Mikill og svartur reykur steig upp frá geymslunni, sem stóð í borginni Tultepec. Borgin, sem er í um 30 kílómetra fjarlægð frá Mexíkóborg, er stærsti framleiðandi flugelda í landinu. Árlega eru haldnar gríðarstórar flugeldasýningar í borginni - sem hefur áður fengið að kynnast sprengingum sem þessu.
Til að mynda létu 40 manns lífið og 70 særðust í gríðarstórri sprengingu á markaðstorgi borgarinnar árið 2016. Þá dró sprenging, sem varð í borginni fyrr á þessu ári, 7 manns til dauða.
Búið er að ná tökum á eldinum sem breiddist út í kjölfar sprenginga gærdagsins. Hið minnsta fjórar flugeldaverksmiðjur eru sagðar gjörónýtar.