Segir hroka og hleypidóma einkennismerki fjármálaráðherra og Sjálfstæðisflokks Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. júlí 2018 12:09 Bergur Þór Ingólfsson styður ljósmæður í kjaradeilu sinni. vísir/ernir Bergur Þór Ingólfsson, leikari og leikstjóri, tók upp hanskann fyrir ljósmæður í pistli sem hann skrifaði á Facebook síðu sinni. Þar segir það sé svipað að fylgjast með framgöngu Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, í kjaradeilu ljósmæðra og að horfa á sjónvarpsefni sem á að gerast á árunum í kringum heimsstyrjöldina fyrri eins og Downton Abbey. Þá kastar hann kveðju til Jane Austen, höfundar Hroka og hleypidóma, þegar hann segir: „Hroki og hleypidómar virðist vera einkennismerki flokks hans. Hann hagar sér eins og húsbóndi með hjú gagnvart ljósmæðrum og samstarfsflokkar hans í ríkisstjórn taka þátt með þögninni,“ segir Bergur sem telur Bjarna hafa talað niður til ljósmæðra og gefið í skyn að þær færu með „kellingaþvaður“.Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra.Stöð 2/Björn Sigurðsson.„Með tvær sprungnar ríkisstjórnir á bakinu vegna algjörs skeytinga-og skilningsleysis gagnvart þeim sem hann telur vera hjú sín.“ Hann segist skynja það sterkt að efst á blaði hjá ljósmæðrum séu breytingar. „Kerfisbreytingar. Viðhorfsbreytingar. Menningarþróun. Eitthvað sem valdafólk í flokki fjármálaráðherra á erfitt með að tengja við og skilja.“ Bergur Þór virðist gæta sín á því að fullyrða um of fyrir hönd ljósmæðra því hann notar varfærnislegt orðalag í umfjöllun sinni um ljósmæður. „Ef ég skil ljósmæður rétt vilja þær að nám þeirra og reynsla séu metin til hæfis og kjara. Því á ráðherrann kannski ekki að venjast og líklega erfitt fyrir hann að samsama sig þeirri hugsun. Ef ég skil ljósmæður rétt er vinnuumhverfi þeirra þannig upp byggt að þær ná ekki fullum vinnudegi vegna vakta en eru samt á endalausum bakvöktum með laskaðan hvíldartíma. Það er ekkert venjulegt starf að bjóða börn velkomin í þennan heim. Ef ég skil ljósmæður rétt þá fá þær ekki greitt fyrir fundarsetur, heimavinnu eða brot á hvíld eins og þingmenn. Þær vilja virðingu,“ segir Bergur Þór. Hann segir að helsta krafa byltingarkvenna #Metoo byltingarinnar hafi verið að fá hlustun. Það sama eigi við um ljósmæður. Hér að neðan er hægt að lesa pistil Bergs í heild sinni. Kjaramál Tengdar fréttir Segja aðgerðalaus stjórnvöld stefna árangri í voða Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og samninganefnd ríkisins þurfa að beita sér af alvöru í því verkefni að koma fram með nýjar og betri aðferðir við að semja við heilbrigðisstéttir um launakjör. 5. júlí 2018 06:00 Segja velferð kvenna, barna og samfélagsins alls ógnað Læknar á Vesturlandi lýsa yfir áhyggjum af ástandinu. 6. júlí 2018 11:17 Samninganefnd ljósmæðra sakar fjármálaráðherra um skítkast Ljósmæðrum bauðst átta prósenta hækkun á dagvinnulaun og um sjö prósenta hækkun á vaktavinnulaun í nýfelldum kjarasamningi. Samninganefnd ljósmæðra segir kjaraupplýsingar á vef Fjármálaráðuneytisins villandi. Formaður nefndarinnar sakar fjármálaráðherra um skítkast og að fara með rangt mál. 4. júlí 2018 18:45 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Bergur Þór Ingólfsson, leikari og leikstjóri, tók upp hanskann fyrir ljósmæður í pistli sem hann skrifaði á Facebook síðu sinni. Þar segir það sé svipað að fylgjast með framgöngu Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, í kjaradeilu ljósmæðra og að horfa á sjónvarpsefni sem á að gerast á árunum í kringum heimsstyrjöldina fyrri eins og Downton Abbey. Þá kastar hann kveðju til Jane Austen, höfundar Hroka og hleypidóma, þegar hann segir: „Hroki og hleypidómar virðist vera einkennismerki flokks hans. Hann hagar sér eins og húsbóndi með hjú gagnvart ljósmæðrum og samstarfsflokkar hans í ríkisstjórn taka þátt með þögninni,“ segir Bergur sem telur Bjarna hafa talað niður til ljósmæðra og gefið í skyn að þær færu með „kellingaþvaður“.Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra.Stöð 2/Björn Sigurðsson.„Með tvær sprungnar ríkisstjórnir á bakinu vegna algjörs skeytinga-og skilningsleysis gagnvart þeim sem hann telur vera hjú sín.“ Hann segist skynja það sterkt að efst á blaði hjá ljósmæðrum séu breytingar. „Kerfisbreytingar. Viðhorfsbreytingar. Menningarþróun. Eitthvað sem valdafólk í flokki fjármálaráðherra á erfitt með að tengja við og skilja.“ Bergur Þór virðist gæta sín á því að fullyrða um of fyrir hönd ljósmæðra því hann notar varfærnislegt orðalag í umfjöllun sinni um ljósmæður. „Ef ég skil ljósmæður rétt vilja þær að nám þeirra og reynsla séu metin til hæfis og kjara. Því á ráðherrann kannski ekki að venjast og líklega erfitt fyrir hann að samsama sig þeirri hugsun. Ef ég skil ljósmæður rétt er vinnuumhverfi þeirra þannig upp byggt að þær ná ekki fullum vinnudegi vegna vakta en eru samt á endalausum bakvöktum með laskaðan hvíldartíma. Það er ekkert venjulegt starf að bjóða börn velkomin í þennan heim. Ef ég skil ljósmæður rétt þá fá þær ekki greitt fyrir fundarsetur, heimavinnu eða brot á hvíld eins og þingmenn. Þær vilja virðingu,“ segir Bergur Þór. Hann segir að helsta krafa byltingarkvenna #Metoo byltingarinnar hafi verið að fá hlustun. Það sama eigi við um ljósmæður. Hér að neðan er hægt að lesa pistil Bergs í heild sinni.
Kjaramál Tengdar fréttir Segja aðgerðalaus stjórnvöld stefna árangri í voða Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og samninganefnd ríkisins þurfa að beita sér af alvöru í því verkefni að koma fram með nýjar og betri aðferðir við að semja við heilbrigðisstéttir um launakjör. 5. júlí 2018 06:00 Segja velferð kvenna, barna og samfélagsins alls ógnað Læknar á Vesturlandi lýsa yfir áhyggjum af ástandinu. 6. júlí 2018 11:17 Samninganefnd ljósmæðra sakar fjármálaráðherra um skítkast Ljósmæðrum bauðst átta prósenta hækkun á dagvinnulaun og um sjö prósenta hækkun á vaktavinnulaun í nýfelldum kjarasamningi. Samninganefnd ljósmæðra segir kjaraupplýsingar á vef Fjármálaráðuneytisins villandi. Formaður nefndarinnar sakar fjármálaráðherra um skítkast og að fara með rangt mál. 4. júlí 2018 18:45 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Segja aðgerðalaus stjórnvöld stefna árangri í voða Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og samninganefnd ríkisins þurfa að beita sér af alvöru í því verkefni að koma fram með nýjar og betri aðferðir við að semja við heilbrigðisstéttir um launakjör. 5. júlí 2018 06:00
Segja velferð kvenna, barna og samfélagsins alls ógnað Læknar á Vesturlandi lýsa yfir áhyggjum af ástandinu. 6. júlí 2018 11:17
Samninganefnd ljósmæðra sakar fjármálaráðherra um skítkast Ljósmæðrum bauðst átta prósenta hækkun á dagvinnulaun og um sjö prósenta hækkun á vaktavinnulaun í nýfelldum kjarasamningi. Samninganefnd ljósmæðra segir kjaraupplýsingar á vef Fjármálaráðuneytisins villandi. Formaður nefndarinnar sakar fjármálaráðherra um skítkast og að fara með rangt mál. 4. júlí 2018 18:45