Búnir að vera erfiðir mánuðir Kristinn Páll Teitsson skrifar 6. júlí 2018 10:00 Ásdís Hjálmsdóttir á HM í frjálsum íþróttum í London í fyrra þar sem bakmeiðslin trufluðu hana í úrslitunum Vísir/Getty Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir nældi í silfur á frjálsíþróttamóti í Finnlandi um helgina með besta kasti sínu á árinu, 60,34 metrum, en hún er nýfarin af stað eftir erfið meiðsli. Kom kastið á sama stað og hún setti nýtt Íslandsmet fyrir ári þegar hún kastaði spjótinu 63,43 metra. Var þetta annað mót hennar á árinu en á morgun er sléttur mánuður í Evrópumeistaramótið í frjálsum íþróttum sem fram fer í Berlín.Ljós við enda ganganna Ásdís var skiljanlega afar sátt við að vera komin aftur út á völl þegar Fréttablaðið heyrði í henni. „Það var ótrúlega ljúft að vera komin út á völl að keppa, þetta eru búnir að vera erfiðir mánuðir en það er góð tilfinning að vera komin aftur. Ég var meidd í bakinu og bakmeiðsli eru oft afar erfið, það getur verið erfitt að finna orsök meiðslanna sem gerir það erfitt að meðhöndla þau,“ segir Ásdís og bætir við: „Þetta hefur líka áhrif á það hvernig maður hreyfir sig, maður prófar hina ýmsu hluti sem höfðu lítil áhrif.“Bakmeiðsli eru algeng hjá spjótkösturum. „Í síðasta skrefinu í spjótkasti stopparðu með öðrum fæti sem kemur miklu höggi á bakið og upp í mjóbakið sem getur verið mjög sárt. Það er ekki þægilegt að kasta spjóti,“ segir Ásdís hlæjandi og bætir við: „Maður tekur alltaf högg í hverju kasti.“ Meiðslin trufluðu hana á heimsmeistaramótinu í London í fyrra. „Í lok síðasta sumars, rétt fyrir HM, fann ég meira fyrir þessu, þetta var ekki vandamál en var farið að verða svolítið óþægilegt. Á þessum tímapunkti snúast allar æfingar um að kasta og ég hélt að þetta væri álag en þetta truflaði mig verulega í úrslitunum á HM. Það var bara einn hvíldardagur á milli og ég náði ekki nógu góðri endurhæfingu,“ segir Ásdís en meiðslin tóku sig upp að nýju í æfingarbúðum í Suður-Afríku. „Þá versnaði þetta töluvert og ég hætti að geta kastað. Á þeim tímapunkti var ég að klára flutninga, doktorsritgerð og ég hélt fyrst að líkaminn væri að segja mér að stoppa smá þegar ég jók álagið. Ég fór í byrjun júní í sneiðmyndatöku og hitti baksérfræðing sem fann einhverja töfralausn því ég var farin að kasta tíu dögum seinna.“EM handan hornsins Ásdís náði strax lágmarkinu inn á Evrópumeistaramótið í fyrstu tilraun en hún hafði þegar tryggt sér þátttökurétt á síðasta ári. „Þegar meiðslin taka sig upp í Suður-Afríku var ég búin að kasta ótrúlega vel og æfingarnar gengu vel en ég bjóst við að vera lengur að komast af stað. Ég er í raun bara búin að taka þrjár almennilegar æfingar. Það var ekki pressa á mér að ná lágmarkinu fyrir EM en það er ákveðin yfirlýsing að ná því strax í fyrsta móti.“ Evrópumeistaramótið fer fram á Ólympíuvellinum í Berlín en hún segir erfitt að setja sér markmið. „Auðvitað hef ég reynt að stilla væntingunum í hóf miðað við hvað undirbúningurinn hefur verið erfiður en svo gengur svona vel. Það er ýmislegt sem ég þarf að bæta, sérstaklega frá fyrsta mótinu. Jafnvægið og takturinn var ekki góður en það kemur með fleiri kastæfingum, þá kemur það hratt,“ segir Ásdís og heldur áfram: „Markmiðin fyrir EM ætla ég kannski ekkert að gefa út, ég þarf að sjá hvernig þetta þróast allt saman með auknum æfingum og hvort bakið einfaldlega haldi. Yfirleitt hefur mér gengið vel að ná hratt upp takti með æfingunum og ég er búin að æfa á fullu undanfarið svo að ég er í frábæru formi líkamlega en það vantar kannski meiri stöðugleika í kastinu. Markmiðið er hiklaust að komast í úrslitin en hvað maður gerir í úrslitunum, það kemur í ljós þegar nær dregur. Það er auðveldara að setja sér markmið þá, sérstaklega þegar undirbúningurinn hefur gengið svona erfiðlega.“ Frjálsar íþróttir Mest lesið Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Sport Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Sjá meira
Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir nældi í silfur á frjálsíþróttamóti í Finnlandi um helgina með besta kasti sínu á árinu, 60,34 metrum, en hún er nýfarin af stað eftir erfið meiðsli. Kom kastið á sama stað og hún setti nýtt Íslandsmet fyrir ári þegar hún kastaði spjótinu 63,43 metra. Var þetta annað mót hennar á árinu en á morgun er sléttur mánuður í Evrópumeistaramótið í frjálsum íþróttum sem fram fer í Berlín.Ljós við enda ganganna Ásdís var skiljanlega afar sátt við að vera komin aftur út á völl þegar Fréttablaðið heyrði í henni. „Það var ótrúlega ljúft að vera komin út á völl að keppa, þetta eru búnir að vera erfiðir mánuðir en það er góð tilfinning að vera komin aftur. Ég var meidd í bakinu og bakmeiðsli eru oft afar erfið, það getur verið erfitt að finna orsök meiðslanna sem gerir það erfitt að meðhöndla þau,“ segir Ásdís og bætir við: „Þetta hefur líka áhrif á það hvernig maður hreyfir sig, maður prófar hina ýmsu hluti sem höfðu lítil áhrif.“Bakmeiðsli eru algeng hjá spjótkösturum. „Í síðasta skrefinu í spjótkasti stopparðu með öðrum fæti sem kemur miklu höggi á bakið og upp í mjóbakið sem getur verið mjög sárt. Það er ekki þægilegt að kasta spjóti,“ segir Ásdís hlæjandi og bætir við: „Maður tekur alltaf högg í hverju kasti.“ Meiðslin trufluðu hana á heimsmeistaramótinu í London í fyrra. „Í lok síðasta sumars, rétt fyrir HM, fann ég meira fyrir þessu, þetta var ekki vandamál en var farið að verða svolítið óþægilegt. Á þessum tímapunkti snúast allar æfingar um að kasta og ég hélt að þetta væri álag en þetta truflaði mig verulega í úrslitunum á HM. Það var bara einn hvíldardagur á milli og ég náði ekki nógu góðri endurhæfingu,“ segir Ásdís en meiðslin tóku sig upp að nýju í æfingarbúðum í Suður-Afríku. „Þá versnaði þetta töluvert og ég hætti að geta kastað. Á þeim tímapunkti var ég að klára flutninga, doktorsritgerð og ég hélt fyrst að líkaminn væri að segja mér að stoppa smá þegar ég jók álagið. Ég fór í byrjun júní í sneiðmyndatöku og hitti baksérfræðing sem fann einhverja töfralausn því ég var farin að kasta tíu dögum seinna.“EM handan hornsins Ásdís náði strax lágmarkinu inn á Evrópumeistaramótið í fyrstu tilraun en hún hafði þegar tryggt sér þátttökurétt á síðasta ári. „Þegar meiðslin taka sig upp í Suður-Afríku var ég búin að kasta ótrúlega vel og æfingarnar gengu vel en ég bjóst við að vera lengur að komast af stað. Ég er í raun bara búin að taka þrjár almennilegar æfingar. Það var ekki pressa á mér að ná lágmarkinu fyrir EM en það er ákveðin yfirlýsing að ná því strax í fyrsta móti.“ Evrópumeistaramótið fer fram á Ólympíuvellinum í Berlín en hún segir erfitt að setja sér markmið. „Auðvitað hef ég reynt að stilla væntingunum í hóf miðað við hvað undirbúningurinn hefur verið erfiður en svo gengur svona vel. Það er ýmislegt sem ég þarf að bæta, sérstaklega frá fyrsta mótinu. Jafnvægið og takturinn var ekki góður en það kemur með fleiri kastæfingum, þá kemur það hratt,“ segir Ásdís og heldur áfram: „Markmiðin fyrir EM ætla ég kannski ekkert að gefa út, ég þarf að sjá hvernig þetta þróast allt saman með auknum æfingum og hvort bakið einfaldlega haldi. Yfirleitt hefur mér gengið vel að ná hratt upp takti með æfingunum og ég er búin að æfa á fullu undanfarið svo að ég er í frábæru formi líkamlega en það vantar kannski meiri stöðugleika í kastinu. Markmiðið er hiklaust að komast í úrslitin en hvað maður gerir í úrslitunum, það kemur í ljós þegar nær dregur. Það er auðveldara að setja sér markmið þá, sérstaklega þegar undirbúningurinn hefur gengið svona erfiðlega.“
Frjálsar íþróttir Mest lesið Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Sport Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Sjá meira