði um ljósmæðradeiluna og nýjasta úrskurð kjararáðs í pistli á heimasíðu spítalans í dag. 6. júlí 2018 18:33
Örvæntingarfullir foreldrar komast ekki að hjá Björkinni Starfmenn Bjarkarinnar fæðingarþjónustu hafa fundið fyrir auknum áhuga verðandi foreldra á þjónustunni síðustu daga eftir að uppsagnir ljósmæðra á Landspítalanum tóku gildi. 6. júlí 2018 16:30
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda