Stóra myndin Hörður Ægisson skrifar 6. júlí 2018 10:00 Íslendingar ætla seint að bera gæfu til þess að draga réttan lærdóm af hagsögunni. Laun hafa síendurtekið verið hækkuð langt umfram framleiðni í hagkerfinu og niðurstaðan hefur að lokum ávallt verið hin sama. Ójafnvægið sem myndast er leiðrétt með gengisfalli, aukinni verðbólgu og hærri vöxtum. Þótt ekki hafa vantað fögur fyrirheit hjá aðilum vinnumarkaðarins um að forðast þetta þekkta stef – stundum kallað höfrungahlaup – þá er vandinn sá, eins og hefur opinberast um þessar mundir í kjaradeilu ljósmæðra, að allir launþegahópar eru á sama tíma þeirrar skoðunar að það þurfi aðeins að „leiðrétta“ þeirra laun. Framhaldið þekkja síðan allir. Ólíkt nágrönnum okkar á hinum Norðurlöndunum, þar sem engum dettur í hug að hækka laun án tillits til samkeppnisstöðu útflutningsgreina landsins hverju sinni, þá hafa Íslendingar af einhverjum ástæðum kosið að fara þá leið að eftirláta opinberum starfsmönnum að leiða launaþróun á vinnumarkaði. Þetta er fráleit staða sem getur ekki gengið upp til lengdar. Vanhugsað útspil kjararáðs, sem ákvarðaði tugprósenta launahækkanir til þingmanna og æðstu embættismanna ríkisins, er nú notað sem réttlæting – kannski skiljanlega að einhverju marki – fyrir því að rjúfa þá launastefnu sem var mörkuð með kjarasamningum á almennum vinnumarkaði fyrir þremur árum. Það væri glapræði sem myndi hitta venjulegt launafólk, sem hefur upplifað fordæmalausa kaupmáttaraukningu á síðustu árum, hvað verst fyrir. Mikilvægi starfs ljósmæðra fyrir samfélagið verður seint ofmetið. Um það snýst ekki sú kjaradeila sem nú er uppi. Það er einfalt – en í senn ábyrgðarlaust – að gagnrýna stjórnvöld fyrir að semja ekki umsvifalaust við ljósmæður. Það er rangnefni að tala um kröfur þeirra sem „leiðréttingu“, hvað svo sem það þýðir, heldur fela þær einfaldlega í sér launahækkun langt umfram það sem aðrar opinberar stéttir hafa fengið. Engin rök standa því til þess að samþykkja þær kröfur. Fyrir liggur að ljósmæður verða seint taldar láglaunastétt heldur eru meðalheildarlaun þeirra þvert á móti ein þau hæstu innan Bandalags háskólamanna. Samningar við ljósmæður verða aldrei gerðir í einhverju tómarúmi við almenna þróun á vinnumarkaði. Það er veðmál sem íslenska ríkið getur ekki tekið – og má alls ekki taka – enda má öllum vera ljóst að slík niðurstaða yrði stefnumarkandi fyrir komandi kjarasamningalotu í vetur. Staðan í íslensku efnahagslífi er um margt sérstök um þessar mundir. Á sama tíma og hagkerfið fer hratt kólnandi, sem endurspeglast í versnandi afkomu flestra fyrirtækja, þá hafa stærstu verkalýðshreyfingar landsins, sem stýrt er af fólki með enga jarðtengingu, boðað til kjarastríðs. Í stað þess að verja þann gríðarlega efnahagslega ávinning sem náðst hefur, sem hefur meðal annars skilað sér í því að kaupmáttur hefur aukist um meira en 20 prósent frá 2015, þá telja sumir að nú sé rétti tíminn til að fara fram á stórfelldar nafnlaunahækkanir. Minna en engin innstæða er hins vegar fyrir slíkum kröfum. Það er stundum sagt að geðveiki sé að gera sama hlutinn aftur og aftur en búast við mismunandi niðurstöðu. Íslenskt þjóðarbú hefur líklega sjaldan staðið betur – lítil verðbólga, viðskiptaafgangur og jákvæð eignastaða við útlönd – og eftir efnahagsuppsveiflu síðustu ára eru væntingar um sjaldséða mjúka lendingu. Hvort það verður reyndin mun einkum velta á því hvernig samið verður á vinnumarkaði. Verði skynsemin þar ekki ofan á er ástæða til að ætla að við taki enn ein efnahagslega rússíbanareiðin. Það yrði sorgleg en í senn afskaplega fyrirsjáanleg niðurstaða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Hörður Ægisson Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Íslendingar ætla seint að bera gæfu til þess að draga réttan lærdóm af hagsögunni. Laun hafa síendurtekið verið hækkuð langt umfram framleiðni í hagkerfinu og niðurstaðan hefur að lokum ávallt verið hin sama. Ójafnvægið sem myndast er leiðrétt með gengisfalli, aukinni verðbólgu og hærri vöxtum. Þótt ekki hafa vantað fögur fyrirheit hjá aðilum vinnumarkaðarins um að forðast þetta þekkta stef – stundum kallað höfrungahlaup – þá er vandinn sá, eins og hefur opinberast um þessar mundir í kjaradeilu ljósmæðra, að allir launþegahópar eru á sama tíma þeirrar skoðunar að það þurfi aðeins að „leiðrétta“ þeirra laun. Framhaldið þekkja síðan allir. Ólíkt nágrönnum okkar á hinum Norðurlöndunum, þar sem engum dettur í hug að hækka laun án tillits til samkeppnisstöðu útflutningsgreina landsins hverju sinni, þá hafa Íslendingar af einhverjum ástæðum kosið að fara þá leið að eftirláta opinberum starfsmönnum að leiða launaþróun á vinnumarkaði. Þetta er fráleit staða sem getur ekki gengið upp til lengdar. Vanhugsað útspil kjararáðs, sem ákvarðaði tugprósenta launahækkanir til þingmanna og æðstu embættismanna ríkisins, er nú notað sem réttlæting – kannski skiljanlega að einhverju marki – fyrir því að rjúfa þá launastefnu sem var mörkuð með kjarasamningum á almennum vinnumarkaði fyrir þremur árum. Það væri glapræði sem myndi hitta venjulegt launafólk, sem hefur upplifað fordæmalausa kaupmáttaraukningu á síðustu árum, hvað verst fyrir. Mikilvægi starfs ljósmæðra fyrir samfélagið verður seint ofmetið. Um það snýst ekki sú kjaradeila sem nú er uppi. Það er einfalt – en í senn ábyrgðarlaust – að gagnrýna stjórnvöld fyrir að semja ekki umsvifalaust við ljósmæður. Það er rangnefni að tala um kröfur þeirra sem „leiðréttingu“, hvað svo sem það þýðir, heldur fela þær einfaldlega í sér launahækkun langt umfram það sem aðrar opinberar stéttir hafa fengið. Engin rök standa því til þess að samþykkja þær kröfur. Fyrir liggur að ljósmæður verða seint taldar láglaunastétt heldur eru meðalheildarlaun þeirra þvert á móti ein þau hæstu innan Bandalags háskólamanna. Samningar við ljósmæður verða aldrei gerðir í einhverju tómarúmi við almenna þróun á vinnumarkaði. Það er veðmál sem íslenska ríkið getur ekki tekið – og má alls ekki taka – enda má öllum vera ljóst að slík niðurstaða yrði stefnumarkandi fyrir komandi kjarasamningalotu í vetur. Staðan í íslensku efnahagslífi er um margt sérstök um þessar mundir. Á sama tíma og hagkerfið fer hratt kólnandi, sem endurspeglast í versnandi afkomu flestra fyrirtækja, þá hafa stærstu verkalýðshreyfingar landsins, sem stýrt er af fólki með enga jarðtengingu, boðað til kjarastríðs. Í stað þess að verja þann gríðarlega efnahagslega ávinning sem náðst hefur, sem hefur meðal annars skilað sér í því að kaupmáttur hefur aukist um meira en 20 prósent frá 2015, þá telja sumir að nú sé rétti tíminn til að fara fram á stórfelldar nafnlaunahækkanir. Minna en engin innstæða er hins vegar fyrir slíkum kröfum. Það er stundum sagt að geðveiki sé að gera sama hlutinn aftur og aftur en búast við mismunandi niðurstöðu. Íslenskt þjóðarbú hefur líklega sjaldan staðið betur – lítil verðbólga, viðskiptaafgangur og jákvæð eignastaða við útlönd – og eftir efnahagsuppsveiflu síðustu ára eru væntingar um sjaldséða mjúka lendingu. Hvort það verður reyndin mun einkum velta á því hvernig samið verður á vinnumarkaði. Verði skynsemin þar ekki ofan á er ástæða til að ætla að við taki enn ein efnahagslega rússíbanareiðin. Það yrði sorgleg en í senn afskaplega fyrirsjáanleg niðurstaða.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun