Frábært að fólk fylgist með Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. júlí 2018 06:00 Guðbjörg Jóna hefur náð eftirtektarverðum árangri. vísir/skjáskot „Ég vissi þannig séð að ég myndi enda á palli í 200 metra hlaupi en 100 metrarnir komu á óvart. Ég var með áttunda besta tímann inn í úrslitin. Það var gaman að komast þangað og geggjað að verða í 1. sæti,“ sagði Evrópumeistarinn Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir í samtali við Fréttablaðið í gær. Guðbjörg gerði sér lítið fyrir og vann til tvennra verðlauna á Evrópumeistaramóti 18 ára og yngri í Györ í Ungverjalandi sem lauk í gær. Á föstudaginn kom hún fyrst í mark í úrslitum í 100 metra hlaupi. Sigurtíminn var 11,75 sekúndur en Guðbjörg var sex þúsundustu úr sekúndu á undan Pameru Losange frá Frakklandi og Boglörku Takács frá Ungverjalandi. Besti tími hennar í greininni er 11,68 sekúndur. Á laugardaginn bætti Guðbjörg svo bronsmedalíu í safnið þegar hún varð þriðja í úrslitum í 200 metra hlaupi sem er hennar sterkasta grein. Hún var með næstbesta tímann inn í úrslitin; 23,70 sekúndur. Í úrslitunum kom Guðbjörg í mark á 23,73 sekúndum en hennar besti tími í greininni er 23,61 sekúnda.Adeleke Rhasidat frá Írlandi varð hlutskörpust á 23,52 sekúndum og hin franska Joseph Gemima varð önnur á 23,60 sekúndum. „Markmiðið var að komast í úrslit og ná sem bestum tíma en ekkert endilega að komast á pall,“ segir Guðbjörg um væntingarnar fyrir 200 metra hlaupið. Hún kveðst ánægð með tímana sem hún náði á EM, ekki síst þegar tekið er mið af álaginu sem er á hlaupurum á mótum sem þessum. „Sérstaklega miðað við hvað þetta eru mörg hlaup. Það er ekkert alltaf hægt að hlaupa á bestu tímunum eftir 4–5 hlaup. Þetta voru mjög góðir tímar miðað við það,“ segir Guðbjörg sem hefur æft frjálsar íþróttir í sex ár. Frá 14 ára aldri hefur hún einbeitt sér að hlaupum. Eins og áður sagði er 200 metra hlaup sterkasta grein Guðbjargar. Hún gæti þó einbeitt sér meira að 400 metra hlaupi eftir því sem fram líða stundir. „Hundrað metra hlaup er eiginlega of stutt fyrir mig því ég er betri í endann. Það er betra fyrir mig að vera í aðeins lengri hlaupum,“ segir Guðbjörg sem hefur keppt í 400 metra hlaupi þótt hún æfi ekki sérstaklega fyrir það. Guðbjörg vonast til að geta nýtt meðbyrinn sem hún fékk á EM í næstu verkefni hjá sér. Hún er jafnframt þakklát fyrir stuðninginn sem hún hefur fengið síðustu daga. „Vonandi get ég bætt tímana mína og það væri gaman að komast oftar á pall. Það er frábært að vita að maður geti gert þetta og fá allan þennan stuðning. Ég hef fengið fullt af skilaboðum og það er frábært að fólk sé að fylgjast með þessu. Það ýtir manni áfram til að bæta sig á æfingum og í keppni,“ segir Guðbjörg sem verður ekki 17 ára fyrr en á aðfangadag. En hvernig sér hún fyrir sér næstu skref á ferlinum og framhaldið? „Mig langar kannski að fara í skóla til Bandaríkjanna eftir menntaskólann en það kemur bara allt í ljós. Það er langt þangað til maður þarf að fara að pæla í því,“ segir Evrópumeistarinn Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Sjáðu Guðbjörgu tryggja sér Evrópumeistaratitilinn Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir varð í dag Evrópumeistari 18 ára og yngri í 100 metra spretthlaupi. 6. júlí 2018 21:45 Nýkrýndi Evrópumeistarinn Guðbjörg Jóna: „Man ekkert hvað gerðist, brast í grát og hef ekki hætt“ Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir varð í dag Evrópumeistari 18 ára og yngri í 100 metra spretthlaupi. Guðbjörg Jóna var sex þúsundustu úr sekúndu á undan næstu hlaupurum. 6. júlí 2018 21:22 Guðbjörg Jóna nældi í brons Guðbjörg Jóna Bjarnadótt, hlaupari úr ÍR, nældi sér í brons í 200 metra hlaupi á Evrópumeistaramóti keppenda átján ára og yngri. 7. júlí 2018 18:20 Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni „Vonandi verður allt á uppleið úr þessu“ Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Sjá meira
„Ég vissi þannig séð að ég myndi enda á palli í 200 metra hlaupi en 100 metrarnir komu á óvart. Ég var með áttunda besta tímann inn í úrslitin. Það var gaman að komast þangað og geggjað að verða í 1. sæti,“ sagði Evrópumeistarinn Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir í samtali við Fréttablaðið í gær. Guðbjörg gerði sér lítið fyrir og vann til tvennra verðlauna á Evrópumeistaramóti 18 ára og yngri í Györ í Ungverjalandi sem lauk í gær. Á föstudaginn kom hún fyrst í mark í úrslitum í 100 metra hlaupi. Sigurtíminn var 11,75 sekúndur en Guðbjörg var sex þúsundustu úr sekúndu á undan Pameru Losange frá Frakklandi og Boglörku Takács frá Ungverjalandi. Besti tími hennar í greininni er 11,68 sekúndur. Á laugardaginn bætti Guðbjörg svo bronsmedalíu í safnið þegar hún varð þriðja í úrslitum í 200 metra hlaupi sem er hennar sterkasta grein. Hún var með næstbesta tímann inn í úrslitin; 23,70 sekúndur. Í úrslitunum kom Guðbjörg í mark á 23,73 sekúndum en hennar besti tími í greininni er 23,61 sekúnda.Adeleke Rhasidat frá Írlandi varð hlutskörpust á 23,52 sekúndum og hin franska Joseph Gemima varð önnur á 23,60 sekúndum. „Markmiðið var að komast í úrslit og ná sem bestum tíma en ekkert endilega að komast á pall,“ segir Guðbjörg um væntingarnar fyrir 200 metra hlaupið. Hún kveðst ánægð með tímana sem hún náði á EM, ekki síst þegar tekið er mið af álaginu sem er á hlaupurum á mótum sem þessum. „Sérstaklega miðað við hvað þetta eru mörg hlaup. Það er ekkert alltaf hægt að hlaupa á bestu tímunum eftir 4–5 hlaup. Þetta voru mjög góðir tímar miðað við það,“ segir Guðbjörg sem hefur æft frjálsar íþróttir í sex ár. Frá 14 ára aldri hefur hún einbeitt sér að hlaupum. Eins og áður sagði er 200 metra hlaup sterkasta grein Guðbjargar. Hún gæti þó einbeitt sér meira að 400 metra hlaupi eftir því sem fram líða stundir. „Hundrað metra hlaup er eiginlega of stutt fyrir mig því ég er betri í endann. Það er betra fyrir mig að vera í aðeins lengri hlaupum,“ segir Guðbjörg sem hefur keppt í 400 metra hlaupi þótt hún æfi ekki sérstaklega fyrir það. Guðbjörg vonast til að geta nýtt meðbyrinn sem hún fékk á EM í næstu verkefni hjá sér. Hún er jafnframt þakklát fyrir stuðninginn sem hún hefur fengið síðustu daga. „Vonandi get ég bætt tímana mína og það væri gaman að komast oftar á pall. Það er frábært að vita að maður geti gert þetta og fá allan þennan stuðning. Ég hef fengið fullt af skilaboðum og það er frábært að fólk sé að fylgjast með þessu. Það ýtir manni áfram til að bæta sig á æfingum og í keppni,“ segir Guðbjörg sem verður ekki 17 ára fyrr en á aðfangadag. En hvernig sér hún fyrir sér næstu skref á ferlinum og framhaldið? „Mig langar kannski að fara í skóla til Bandaríkjanna eftir menntaskólann en það kemur bara allt í ljós. Það er langt þangað til maður þarf að fara að pæla í því,“ segir Evrópumeistarinn Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Sjáðu Guðbjörgu tryggja sér Evrópumeistaratitilinn Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir varð í dag Evrópumeistari 18 ára og yngri í 100 metra spretthlaupi. 6. júlí 2018 21:45 Nýkrýndi Evrópumeistarinn Guðbjörg Jóna: „Man ekkert hvað gerðist, brast í grát og hef ekki hætt“ Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir varð í dag Evrópumeistari 18 ára og yngri í 100 metra spretthlaupi. Guðbjörg Jóna var sex þúsundustu úr sekúndu á undan næstu hlaupurum. 6. júlí 2018 21:22 Guðbjörg Jóna nældi í brons Guðbjörg Jóna Bjarnadótt, hlaupari úr ÍR, nældi sér í brons í 200 metra hlaupi á Evrópumeistaramóti keppenda átján ára og yngri. 7. júlí 2018 18:20 Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni „Vonandi verður allt á uppleið úr þessu“ Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Sjá meira
Sjáðu Guðbjörgu tryggja sér Evrópumeistaratitilinn Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir varð í dag Evrópumeistari 18 ára og yngri í 100 metra spretthlaupi. 6. júlí 2018 21:45
Nýkrýndi Evrópumeistarinn Guðbjörg Jóna: „Man ekkert hvað gerðist, brast í grát og hef ekki hætt“ Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir varð í dag Evrópumeistari 18 ára og yngri í 100 metra spretthlaupi. Guðbjörg Jóna var sex þúsundustu úr sekúndu á undan næstu hlaupurum. 6. júlí 2018 21:22
Guðbjörg Jóna nældi í brons Guðbjörg Jóna Bjarnadótt, hlaupari úr ÍR, nældi sér í brons í 200 metra hlaupi á Evrópumeistaramóti keppenda átján ára og yngri. 7. júlí 2018 18:20