Einn umdeildasti og afkastamesti embættismaður Trump hættur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. júlí 2018 20:10 Donald Trump og Scott Pruitt meðan allt lék í lyndi. Vísir/Getty Scott Pruitt, forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna, hefur sagt af sér embætti. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, greindi frá þessu á Twitter í kvöld.Pruitt var einn dyggasti embættismaður Trump og var gjarnan nefndur afkastamesti embættismaður hans þar sem honum hafði orðið mest ágengt allra við að framfylgja stefnu Trump um afregluvæðingu.Athygli vakti þegar Pruitt var skipaður forstjóri stofnunarinnar enda hefur hann lengi verið áberandi afneitari loftlagsvísinda, auk þess að sem forstjóri stofnunarinnar gekk hann hart fram við að afnema reglur sem eiga að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og vernda loft og vatn í Bandaríkjunum fyrir eiturefnum.I have accepted the resignation of Scott Pruitt as the Administrator of the Environmental Protection Agency. Within the Agency Scott has done an outstanding job, and I will always be thankful to him for this. The Senate confirmed Deputy at EPA, Andrew Wheeler, will...— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 5, 2018 Þá gegndi hann lykilhlutverki í að fá Trump til þess að efna kosningaloforð sitt um að draga Bandaríkin út úr Parísarsáttmálanum um loftslagsmál. Var hann í miklu uppáhaldi hjá Trump og var hann fyrr á árinu orðaður við embætti dómsmálaráðherra þegar verulega hitnaði undir sæti ráðherrans Jeff Sessions. Framtíð Pruitt er hins vegar ráðinn eftir röð hneykslismála sem eru sögð hafa reynt á þolinmæði Hvíta hússins með þessum annars dygga þjóni Trump. Donald Trump er búinn að segja bless við Scott Pruitt.Vísir/epaÍ frétt New York Times segir að Trump hafi gefist upp á Pruitt eftir að hafa varið hann mánuðum saman, á sama tíma og ráðgjafar Trump lögðu hart að Trump að reka Pruitt. Er hann viðfangsefni minnst 13 rannsókna alríkisyfirvalda í Bandaríkjunum. Hefur Pruitt verið gjarn á að fljúga með einkaflugvélum eða á fyrsta farrými og gista á lúxushótelum. Bar hann meðal annars fyrir sig öryggissjónarmið til að réttlæta að hann þyrfti að fljúga á fyrsta farrými. Ferðir Pruitt hafa einnig kostað bandaríska skattgreiðendur skildinginn vegna teymis öryggisvarða sem hann ferðast með öllum stundum. Á meðal ferða Pruitt var ein til Marokkó sem hafði þann eina tilgang að tala fyrir útflutningi á jarðgasi frá Bandaríkjunum, nokkuð sem væri alla jafna ekki í verkahring forstjóra Umhverfisstofnunarinnar. Þá vakti athygli að á meðal fyrstu verka Pruitt var að láta koma fyrir hljóðeinangruðum klefa á skrifstofu sinni í höfuðstöðvum EPA sem kostaði tugi þúsunda dollara. „Það er bara hvert málið á fætur öðru hjá þessum náunga,“ er Trump sagður hafa sagt um Pruitt samkvæmt frétt New York Times. Trump staðfesti á Twitter að næstráðandi Pruitt, Andrew Wheeler, muni gegna embætti forstjóra Umhverfistofnunarinnar tímabundið á meðan skipað verður í starfið á nýju. Wheeler starfaði áður sem talsmaður hagsmunaðila í kolaiðnaðinum og er sagður deila ástríðu Pruitt fyrir að afnema reglur sem taki á loftslagsbreytingum...on Monday assume duties as the acting Administrator of the EPA. I have no doubt that Andy will continue on with our great and lasting EPA agenda. We have made tremendous progress and the future of the EPA is very bright! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 5, 2018 Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Hitnar undir afkastamesta embættismanni Trump Trump lofaði að ræsa fram mýrina þegar hann var kjörinn forseti. Forstjóri Umhverfisstofnunar hans virðist hins vegar á bólakafi í mýri málafylgjumanna í Washington-borg. 3. apríl 2018 13:00 Afkastamesta embættismanni Trump kastað út Eigendur íbúðar sem Scott Pruitt, forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna, var að leigja skiptu um lás til að losna við hann. 6. apríl 2018 22:07 Uppáhalds embættismaður Trump hélt leynilega dagskrá Forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna hefur staðið af sér hverja spillingarásökunina á fætur annarri vegna ánægju Trump með framgöngu hans í að afnema reglur. Ásakanirnar hrannast hins vegar áfram upp. 3. júlí 2018 13:19 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ozzy Osbourne allur Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira
Scott Pruitt, forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna, hefur sagt af sér embætti. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, greindi frá þessu á Twitter í kvöld.Pruitt var einn dyggasti embættismaður Trump og var gjarnan nefndur afkastamesti embættismaður hans þar sem honum hafði orðið mest ágengt allra við að framfylgja stefnu Trump um afregluvæðingu.Athygli vakti þegar Pruitt var skipaður forstjóri stofnunarinnar enda hefur hann lengi verið áberandi afneitari loftlagsvísinda, auk þess að sem forstjóri stofnunarinnar gekk hann hart fram við að afnema reglur sem eiga að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og vernda loft og vatn í Bandaríkjunum fyrir eiturefnum.I have accepted the resignation of Scott Pruitt as the Administrator of the Environmental Protection Agency. Within the Agency Scott has done an outstanding job, and I will always be thankful to him for this. The Senate confirmed Deputy at EPA, Andrew Wheeler, will...— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 5, 2018 Þá gegndi hann lykilhlutverki í að fá Trump til þess að efna kosningaloforð sitt um að draga Bandaríkin út úr Parísarsáttmálanum um loftslagsmál. Var hann í miklu uppáhaldi hjá Trump og var hann fyrr á árinu orðaður við embætti dómsmálaráðherra þegar verulega hitnaði undir sæti ráðherrans Jeff Sessions. Framtíð Pruitt er hins vegar ráðinn eftir röð hneykslismála sem eru sögð hafa reynt á þolinmæði Hvíta hússins með þessum annars dygga þjóni Trump. Donald Trump er búinn að segja bless við Scott Pruitt.Vísir/epaÍ frétt New York Times segir að Trump hafi gefist upp á Pruitt eftir að hafa varið hann mánuðum saman, á sama tíma og ráðgjafar Trump lögðu hart að Trump að reka Pruitt. Er hann viðfangsefni minnst 13 rannsókna alríkisyfirvalda í Bandaríkjunum. Hefur Pruitt verið gjarn á að fljúga með einkaflugvélum eða á fyrsta farrými og gista á lúxushótelum. Bar hann meðal annars fyrir sig öryggissjónarmið til að réttlæta að hann þyrfti að fljúga á fyrsta farrými. Ferðir Pruitt hafa einnig kostað bandaríska skattgreiðendur skildinginn vegna teymis öryggisvarða sem hann ferðast með öllum stundum. Á meðal ferða Pruitt var ein til Marokkó sem hafði þann eina tilgang að tala fyrir útflutningi á jarðgasi frá Bandaríkjunum, nokkuð sem væri alla jafna ekki í verkahring forstjóra Umhverfisstofnunarinnar. Þá vakti athygli að á meðal fyrstu verka Pruitt var að láta koma fyrir hljóðeinangruðum klefa á skrifstofu sinni í höfuðstöðvum EPA sem kostaði tugi þúsunda dollara. „Það er bara hvert málið á fætur öðru hjá þessum náunga,“ er Trump sagður hafa sagt um Pruitt samkvæmt frétt New York Times. Trump staðfesti á Twitter að næstráðandi Pruitt, Andrew Wheeler, muni gegna embætti forstjóra Umhverfistofnunarinnar tímabundið á meðan skipað verður í starfið á nýju. Wheeler starfaði áður sem talsmaður hagsmunaðila í kolaiðnaðinum og er sagður deila ástríðu Pruitt fyrir að afnema reglur sem taki á loftslagsbreytingum...on Monday assume duties as the acting Administrator of the EPA. I have no doubt that Andy will continue on with our great and lasting EPA agenda. We have made tremendous progress and the future of the EPA is very bright! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 5, 2018
Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Hitnar undir afkastamesta embættismanni Trump Trump lofaði að ræsa fram mýrina þegar hann var kjörinn forseti. Forstjóri Umhverfisstofnunar hans virðist hins vegar á bólakafi í mýri málafylgjumanna í Washington-borg. 3. apríl 2018 13:00 Afkastamesta embættismanni Trump kastað út Eigendur íbúðar sem Scott Pruitt, forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna, var að leigja skiptu um lás til að losna við hann. 6. apríl 2018 22:07 Uppáhalds embættismaður Trump hélt leynilega dagskrá Forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna hefur staðið af sér hverja spillingarásökunina á fætur annarri vegna ánægju Trump með framgöngu hans í að afnema reglur. Ásakanirnar hrannast hins vegar áfram upp. 3. júlí 2018 13:19 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ozzy Osbourne allur Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira
Hitnar undir afkastamesta embættismanni Trump Trump lofaði að ræsa fram mýrina þegar hann var kjörinn forseti. Forstjóri Umhverfisstofnunar hans virðist hins vegar á bólakafi í mýri málafylgjumanna í Washington-borg. 3. apríl 2018 13:00
Afkastamesta embættismanni Trump kastað út Eigendur íbúðar sem Scott Pruitt, forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna, var að leigja skiptu um lás til að losna við hann. 6. apríl 2018 22:07
Uppáhalds embættismaður Trump hélt leynilega dagskrá Forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna hefur staðið af sér hverja spillingarásökunina á fætur annarri vegna ánægju Trump með framgöngu hans í að afnema reglur. Ásakanirnar hrannast hins vegar áfram upp. 3. júlí 2018 13:19