Mikil grjótskriða úr Fagraskógarfjalli: „Stórt fjall í ánni“ Kjartan Kjartansson skrifar 7. júlí 2018 11:32 Skriðan sem féll er að minnsta kosti fimm hundruð metra löng, að mati Erlu Daggar. Mynd/Erla Dögg Ármannsdóttir Stór öxl féll úr Fagraskógarfjalli í Hítardal á Mýrum snemma í morgun og stíflaði Hítardalsá. Erla Dögg Ármannsdóttir, íbúi á bænum Hítardal, segir stórt fjall í ánni og hún sé alveg stífluð. Stórt lón hafi myndast fyrir ofan skriðuna sem sé að minnsta kosti nokkur hundruð metra löng. Erla Dögg var á sexhjóli með dóttur sinni að kanna aðstæður þegar blaðamaður Vísis náði af henni tali. Hún segir að skriðan hafi líklega fallið á milli klukkan fjögur og sex í morgun en dóttir hennar hafi heyrt drunurnar. Skriðan er gríðarstór og hefur algerlega stíflað farveg Hítarár. „Það fer mjög stór öxl úr Fagraskógarfjalli fyrir neðan eyðibýlið Velli og fyrir neðan Vallargil. Öxlin fer niður fjallið, fer yfir Hítará og það er bara stórt fjall úti í ánni, hún er alveg stífluð. Við gerum okkur ekki alveg grein fyrir hvað þetta eru mörg hundruð metrar sem er bara stórt fjall af skriðu. Þetta eru hundruð metrar, sennilega ekki meira en kílómetri en allavegana fimmhundruð,“ segir hún. Hún þorir ekki skjóta á hversu há skriðan er en hún hlaupi á einhverjum tuga metra. Lónið teygi sig nú um kílómetra upp ánna og fari stækkandi.Skriðan fór yfir veg sem bændur og veiðimenn nota en ekki veginn inn í Hítardal. Þá segir Erla Dögg að lítið sé um skepnur á þessu svæði á þessum árstíma. „Hafi skepnur verið þarna hefur engin skepna lifað af,“ segir hún. Erla Dögg segist muna eftir skriðu sem féll austanmegin í dalnum fyrir um fimmtán árum en sú hafi ekki verið neitt í líkingu við þá sem féll í dag. „Ég hef bara aldrei séð neitt í líkingu við þetta. Ég hefði bara aldrei trúað þessu,“ segir hún.Magni Hreinn Jónsson, sérfræðingur í ofanflóðum hjá Veðurstofu Íslands, segir að engin byggð sé undir Fagraskógarfjalli og því sé það ekki vaktað. Á loftmyndum af svæðinu megi þó greina eldri skriður í hlíð fjallsins. Hann segir þó að margir rigningardagar hafi verið í sumar hafi lítið verið um stórrigningar. Ekki sé endilega hægt að tengja skriðuna nú við votviðrið í sumar. Ekki sé hægt að segja til um orsakir skriðunnar að svo stöddu.Skriðan er há enda féll heil öxl úr fjallinu, að sögn Erlu Daggar.Erla Dögg ÁrmannsdóttirLón byrjaði strax að myndast í Hítardalsá ofan við skriðuna. Erla Dögg og dóttir hennar voru að kanna umfang lónsins nú fyrir hádegið.Erla Dögg Ármannsdóttir Skriðufall í Hítardal Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Sjá meira
Stór öxl féll úr Fagraskógarfjalli í Hítardal á Mýrum snemma í morgun og stíflaði Hítardalsá. Erla Dögg Ármannsdóttir, íbúi á bænum Hítardal, segir stórt fjall í ánni og hún sé alveg stífluð. Stórt lón hafi myndast fyrir ofan skriðuna sem sé að minnsta kosti nokkur hundruð metra löng. Erla Dögg var á sexhjóli með dóttur sinni að kanna aðstæður þegar blaðamaður Vísis náði af henni tali. Hún segir að skriðan hafi líklega fallið á milli klukkan fjögur og sex í morgun en dóttir hennar hafi heyrt drunurnar. Skriðan er gríðarstór og hefur algerlega stíflað farveg Hítarár. „Það fer mjög stór öxl úr Fagraskógarfjalli fyrir neðan eyðibýlið Velli og fyrir neðan Vallargil. Öxlin fer niður fjallið, fer yfir Hítará og það er bara stórt fjall úti í ánni, hún er alveg stífluð. Við gerum okkur ekki alveg grein fyrir hvað þetta eru mörg hundruð metrar sem er bara stórt fjall af skriðu. Þetta eru hundruð metrar, sennilega ekki meira en kílómetri en allavegana fimmhundruð,“ segir hún. Hún þorir ekki skjóta á hversu há skriðan er en hún hlaupi á einhverjum tuga metra. Lónið teygi sig nú um kílómetra upp ánna og fari stækkandi.Skriðan fór yfir veg sem bændur og veiðimenn nota en ekki veginn inn í Hítardal. Þá segir Erla Dögg að lítið sé um skepnur á þessu svæði á þessum árstíma. „Hafi skepnur verið þarna hefur engin skepna lifað af,“ segir hún. Erla Dögg segist muna eftir skriðu sem féll austanmegin í dalnum fyrir um fimmtán árum en sú hafi ekki verið neitt í líkingu við þá sem féll í dag. „Ég hef bara aldrei séð neitt í líkingu við þetta. Ég hefði bara aldrei trúað þessu,“ segir hún.Magni Hreinn Jónsson, sérfræðingur í ofanflóðum hjá Veðurstofu Íslands, segir að engin byggð sé undir Fagraskógarfjalli og því sé það ekki vaktað. Á loftmyndum af svæðinu megi þó greina eldri skriður í hlíð fjallsins. Hann segir þó að margir rigningardagar hafi verið í sumar hafi lítið verið um stórrigningar. Ekki sé endilega hægt að tengja skriðuna nú við votviðrið í sumar. Ekki sé hægt að segja til um orsakir skriðunnar að svo stöddu.Skriðan er há enda féll heil öxl úr fjallinu, að sögn Erlu Daggar.Erla Dögg ÁrmannsdóttirLón byrjaði strax að myndast í Hítardalsá ofan við skriðuna. Erla Dögg og dóttir hennar voru að kanna umfang lónsins nú fyrir hádegið.Erla Dögg Ármannsdóttir
Skriðufall í Hítardal Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Sjá meira