Segir ljósmæður verða að skýra betur hvað þær eigi við með launaleiðréttingu Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 3. júlí 2018 18:33 Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að ljósmæður þurfi að skýra betur hvað þær eigi við þegar þær tali um það opinberlega að þær séu að fara fram á einhvers konar leiðréttingu á launum. Hann segir það áratugalanga sögu að enginn hópur sættir sig við að vera skilinn eftir í samanburði við aðra þegar kemur að launakjörum en að gögn fjármálaráðuneytisins sýni að ljósmæður hafi ekki setið eftir gagnvart samanburðarhópum. „Þess vegna finnst mér að það þurfi að skýra það betur af hálfu ljósmæðra hvað þær eiga við þegar þær opinberlega tala um það að þær séu að fara fram á einhvers konar leiðréttingu. En það er svo sannarlega sjálfsagt að skoða gögn, ef einhver slík gögn koma fram en gögnin sem við höfum undir höndum og byggja á launabókhaldi ríkisins hafa verið gerð opinber. Ef því er haldið fram að einstakir hópar hafi setið eftir gagnvart öðrum þá er sjálfsagt að ræða það en við sjáum það ekki í tölunum sem við erum með í höndunum að það eigi við um ljósmæður,“ segir Bjarni í samtali við fréttastofu. Fjallað var um tölurnar frá ráðuneytinu sem hann vísar í á Vísi fyrr í dag.Katrín Sif Sigurgeirsdóttir er formaður samninganefndar ljósmæðra. Hún sakaði fjármálaráðherra í fréttum Stöðvar 2 í gær um hroka og ábyrgðarleysi en ráðherrann vísar slíku á bug.„Enginn hroki og ekkert óhefðbundið í þessu ferli á nokkurn hátt“ Í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi sakaði Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, Bjarna um ábyrgðarleysi og hroka í kjaradeilunni. Sagði hún ráðherrann ekki hafa svarað beiðni samninganefndar ljósmæðra um fund. Spurður út í þetta segir Bjarni að samningar eins og þessir eigi sér stað við samninganefnd ríkisins. „Og það er langbest að kjaraviðræður fari þar fram. Ljósmæður hafa átt fund með forsætisráðherra og það er enginn hroki og ekkert óhefðbundið í þessu ferli á nokkurn hátt.“En hvert er mat ráðherrans á þeim kröfum sem ljósmæður hafa verið að setja fram? „Þetta ferli hefur gengið þannig fyrir sig að það var stutt í samninga á sínum tíma þegar ljósmæður ruddu samninganefnd sína og við tók ný samninganefnd, sú sem nú situr. Sú samninganefnd gerði samning við ríkið fyrir nokkru síðan en studdi síðan ekki þann samning þegar hann fór til atkvæða hjá ljósmæðrum. Það er orðin mjög flókin staða og sá samningur var síðan í kjölfarið felldur með nokkuð afgerandi hætti. Nú stöndum við frammi fyrir þeirri stöðu að þurfa að halda áfram að semja og það er ekkert launungamál að það hefur borið nokkuð í milli en ég er sannfærður um að það er hægt að ná niðurstöðu eins og við höfum áður gert við þessa sömu samninganefnd.“Frá síðasta samningafundi í deilunni síðastliðinn fimmtudag.Fréttablaðið/ernirGerir ekki athugasemdir við það að ljósmæður geri kröfur sínar opinberar Bjarni gerir ekki athugasemdir við að þær geri kröfur sínar opinberar. „En það hefur svo margt verið sagt um það sem gerist við samningaborðið sem ekki stenst skoðun að mér finnst í raun og veru að hafi staðið til að halda einhvern trúnað um það sem þar gerðist þá hafi hann fyrir einhverju verið rofinn. Það er til dæmis alrangt að samninganefndin hafi ekki fullt og óskorað umboð. Það er alrangt,“ segir Bjarni. Þá segir hann það líka rangt að samninganefnd ríkisins sé ekki tilbúin til viðræðna um útfærslur sem snúi til dæmis að því að jafna launamun á milli vinnustaða. „Það er meira en sjálfsagt að skoða slíka hluti og við höfum marg boðist til þess. Allt þetta er til umræðu við samningaborðið og það er einhver mikill misskilningur ef menn halda að það sé vænlegt til árangurs gagnvart samninganefnd ríkisins sem hefur þetta einfalda, skýra umboð að fara að úthúða fjármálaráðherranum. Ég held að það muni ekki auka neitt árangurinn við samningaborðið en ef menn vilja taka út reiði sína á mér þá er allt í lagi að menn geri það.“Bjarni segist deila áhyggjum með öðrum af stöðunni sem upp er komin í kjaradeilunni. Vísir/VilhelmDeilir áhyggjum af þeirri stöðu sem upp er komin Bjarni segist deila miklum áhyggjum af þeirri stöðu sem upp er komin en samninganefnd ríkisins sé áfram reiðubúin til samninga sem eru á þeim nótum sem geta gengið upp gagnvart öðrum hópum. „Í sjálfu sér er ekkert ósvipuð staða að koma upp hjá ljósmæðrum núna og við höfum áður séð á undanförnum árum. Það er ekkert langt síðan það stóð til að loka skurðstofum þegar læknar áttu í hlut. Það er heldur ekki langt síðan hjúkrunarfræðingar tilkynntu um að þeir myndu fara í hópuppsagnir og flytja af landi brott. Það er ekki langt síðan og nú er þessi staða að koma upp varðandi fæðingar og sængurlegu. Ég segi bara heilt yfir að það er bara orðið grafalvarlegt mál hvernig kjaraviðræður opinberra starfsmanna ganga fram. Ríkissáttasemjari er settur í afar þrönga stöðu og svo langt ber í milli að það kemur ekki fram sáttatillaga frá ríkissáttasemjara, það er allt þetta sem ég hef verið að vísa til á undanförnum árum þegar ég hef verið að tala um að aðferð okkar Íslendinga við að leiða fram niðurstöðu í kjaraviðræðum er meingölluð og vinnumarkaðsmódelið er margbrotið,“ segir Bjarni og bætir við að hann vonist til að deilan leysist svo fólk geti dregið úr áhyggjum sínum og ljósmæður fengið endurnýjaðan samning. „Það er það sem við öll helst viljum.“ Kjaramál Tengdar fréttir Farið yfir verstu mögulegu niðurstöðu á fundi velferðarnefndar Ásmundur Friðriksson, 2. varaformaður velferðarnefndar, segir fundinn hafa verið upplýsandi. 3. júlí 2018 16:25 Geta ekki unnið vinnuna sína án ljósmæðra Fæðinga- og kvensjúkdómalæknar á Landspítalanum hafa miklar áhyggjur af ljósmæðradeilunni. 3. júlí 2018 11:41 Ljósmóðir gagnrýnir útreikninga fjármálaráðuneytisins: „Þetta eru brellur til að gera lítið úr okkar málflutningi“ Ella Björg Rögnvaldsdóttir, ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur, segir yfirlýsingu fjármálaráðuneytisins um kjaramál ljósmæðra gera lítið úr málflutningi þeirra. Hún segir tölur ráðuneytisins enn fremur ekki lýsandi fyrir raunveruleg laun ljósmæðra. 3. júlí 2018 17:15 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Fleiri fréttir „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að ljósmæður þurfi að skýra betur hvað þær eigi við þegar þær tali um það opinberlega að þær séu að fara fram á einhvers konar leiðréttingu á launum. Hann segir það áratugalanga sögu að enginn hópur sættir sig við að vera skilinn eftir í samanburði við aðra þegar kemur að launakjörum en að gögn fjármálaráðuneytisins sýni að ljósmæður hafi ekki setið eftir gagnvart samanburðarhópum. „Þess vegna finnst mér að það þurfi að skýra það betur af hálfu ljósmæðra hvað þær eiga við þegar þær opinberlega tala um það að þær séu að fara fram á einhvers konar leiðréttingu. En það er svo sannarlega sjálfsagt að skoða gögn, ef einhver slík gögn koma fram en gögnin sem við höfum undir höndum og byggja á launabókhaldi ríkisins hafa verið gerð opinber. Ef því er haldið fram að einstakir hópar hafi setið eftir gagnvart öðrum þá er sjálfsagt að ræða það en við sjáum það ekki í tölunum sem við erum með í höndunum að það eigi við um ljósmæður,“ segir Bjarni í samtali við fréttastofu. Fjallað var um tölurnar frá ráðuneytinu sem hann vísar í á Vísi fyrr í dag.Katrín Sif Sigurgeirsdóttir er formaður samninganefndar ljósmæðra. Hún sakaði fjármálaráðherra í fréttum Stöðvar 2 í gær um hroka og ábyrgðarleysi en ráðherrann vísar slíku á bug.„Enginn hroki og ekkert óhefðbundið í þessu ferli á nokkurn hátt“ Í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi sakaði Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, Bjarna um ábyrgðarleysi og hroka í kjaradeilunni. Sagði hún ráðherrann ekki hafa svarað beiðni samninganefndar ljósmæðra um fund. Spurður út í þetta segir Bjarni að samningar eins og þessir eigi sér stað við samninganefnd ríkisins. „Og það er langbest að kjaraviðræður fari þar fram. Ljósmæður hafa átt fund með forsætisráðherra og það er enginn hroki og ekkert óhefðbundið í þessu ferli á nokkurn hátt.“En hvert er mat ráðherrans á þeim kröfum sem ljósmæður hafa verið að setja fram? „Þetta ferli hefur gengið þannig fyrir sig að það var stutt í samninga á sínum tíma þegar ljósmæður ruddu samninganefnd sína og við tók ný samninganefnd, sú sem nú situr. Sú samninganefnd gerði samning við ríkið fyrir nokkru síðan en studdi síðan ekki þann samning þegar hann fór til atkvæða hjá ljósmæðrum. Það er orðin mjög flókin staða og sá samningur var síðan í kjölfarið felldur með nokkuð afgerandi hætti. Nú stöndum við frammi fyrir þeirri stöðu að þurfa að halda áfram að semja og það er ekkert launungamál að það hefur borið nokkuð í milli en ég er sannfærður um að það er hægt að ná niðurstöðu eins og við höfum áður gert við þessa sömu samninganefnd.“Frá síðasta samningafundi í deilunni síðastliðinn fimmtudag.Fréttablaðið/ernirGerir ekki athugasemdir við það að ljósmæður geri kröfur sínar opinberar Bjarni gerir ekki athugasemdir við að þær geri kröfur sínar opinberar. „En það hefur svo margt verið sagt um það sem gerist við samningaborðið sem ekki stenst skoðun að mér finnst í raun og veru að hafi staðið til að halda einhvern trúnað um það sem þar gerðist þá hafi hann fyrir einhverju verið rofinn. Það er til dæmis alrangt að samninganefndin hafi ekki fullt og óskorað umboð. Það er alrangt,“ segir Bjarni. Þá segir hann það líka rangt að samninganefnd ríkisins sé ekki tilbúin til viðræðna um útfærslur sem snúi til dæmis að því að jafna launamun á milli vinnustaða. „Það er meira en sjálfsagt að skoða slíka hluti og við höfum marg boðist til þess. Allt þetta er til umræðu við samningaborðið og það er einhver mikill misskilningur ef menn halda að það sé vænlegt til árangurs gagnvart samninganefnd ríkisins sem hefur þetta einfalda, skýra umboð að fara að úthúða fjármálaráðherranum. Ég held að það muni ekki auka neitt árangurinn við samningaborðið en ef menn vilja taka út reiði sína á mér þá er allt í lagi að menn geri það.“Bjarni segist deila áhyggjum með öðrum af stöðunni sem upp er komin í kjaradeilunni. Vísir/VilhelmDeilir áhyggjum af þeirri stöðu sem upp er komin Bjarni segist deila miklum áhyggjum af þeirri stöðu sem upp er komin en samninganefnd ríkisins sé áfram reiðubúin til samninga sem eru á þeim nótum sem geta gengið upp gagnvart öðrum hópum. „Í sjálfu sér er ekkert ósvipuð staða að koma upp hjá ljósmæðrum núna og við höfum áður séð á undanförnum árum. Það er ekkert langt síðan það stóð til að loka skurðstofum þegar læknar áttu í hlut. Það er heldur ekki langt síðan hjúkrunarfræðingar tilkynntu um að þeir myndu fara í hópuppsagnir og flytja af landi brott. Það er ekki langt síðan og nú er þessi staða að koma upp varðandi fæðingar og sængurlegu. Ég segi bara heilt yfir að það er bara orðið grafalvarlegt mál hvernig kjaraviðræður opinberra starfsmanna ganga fram. Ríkissáttasemjari er settur í afar þrönga stöðu og svo langt ber í milli að það kemur ekki fram sáttatillaga frá ríkissáttasemjara, það er allt þetta sem ég hef verið að vísa til á undanförnum árum þegar ég hef verið að tala um að aðferð okkar Íslendinga við að leiða fram niðurstöðu í kjaraviðræðum er meingölluð og vinnumarkaðsmódelið er margbrotið,“ segir Bjarni og bætir við að hann vonist til að deilan leysist svo fólk geti dregið úr áhyggjum sínum og ljósmæður fengið endurnýjaðan samning. „Það er það sem við öll helst viljum.“
Kjaramál Tengdar fréttir Farið yfir verstu mögulegu niðurstöðu á fundi velferðarnefndar Ásmundur Friðriksson, 2. varaformaður velferðarnefndar, segir fundinn hafa verið upplýsandi. 3. júlí 2018 16:25 Geta ekki unnið vinnuna sína án ljósmæðra Fæðinga- og kvensjúkdómalæknar á Landspítalanum hafa miklar áhyggjur af ljósmæðradeilunni. 3. júlí 2018 11:41 Ljósmóðir gagnrýnir útreikninga fjármálaráðuneytisins: „Þetta eru brellur til að gera lítið úr okkar málflutningi“ Ella Björg Rögnvaldsdóttir, ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur, segir yfirlýsingu fjármálaráðuneytisins um kjaramál ljósmæðra gera lítið úr málflutningi þeirra. Hún segir tölur ráðuneytisins enn fremur ekki lýsandi fyrir raunveruleg laun ljósmæðra. 3. júlí 2018 17:15 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Fleiri fréttir „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Sjá meira
Farið yfir verstu mögulegu niðurstöðu á fundi velferðarnefndar Ásmundur Friðriksson, 2. varaformaður velferðarnefndar, segir fundinn hafa verið upplýsandi. 3. júlí 2018 16:25
Geta ekki unnið vinnuna sína án ljósmæðra Fæðinga- og kvensjúkdómalæknar á Landspítalanum hafa miklar áhyggjur af ljósmæðradeilunni. 3. júlí 2018 11:41
Ljósmóðir gagnrýnir útreikninga fjármálaráðuneytisins: „Þetta eru brellur til að gera lítið úr okkar málflutningi“ Ella Björg Rögnvaldsdóttir, ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur, segir yfirlýsingu fjármálaráðuneytisins um kjaramál ljósmæðra gera lítið úr málflutningi þeirra. Hún segir tölur ráðuneytisins enn fremur ekki lýsandi fyrir raunveruleg laun ljósmæðra. 3. júlí 2018 17:15