Guðbjörg Jóna var nálægt Íslandsmetinu í greininni í undanrásum mótsins þegar hún hljóp á 11,70 sekúndum. Í dag kom hún í mark á 11,75 sekúndum, líkt og Pamera Losagne frá Frakklandi og Takacs Boglaraka frá Ungverjalandi.
Guðbjörg var sex þúsundustu úr sekúndu á undan hinum tveimur og hreppti því gullið. Hennar besti tími í greininni er 11,68 sekúndur. Íslandsmetið í greininn er 11,63 sekúndur.
Guðbjörg er fædd árið 2001 og er Íslandsmethafi í 200 metra hlaupi. Hún á enn eftir að keppa í þeirri grein á mótinu og gæti því bætt öðru Evrópumeistaragulli við áður en yfir líkur.
Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir varð í kvöld Evrópumeistari 18 ára og yngri í 100 m hlaupi á EM í Györi. Á svo 200 m hlaupið eftir sem er hugsanlega hennar sterkari grein. Geggjaður árangur í þessum aldursflokki. Ísland að eignast framtíðar spretthlaupastjörnu. #frjalsar
— Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson (@thorkellg) July 6, 2018