Vita ekkert um ferðir manns sem féll af þaki Sveinn Arnarsson skrifar 4. júlí 2018 06:00 Lögreglan er engu nær um ferðir mannsins og rannsakar dauðsfallið sem slys. Fréttablaðið/GVA Svo virðist sem ekkert sé hægt að segja til um hvers vegna bandarískur karlmaður, fæddur 1992, lést í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags. Þrátt fyrir fjölda nýrra eftirlitsmyndavéla segir yfirmaður lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að líkast til verði ekki hægt að upplýsa um hvað nákvæmlega gerðist. Ekkert er vitað um ferðir mannsins í miðbænum fyrir slysið. Maðurinn féll af þaki hússins sem stendur við Lækjargötu 6a. Aðkoman að slysstað var afar ljót þar sem mikið hafði blætt úr manninum. Hann var sendur með flýti á Landspítala til aðhlynningar en lést þar af sárum sínum skömmu síðar. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hófst strax handa við að rannsaka málið og telur Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn að líkast til verði ekki hægt að segja til um hvers vegna maðurinn féll fram af húsþakinu.Sjá einnig: Banaslys í Lækjargötu um helgina „Karlmaðurinn var einsamall á ferðalagi um landið og hafði farið þarna upp á þak, mögulega prílað þarna baka til, það eru stigar þar. Að öðru leyti vitum við ekki hvernig hann kom sér upp á þakið og höfum ekki hugmynd um það,“ segir Jóhann Karl. „Þetta er rannsakað sem slys og við getum ábyggilega aldrei upplýst hvað gerðist. Það eru engin vitni að þessu og enginn með honum. Það var bara komið að honum þarna liggjandi,“ bætir hann við. Jóhann Karl segir ekki búið að kryfja manninn og því er ekki hægt að segja til um hvert líkamlegt ásigkomulag hans var. „Krufningin mun fara fram síðar.“ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu setti upp 25 nýjar eftirlitsmyndavélar í miðborginni eftir hvarf Birnu Brjánsdóttur. Er nú svo komið að eftirlitsmyndavélar í Reykjavík á almannafæri eru 36 talsins og eru þær langflestar í miðbænum. Að auki eru eftirlitsmyndavélar sem fyrirtæki og einstaklingar hafa sett upp á svæðinu. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Banaslys í Lækjargötu um helgina Erlendur ferðamaður féll af þaki húss í Lækjargötu. 2. júlí 2018 13:02 Mest lesið Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Fleiri fréttir Eldsvoði í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Sjá meira
Svo virðist sem ekkert sé hægt að segja til um hvers vegna bandarískur karlmaður, fæddur 1992, lést í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags. Þrátt fyrir fjölda nýrra eftirlitsmyndavéla segir yfirmaður lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að líkast til verði ekki hægt að upplýsa um hvað nákvæmlega gerðist. Ekkert er vitað um ferðir mannsins í miðbænum fyrir slysið. Maðurinn féll af þaki hússins sem stendur við Lækjargötu 6a. Aðkoman að slysstað var afar ljót þar sem mikið hafði blætt úr manninum. Hann var sendur með flýti á Landspítala til aðhlynningar en lést þar af sárum sínum skömmu síðar. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hófst strax handa við að rannsaka málið og telur Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn að líkast til verði ekki hægt að segja til um hvers vegna maðurinn féll fram af húsþakinu.Sjá einnig: Banaslys í Lækjargötu um helgina „Karlmaðurinn var einsamall á ferðalagi um landið og hafði farið þarna upp á þak, mögulega prílað þarna baka til, það eru stigar þar. Að öðru leyti vitum við ekki hvernig hann kom sér upp á þakið og höfum ekki hugmynd um það,“ segir Jóhann Karl. „Þetta er rannsakað sem slys og við getum ábyggilega aldrei upplýst hvað gerðist. Það eru engin vitni að þessu og enginn með honum. Það var bara komið að honum þarna liggjandi,“ bætir hann við. Jóhann Karl segir ekki búið að kryfja manninn og því er ekki hægt að segja til um hvert líkamlegt ásigkomulag hans var. „Krufningin mun fara fram síðar.“ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu setti upp 25 nýjar eftirlitsmyndavélar í miðborginni eftir hvarf Birnu Brjánsdóttur. Er nú svo komið að eftirlitsmyndavélar í Reykjavík á almannafæri eru 36 talsins og eru þær langflestar í miðbænum. Að auki eru eftirlitsmyndavélar sem fyrirtæki og einstaklingar hafa sett upp á svæðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Banaslys í Lækjargötu um helgina Erlendur ferðamaður féll af þaki húss í Lækjargötu. 2. júlí 2018 13:02 Mest lesið Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Fleiri fréttir Eldsvoði í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Sjá meira
Banaslys í Lækjargötu um helgina Erlendur ferðamaður féll af þaki húss í Lækjargötu. 2. júlí 2018 13:02