Mikil reiði í garð bandarískrar konu sem drap sjaldgæfan gíraffa Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. júlí 2018 22:49 Ein af myndunum sem Talley birti af sér á Facebook og er nú í dreifingu á samfélagsmiðlum. twitter Mikil reiði hefur brotist út á samfélagsmiðlum í garð Tess Thompson Talley, 37 ára gamallar konu frá Kentucky í Bandaríkjunum, vegna þess að hún fór á veiðar í Suður-Afríku í fyrra og drap þá gíraffa sem tilheyrir sjaldgæfri tegund. Myndir sem Talley birti þá af sér á Facebook hafa farið á flug um netið en hún hefur nú eytt Facebook-færslunni. Við færsluna hafði hún skrifað að draumur hennar hefði ræst þegar hún veiddi sjaldgæfan svartan gíraffa en myndunum var síðan deilt á Twitter-síðunni Africa Digest með þeim orðum að Talley væri hvítur, bandarískur villimaður fyrir að drepa gíraffann.White american savage who is partly a neanderthal comes to Africa and shoot down a very rare black giraffe coutrsey of South Africa stupidity. Her name is Tess Thompson Talley. Please share pic.twitter.com/hSK93DOOaz— AfricaDigest (@africlandpost) June 16, 2018 Twitter-færslu Africa Digest hefur verið deilt yfir 40 þúsund sinnum og hafa ýmsir þekktir einstaklingar látið Talley heyra það á samfélagsmiðlinum. Þannig sagði tónlistarmaðurinn Moby að hún hefði enga sál og sjónvarpsmaðurinn John Simpson sagði hana vera heimska konu. Grínistinn Ricky Gervais, sem er þekktur dýraverndunarsinni, var heldur ekkert að skafa af hlutunum þegar hann vakti athygli á málinu.What's 16 feet tall and has a cunt on the back of its neck? https://t.co/nyCzHO0tuz— Ricky Gervais (@rickygervais) July 2, 2018 Þessi mikla reiði í garð Talley minnir á það þegar ameríski tannlæknirinn Walter Palmer skaut ljónið Cecil fyrir utan Hwange-þjóðgarðinn í Simbabve. Fólk úti um allan heim fordæmdi drápið og peningagjafir streymdu til þjóðgarðsins vegna þess. Það er löglegt að veiða gíraffa í Suður-Afríku ef veiðin hefur verið skipulögð fyrirfram með þar til gerðum aðilum. Veiði Talley vekur hins vegar spurningar um hvort að verið sé að veiða gíraffa í landinu sem veiðiminjagripi en minna en 100 þúsund gíraffar eru eftir á Jörðinni. Simbabve Tengdar fréttir Ljónaslátrarinn finnst ekki Bandarísk yfirvöld leita tannlæknisins sem drap ljónið Cecil. 31. júlí 2015 17:01 Tannlæknir sem drap ljónið var tekinn af lífi hjá Jimmy Kimmel Spjallþáttastjórnandinn Jimmy Kimmel hélt tilfinningaþrungna ræðu í þætti sínum í gærkvöldi og var umræðuefnið ljónið Cecil sem var drepiðá dögunum. 29. júlí 2015 19:00 Tannlæknirinn sem drap Cecil snýr aftur til starfa Walter Palmer fullyrðir að hann hefði aldrei drepið ljónið Cecil hefði hann vitað um vinsældir dýrsins. 7. september 2015 07:21 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Sjá meira
Mikil reiði hefur brotist út á samfélagsmiðlum í garð Tess Thompson Talley, 37 ára gamallar konu frá Kentucky í Bandaríkjunum, vegna þess að hún fór á veiðar í Suður-Afríku í fyrra og drap þá gíraffa sem tilheyrir sjaldgæfri tegund. Myndir sem Talley birti þá af sér á Facebook hafa farið á flug um netið en hún hefur nú eytt Facebook-færslunni. Við færsluna hafði hún skrifað að draumur hennar hefði ræst þegar hún veiddi sjaldgæfan svartan gíraffa en myndunum var síðan deilt á Twitter-síðunni Africa Digest með þeim orðum að Talley væri hvítur, bandarískur villimaður fyrir að drepa gíraffann.White american savage who is partly a neanderthal comes to Africa and shoot down a very rare black giraffe coutrsey of South Africa stupidity. Her name is Tess Thompson Talley. Please share pic.twitter.com/hSK93DOOaz— AfricaDigest (@africlandpost) June 16, 2018 Twitter-færslu Africa Digest hefur verið deilt yfir 40 þúsund sinnum og hafa ýmsir þekktir einstaklingar látið Talley heyra það á samfélagsmiðlinum. Þannig sagði tónlistarmaðurinn Moby að hún hefði enga sál og sjónvarpsmaðurinn John Simpson sagði hana vera heimska konu. Grínistinn Ricky Gervais, sem er þekktur dýraverndunarsinni, var heldur ekkert að skafa af hlutunum þegar hann vakti athygli á málinu.What's 16 feet tall and has a cunt on the back of its neck? https://t.co/nyCzHO0tuz— Ricky Gervais (@rickygervais) July 2, 2018 Þessi mikla reiði í garð Talley minnir á það þegar ameríski tannlæknirinn Walter Palmer skaut ljónið Cecil fyrir utan Hwange-þjóðgarðinn í Simbabve. Fólk úti um allan heim fordæmdi drápið og peningagjafir streymdu til þjóðgarðsins vegna þess. Það er löglegt að veiða gíraffa í Suður-Afríku ef veiðin hefur verið skipulögð fyrirfram með þar til gerðum aðilum. Veiði Talley vekur hins vegar spurningar um hvort að verið sé að veiða gíraffa í landinu sem veiðiminjagripi en minna en 100 þúsund gíraffar eru eftir á Jörðinni.
Simbabve Tengdar fréttir Ljónaslátrarinn finnst ekki Bandarísk yfirvöld leita tannlæknisins sem drap ljónið Cecil. 31. júlí 2015 17:01 Tannlæknir sem drap ljónið var tekinn af lífi hjá Jimmy Kimmel Spjallþáttastjórnandinn Jimmy Kimmel hélt tilfinningaþrungna ræðu í þætti sínum í gærkvöldi og var umræðuefnið ljónið Cecil sem var drepiðá dögunum. 29. júlí 2015 19:00 Tannlæknirinn sem drap Cecil snýr aftur til starfa Walter Palmer fullyrðir að hann hefði aldrei drepið ljónið Cecil hefði hann vitað um vinsældir dýrsins. 7. september 2015 07:21 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Sjá meira
Ljónaslátrarinn finnst ekki Bandarísk yfirvöld leita tannlæknisins sem drap ljónið Cecil. 31. júlí 2015 17:01
Tannlæknir sem drap ljónið var tekinn af lífi hjá Jimmy Kimmel Spjallþáttastjórnandinn Jimmy Kimmel hélt tilfinningaþrungna ræðu í þætti sínum í gærkvöldi og var umræðuefnið ljónið Cecil sem var drepiðá dögunum. 29. júlí 2015 19:00
Tannlæknirinn sem drap Cecil snýr aftur til starfa Walter Palmer fullyrðir að hann hefði aldrei drepið ljónið Cecil hefði hann vitað um vinsældir dýrsins. 7. september 2015 07:21