Fundi lokið í kjaradeilu ljósmæðra Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. júlí 2018 17:21 Fjöldi manns kom saman við húsnæði ríkissáttasemjara í dag til að sýna ljósmæðrum stuðning. Vísir/Hrund Fundi í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins lauk núna upp úr klukkan 17. Enn er ósamið í deilunni en aðeins þokaðist í viðræðum í dag. Ljósmæður lögðu fram skriflegar kröfur á fundinum, kröfur sem þær höfðu ekki greint frá áður, en nú mun samninganefnd ríkisins ætla að móta móttilboð. Næsti samningafundur hefur verið boðaður miðvikudaginn 11. júlí klukkan 14. „Við fögnum því að það er lausnamiðað samtal í gang. Við lögðum fram okkar tilboð á blaði og samninganefndin segist ætla að sníða móttilboð. Auðvitað hefði maður viljað að þetta gæti gengið hraðar fyrir sig en þeir segja að ástandið sé þannig að það er mikið um sumarfrí og þeir þurfa jafnvel að kalla inn fólk úr sumarfríum til að koma að þessari vinnu til að setja saman þetta tilboð og það náist væntanlega ekki fyrr en á miðvikudaginn,“ segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, í samtali við Vísi. Hún segist leyfa sér að vera bjartsýn og halda í vonina. Vissulega hefði hún viljað að samningar tækjust í dag en það komi þá vonandi í síðasta lagi í næstu viku. Spurð út í þær kröfur sem samninganefnd ljósmæðra lagði fram í dag segir hún að þær hafi falið það í sér að það yrði gefið betur í frá síðasta samningi sem ljósmæður felldu. Í þeim samningi var kveðið á um hækkun upp á 8 prósent til ljósmæðra í dagvinnu og upp á 6,9 prósent til ljósmæðra í vaktavinnu. „Að það kæmi inn raunveruleiðrétting á launasetningunni,“ segir Katrín. En hvað þarf mikla prósentuhækkun til, annars vegar á dagvinnulaunum og hins vegar á vaktavinnulaunum, svo að ljósmæður telji sig vera komnar með þá launaleiðréttingu sem þær krefjast? „Það er í rauninni eitthvað sem er aðeins breytilegt á milli vinnukerfanna. Það er því alltaf svolítið verið að horfa yfir heildina á ákveðna prósentuhækkun sem dreifist svo mismunandi á milli kerfa og stofnana eftir þarfagreiningu en akkúrat á þessu stigi munum við ekki nefna ákveðna tölu,“ segir Katrín.Uppfært klukkan 17:46 með viðbrögðum frá formanni samninganefndar ljósmæðra. Kjaramál Tengdar fréttir Ljósmæður munu leggja fram skriflegar kröfur á fundinum í dag Boðað var til samstöðu- og mótmælafundar á meðan fundinum stendur. 5. júlí 2018 09:46 „Skammist ykkar fyrir að koma okkur í þessar aðstæður“ „Ég hef orðið hræddur í lífinu en aldrei í líkingu við þetta“ sagði Ævar Þór Benediktson í ræðu sinni til stuðnings ljósmæðrum. 5. júlí 2018 12:29 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Fleiri fréttir Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Sjá meira
Fundi í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins lauk núna upp úr klukkan 17. Enn er ósamið í deilunni en aðeins þokaðist í viðræðum í dag. Ljósmæður lögðu fram skriflegar kröfur á fundinum, kröfur sem þær höfðu ekki greint frá áður, en nú mun samninganefnd ríkisins ætla að móta móttilboð. Næsti samningafundur hefur verið boðaður miðvikudaginn 11. júlí klukkan 14. „Við fögnum því að það er lausnamiðað samtal í gang. Við lögðum fram okkar tilboð á blaði og samninganefndin segist ætla að sníða móttilboð. Auðvitað hefði maður viljað að þetta gæti gengið hraðar fyrir sig en þeir segja að ástandið sé þannig að það er mikið um sumarfrí og þeir þurfa jafnvel að kalla inn fólk úr sumarfríum til að koma að þessari vinnu til að setja saman þetta tilboð og það náist væntanlega ekki fyrr en á miðvikudaginn,“ segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, í samtali við Vísi. Hún segist leyfa sér að vera bjartsýn og halda í vonina. Vissulega hefði hún viljað að samningar tækjust í dag en það komi þá vonandi í síðasta lagi í næstu viku. Spurð út í þær kröfur sem samninganefnd ljósmæðra lagði fram í dag segir hún að þær hafi falið það í sér að það yrði gefið betur í frá síðasta samningi sem ljósmæður felldu. Í þeim samningi var kveðið á um hækkun upp á 8 prósent til ljósmæðra í dagvinnu og upp á 6,9 prósent til ljósmæðra í vaktavinnu. „Að það kæmi inn raunveruleiðrétting á launasetningunni,“ segir Katrín. En hvað þarf mikla prósentuhækkun til, annars vegar á dagvinnulaunum og hins vegar á vaktavinnulaunum, svo að ljósmæður telji sig vera komnar með þá launaleiðréttingu sem þær krefjast? „Það er í rauninni eitthvað sem er aðeins breytilegt á milli vinnukerfanna. Það er því alltaf svolítið verið að horfa yfir heildina á ákveðna prósentuhækkun sem dreifist svo mismunandi á milli kerfa og stofnana eftir þarfagreiningu en akkúrat á þessu stigi munum við ekki nefna ákveðna tölu,“ segir Katrín.Uppfært klukkan 17:46 með viðbrögðum frá formanni samninganefndar ljósmæðra.
Kjaramál Tengdar fréttir Ljósmæður munu leggja fram skriflegar kröfur á fundinum í dag Boðað var til samstöðu- og mótmælafundar á meðan fundinum stendur. 5. júlí 2018 09:46 „Skammist ykkar fyrir að koma okkur í þessar aðstæður“ „Ég hef orðið hræddur í lífinu en aldrei í líkingu við þetta“ sagði Ævar Þór Benediktson í ræðu sinni til stuðnings ljósmæðrum. 5. júlí 2018 12:29 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Fleiri fréttir Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Sjá meira
Ljósmæður munu leggja fram skriflegar kröfur á fundinum í dag Boðað var til samstöðu- og mótmælafundar á meðan fundinum stendur. 5. júlí 2018 09:46
„Skammist ykkar fyrir að koma okkur í þessar aðstæður“ „Ég hef orðið hræddur í lífinu en aldrei í líkingu við þetta“ sagði Ævar Þór Benediktson í ræðu sinni til stuðnings ljósmæðrum. 5. júlí 2018 12:29