Viðreisn blasir við í Reykjavík Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 5. júlí 2018 07:00 Fyrir hvað stendur nýi meirihlutinn í höfuðborg landsins? Við í Viðreisn höfum heyrt því fleygt að í raun hafi ekki verið myndaður nýr meirihluti heldur sé um að ræða framhald frá fyrra kjörtímabili. Slík framsetning er ekki bara mikil einföldun heldur líka einfaldlega röng. Vissulega er að hluta um sömu flokka að ræða og áttu í meirihlutasamstarfi í Reykjavík á árunum 2014-2018 en hlutföll flokkanna eru allt önnur og verkaskiptingu hefur verið breytt. Í nýjum meirihluta er líka nýr flokkur, Viðreisn, sem hefur skýra sýn og stefnu í hvernig borgin okkar á að vera. Viðreisn er ekki neinn annar flokkur né fjórða hjólið undir gamla meirihlutanum, með Viðreisn var myndaður nýr meirihluti og við myndun meirihlutans var megináherslan að ná sem mestu úr stefnu Viðreisnar inn í málefnasamninginn. Og hver var árangurinn? Helstu baráttumál okkar í Viðreisn í nýafstöðnum kosningum voru að hlúa að fjölbreyttu atvinnulífi, tryggja góðan rekstrargrundvöll fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki í borginni, huga vel að öllum hverfum borgarinnar undir slagorðinu „inn með úthverfin“, einfalda kerfið, innleiða notendamiðaða þjónustu til að einfalda líf íbúa og stefna að framúrskarandi menntun fyrir börnin okkar. Öll fengu þessi mál góðar undirtektir í meirihlutaviðræðum líkt og sjá má í samstarfssáttmála nýs meirihluta. Við sameinuðumst um þessi mál líkt og svo mörg önnur. Borgarfulltrúar Viðreisnar lögðu höfuðáherslu á málefnin og hvernig best væri að tryggja framgang þeirra á kjörtímabilinu. Hlutverk fulltrúanna og embætti voru svo mótuð út frá því. Aukið umfang borgarráðs tryggir það að undirrituð, sem er formaður borgarráðs, mun hafa yfirumsjón með atvinnustefnu borgarinnar, því nú heyra atvinnumálin undir borgarráð. Í borgarráði verður því endurskoðuð atvinnustefna borgarinnar, þar með talin tillögugerð að vettvangi til samráðs um einstaka þætti atvinnulífsins, s.s. ferðaþjónustu, verslun og þjónustu. Notendamiðuð þjónusta, úttektir og innleiðingar verða einnig leiddar af borgarráði. Formaður borgarráðs mun jafnframt leiða endurskipulagningu þjónustu borgarinnar, þvert á svið, með aðkomu formanna þeirra ráða sem breytingarnar snerta og viðkomandi sviðsstjóra. Viðreisn mun ekki hvika frá því að að veita framúrskarandi menntun og gera skólana okkar að eftirsóttari vinnustöðum, þar munum við leika lykilhlutverk með varaformennsku í nýju skóla- og frístundaráði. Þetta er ekki tæmandi listi yfir verk okkar á næsta kjörtímabili, því rödd okkar mun heyrast hátt í flestum ráðum borgarinnar. Við viljum frjálslynda, jafnréttissinnaða og alþjóðlega borg þar sem þjónusta við borgarana er í fyrirrúmi og við teljum að meirihlutasáttmálinn feli þetta í sér. Það eru spennandi tímar fram undan í borginni og mörg brýn verkefni sem verður unnið að af einhug og festu. Viðreisn mun láta til sín taka í sínum hjartans verkefnum, vinna þétt með meirihlutanum og ekki síður byggja upp samstarf og samtal við minnihlutaflokka og verkefni á kjörtímabilinu.Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík og formaður borgarráðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir hvað stendur nýi meirihlutinn í höfuðborg landsins? Við í Viðreisn höfum heyrt því fleygt að í raun hafi ekki verið myndaður nýr meirihluti heldur sé um að ræða framhald frá fyrra kjörtímabili. Slík framsetning er ekki bara mikil einföldun heldur líka einfaldlega röng. Vissulega er að hluta um sömu flokka að ræða og áttu í meirihlutasamstarfi í Reykjavík á árunum 2014-2018 en hlutföll flokkanna eru allt önnur og verkaskiptingu hefur verið breytt. Í nýjum meirihluta er líka nýr flokkur, Viðreisn, sem hefur skýra sýn og stefnu í hvernig borgin okkar á að vera. Viðreisn er ekki neinn annar flokkur né fjórða hjólið undir gamla meirihlutanum, með Viðreisn var myndaður nýr meirihluti og við myndun meirihlutans var megináherslan að ná sem mestu úr stefnu Viðreisnar inn í málefnasamninginn. Og hver var árangurinn? Helstu baráttumál okkar í Viðreisn í nýafstöðnum kosningum voru að hlúa að fjölbreyttu atvinnulífi, tryggja góðan rekstrargrundvöll fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki í borginni, huga vel að öllum hverfum borgarinnar undir slagorðinu „inn með úthverfin“, einfalda kerfið, innleiða notendamiðaða þjónustu til að einfalda líf íbúa og stefna að framúrskarandi menntun fyrir börnin okkar. Öll fengu þessi mál góðar undirtektir í meirihlutaviðræðum líkt og sjá má í samstarfssáttmála nýs meirihluta. Við sameinuðumst um þessi mál líkt og svo mörg önnur. Borgarfulltrúar Viðreisnar lögðu höfuðáherslu á málefnin og hvernig best væri að tryggja framgang þeirra á kjörtímabilinu. Hlutverk fulltrúanna og embætti voru svo mótuð út frá því. Aukið umfang borgarráðs tryggir það að undirrituð, sem er formaður borgarráðs, mun hafa yfirumsjón með atvinnustefnu borgarinnar, því nú heyra atvinnumálin undir borgarráð. Í borgarráði verður því endurskoðuð atvinnustefna borgarinnar, þar með talin tillögugerð að vettvangi til samráðs um einstaka þætti atvinnulífsins, s.s. ferðaþjónustu, verslun og þjónustu. Notendamiðuð þjónusta, úttektir og innleiðingar verða einnig leiddar af borgarráði. Formaður borgarráðs mun jafnframt leiða endurskipulagningu þjónustu borgarinnar, þvert á svið, með aðkomu formanna þeirra ráða sem breytingarnar snerta og viðkomandi sviðsstjóra. Viðreisn mun ekki hvika frá því að að veita framúrskarandi menntun og gera skólana okkar að eftirsóttari vinnustöðum, þar munum við leika lykilhlutverk með varaformennsku í nýju skóla- og frístundaráði. Þetta er ekki tæmandi listi yfir verk okkar á næsta kjörtímabili, því rödd okkar mun heyrast hátt í flestum ráðum borgarinnar. Við viljum frjálslynda, jafnréttissinnaða og alþjóðlega borg þar sem þjónusta við borgarana er í fyrirrúmi og við teljum að meirihlutasáttmálinn feli þetta í sér. Það eru spennandi tímar fram undan í borginni og mörg brýn verkefni sem verður unnið að af einhug og festu. Viðreisn mun láta til sín taka í sínum hjartans verkefnum, vinna þétt með meirihlutanum og ekki síður byggja upp samstarf og samtal við minnihlutaflokka og verkefni á kjörtímabilinu.Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík og formaður borgarráðs
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun