Verðmætasti farmurinn Benedikt Bóas skrifar 4. júlí 2018 06:00 Blængur í heimahöfn í blíðunni fyrir austan. Karl Jóhann Birgisson „Síðustu þrjár vikurnar var veiðin afar róleg og það svæði sem helst var veiðivon á var lokað í heila viku vegna heræfinga,“ segir Bjarni Ólafur Hjálmarsson sem tók við skipstjórn Blængs NK sem kom til Neskaupstaðar í vikunni eftir að hafa verið að veiðum í Barentshafi frá því í lok aprílmánaðar. Í lestum skipsins eru 500 tonn af frystum afurðum eða um 27.000 kassar og var aflinn í veiðiferðinni um 1.450 tonn upp úr sjó og er þá miðað við óaðgerðan fisk. Verðmæti aflans er um 380 milljónir króna. Fullyrðir Síldarvinnslan að þetta sé verðmætasti farmur sem norðfirskt fiskiskip hefur komið með að landi úr veiðiferð. Theodór Haraldsson var skipstjóri fyrri hluta veiðiferðarinnar en Bjarni Ólafur tók við eftir sjómannadaginn. Bjarni Ólafur segir að veiðiferðin hafi gengið vel en aflinn hefði mátt vera meiri.„Vegna æfinganna þurftum við að færa okkur austar og austast vorum við einar 60 sjómílur frá Novaja Zemlja.“ Eyjaklasinn Novaja Zemlja er trúlega þekktastur fyrir að hafa verið kjarnorkutilraunastaður Rússa í kalda stríðinu. „Öll samskipti við Rússana gengu vel og þar nutum við þess að Geir Stefánsson stýrimaður talar reiprennandi rússnesku. Rússarnir voru dálítið hissa þegar þeir uppgötvuðu rússneskumælandi mann um borð hjá okkur, þeir eiga líklega ekki slíku að venjast um borð í erlendum veiðiskipum sem sækja í Barentshafið,“ segir Bjarni Ólafur. Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Sjá meira
„Síðustu þrjár vikurnar var veiðin afar róleg og það svæði sem helst var veiðivon á var lokað í heila viku vegna heræfinga,“ segir Bjarni Ólafur Hjálmarsson sem tók við skipstjórn Blængs NK sem kom til Neskaupstaðar í vikunni eftir að hafa verið að veiðum í Barentshafi frá því í lok aprílmánaðar. Í lestum skipsins eru 500 tonn af frystum afurðum eða um 27.000 kassar og var aflinn í veiðiferðinni um 1.450 tonn upp úr sjó og er þá miðað við óaðgerðan fisk. Verðmæti aflans er um 380 milljónir króna. Fullyrðir Síldarvinnslan að þetta sé verðmætasti farmur sem norðfirskt fiskiskip hefur komið með að landi úr veiðiferð. Theodór Haraldsson var skipstjóri fyrri hluta veiðiferðarinnar en Bjarni Ólafur tók við eftir sjómannadaginn. Bjarni Ólafur segir að veiðiferðin hafi gengið vel en aflinn hefði mátt vera meiri.„Vegna æfinganna þurftum við að færa okkur austar og austast vorum við einar 60 sjómílur frá Novaja Zemlja.“ Eyjaklasinn Novaja Zemlja er trúlega þekktastur fyrir að hafa verið kjarnorkutilraunastaður Rússa í kalda stríðinu. „Öll samskipti við Rússana gengu vel og þar nutum við þess að Geir Stefánsson stýrimaður talar reiprennandi rússnesku. Rússarnir voru dálítið hissa þegar þeir uppgötvuðu rússneskumælandi mann um borð hjá okkur, þeir eiga líklega ekki slíku að venjast um borð í erlendum veiðiskipum sem sækja í Barentshafið,“ segir Bjarni Ólafur.
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Sjá meira