Mun meira álag á bráðamóttöku vegna lokunar Hjartagáttar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. júlí 2018 18:45 Jón Magnús Kristjánsson er yfirlæknir bráðalækninga á Landspítala. fréttablaðið/anton brink Jón Magnús Kristjánsson, yfirmaður bráðalækninga á Landspítala, segir að það verði mikil áskorun að sinna öllum þeim sjúklingum sem munu leita til bráðamóttökunnar á næstu vikum eins fljótt og vel heilbrigðisstarfsmenn vilja. Ástæðan er aukið álaga á bráðamóttöku frá og með morgundeginum þegar Hjartagátt Landspítala lokar. Þeim sjúklingum sem leita vanalega til Hjartagáttar verður nú beint á bráðamóttöku í Fossvogi en Hjartagáttin verður lokuð í fjórar vikur; opnar aftur föstudaginn 3. ágúst. „Þetta hefur þau áhrif að þeir 25 sjúklingar, að meðaltali á sólarhring, sem leitað hafa á Hjartagáttina koma þá til okkar í staðinn og bætast við þá 85 sjúklinga sem koma hingað með bráð veikindi á hverjum degi. Þannig að þetta er töluvert mikil aukning á sjúklingum með bráð veikindi. Það verður mikil áskorun að ná að sinna öllum sjúklingum eins fljótt og vel og við viljum,“ segir Jón Magnús og bætir við að undanfarið hafi verið unnið að því með hjartalæknum og öðrum innan spítalans að setja upp áætlun til að gera þetta mögulegt og tryggja öryggi sjúklinga. Jón Magnús bendir á að undanfarin ár hafi heilsugæslur á höfuðborgarsvæðinu verið að auka sína þjónustu. Þær séu því allar með opna bráðatíma svo einstaklingum með minna alvarlega sjúkdóma eða slys er bent á að leita á sína heilsugæslu á þeim tíma sem hún er opin, auk þess sem hægt sé að leita á Læknavaktina. „Við hvetjum alla þá sem telja sig geta nýtt þá þjónustu að nýta sér hana. Við komum til með að herða á því verklagi að vísa fólki í sinn rétta farveg sem leitar til okkar og það getur vel þýtt að fólki verði vísað á heilsugæslu eða læknavakt,“ segir Jón Magnús. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Óásættanleg bið vegna álags 5. júní 2018 06:00 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Sjá meira
Jón Magnús Kristjánsson, yfirmaður bráðalækninga á Landspítala, segir að það verði mikil áskorun að sinna öllum þeim sjúklingum sem munu leita til bráðamóttökunnar á næstu vikum eins fljótt og vel heilbrigðisstarfsmenn vilja. Ástæðan er aukið álaga á bráðamóttöku frá og með morgundeginum þegar Hjartagátt Landspítala lokar. Þeim sjúklingum sem leita vanalega til Hjartagáttar verður nú beint á bráðamóttöku í Fossvogi en Hjartagáttin verður lokuð í fjórar vikur; opnar aftur föstudaginn 3. ágúst. „Þetta hefur þau áhrif að þeir 25 sjúklingar, að meðaltali á sólarhring, sem leitað hafa á Hjartagáttina koma þá til okkar í staðinn og bætast við þá 85 sjúklinga sem koma hingað með bráð veikindi á hverjum degi. Þannig að þetta er töluvert mikil aukning á sjúklingum með bráð veikindi. Það verður mikil áskorun að ná að sinna öllum sjúklingum eins fljótt og vel og við viljum,“ segir Jón Magnús og bætir við að undanfarið hafi verið unnið að því með hjartalæknum og öðrum innan spítalans að setja upp áætlun til að gera þetta mögulegt og tryggja öryggi sjúklinga. Jón Magnús bendir á að undanfarin ár hafi heilsugæslur á höfuðborgarsvæðinu verið að auka sína þjónustu. Þær séu því allar með opna bráðatíma svo einstaklingum með minna alvarlega sjúkdóma eða slys er bent á að leita á sína heilsugæslu á þeim tíma sem hún er opin, auk þess sem hægt sé að leita á Læknavaktina. „Við hvetjum alla þá sem telja sig geta nýtt þá þjónustu að nýta sér hana. Við komum til með að herða á því verklagi að vísa fólki í sinn rétta farveg sem leitar til okkar og það getur vel þýtt að fólki verði vísað á heilsugæslu eða læknavakt,“ segir Jón Magnús.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Óásættanleg bið vegna álags 5. júní 2018 06:00 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði