Ljósmóðir gagnrýnir útreikninga fjármálaráðuneytisins: „Þetta eru brellur til að gera lítið úr okkar málflutningi“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. júlí 2018 17:15 Ella birti skjáskot af síðasta launaseðli sínum á Facebook í kjölfar útgáfu yfirlýsingar ráðuneytisins. Mynd/Samsett Ella Björg Rögnvaldsdóttir, ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur, segir yfirlýsingu fjármálaráðuneytisins um kjaramál ljósmæðra gera lítið úr málflutningi þeirra. Hún segir tölur ráðuneytisins enn fremur ekki lýsandi fyrir raunveruleg laun ljósmæðra. Í yfirlýsingu fjármálaráðuneytisins sem birt var í dag var vakin sérstök athygli á því að árið 2008 fengu ljósmæður 16% hækkun umfram önnur BHM-félög. Frá þeim tíma hafi ljósmæður fengið sömu hækkanir og aðrir félagsmenn. Þá hafi meðaldagvinnulaun ljósmæðra miðað við fullt starf verið 573 þúsund krónur árið 2017 og meðalheildarlaun miðað við fullt starf sama ár hafi verið 848 þúsund konur.„Brellur“ til að draga úr trúverðugleika Ella Björg, sem er ein þeirra sem sagði upp störfum sem ljósmóðir á Landspítalanum um mánaðamótin, gefur lítið fyrir þessa útreikninga fjármálaráðuneytisins. „Þetta eru brellur til að gera lítið úr okkar málflutningi og til að gera okkur ótrúverðugar. Ég get ekki séð neinn annan tilgang með þessu,“ segir Ella í samtali við Vísi en hún birti skjáskot af síðasta launaseðli sínum á Facebook í kjölfar útgáfu yfirlýsingar ráðuneytisins. Launaseðil Ellu má sjá hér að neðan.Ómögulegt að vinna fullt starf Ella segir launaseðil sinn, sem gerir ráð fyrir rétt um 461 þúsund krónum í mánaðarlaun fyrir fullt starf, gefa mun raunsærri mynd af kjörum ljósmæðra en er að finna í útreikningum fjármálaráðuneytisins. Það heyri til undantekninga að ljósmæður vinni fullt starf. „Vegna þess að við búum við hvíldartímaákvæði. Við getum ekki unnið meira en 80 prósent vinnu án þess að brjóta hvíldartímaákvæðið,“ segir Ella. „Burtséð frá því eru 848 þúsund krónur í heildarlaun, fyrir að vinna nætur-, kvöld-, helgar- og stórhátíðir, ekki einu sinni há laun.“ Ella hefur sjálf deilt fleiri skjáskotum af launaseðlum ljósmæðra sem allar segja svipaða sögu. Aðrar ljósmæður hafa einnig birt skjáskot af eigin launaseðlum en einhverjar færslnanna má sjá hér að neðan.Fréttin hefur verið uppfærð. Kjaramál Tengdar fréttir Segir fjármálaráðuneytið nota ljósmæðradeiluna til að hnykla vöðvana Fæðingarlæknir á Landspítalanum segir að ástandið stefni öryggi verðandi mæðra og nýbura í hættu. 3. júlí 2018 12:46 Fjármálaráðuneytið vekur athygli á umframlaunahækkun ljósmæðra Tilefnið er fjölmiðlaumfjöllun undanfarna daga um kjör ljósmæðra, að því er segir í yfirlýsingu fjármálaráðuneytisins sem birt var í dag. 3. júlí 2018 14:48 Farið yfir verstu mögulegu niðurstöðu á fundi velferðarnefndar Ásmundur Friðriksson, 2. varaformaður velferðarnefndar, segir fundinn hafa verið upplýsandi. 3. júlí 2018 16:25 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Ella Björg Rögnvaldsdóttir, ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur, segir yfirlýsingu fjármálaráðuneytisins um kjaramál ljósmæðra gera lítið úr málflutningi þeirra. Hún segir tölur ráðuneytisins enn fremur ekki lýsandi fyrir raunveruleg laun ljósmæðra. Í yfirlýsingu fjármálaráðuneytisins sem birt var í dag var vakin sérstök athygli á því að árið 2008 fengu ljósmæður 16% hækkun umfram önnur BHM-félög. Frá þeim tíma hafi ljósmæður fengið sömu hækkanir og aðrir félagsmenn. Þá hafi meðaldagvinnulaun ljósmæðra miðað við fullt starf verið 573 þúsund krónur árið 2017 og meðalheildarlaun miðað við fullt starf sama ár hafi verið 848 þúsund konur.„Brellur“ til að draga úr trúverðugleika Ella Björg, sem er ein þeirra sem sagði upp störfum sem ljósmóðir á Landspítalanum um mánaðamótin, gefur lítið fyrir þessa útreikninga fjármálaráðuneytisins. „Þetta eru brellur til að gera lítið úr okkar málflutningi og til að gera okkur ótrúverðugar. Ég get ekki séð neinn annan tilgang með þessu,“ segir Ella í samtali við Vísi en hún birti skjáskot af síðasta launaseðli sínum á Facebook í kjölfar útgáfu yfirlýsingar ráðuneytisins. Launaseðil Ellu má sjá hér að neðan.Ómögulegt að vinna fullt starf Ella segir launaseðil sinn, sem gerir ráð fyrir rétt um 461 þúsund krónum í mánaðarlaun fyrir fullt starf, gefa mun raunsærri mynd af kjörum ljósmæðra en er að finna í útreikningum fjármálaráðuneytisins. Það heyri til undantekninga að ljósmæður vinni fullt starf. „Vegna þess að við búum við hvíldartímaákvæði. Við getum ekki unnið meira en 80 prósent vinnu án þess að brjóta hvíldartímaákvæðið,“ segir Ella. „Burtséð frá því eru 848 þúsund krónur í heildarlaun, fyrir að vinna nætur-, kvöld-, helgar- og stórhátíðir, ekki einu sinni há laun.“ Ella hefur sjálf deilt fleiri skjáskotum af launaseðlum ljósmæðra sem allar segja svipaða sögu. Aðrar ljósmæður hafa einnig birt skjáskot af eigin launaseðlum en einhverjar færslnanna má sjá hér að neðan.Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaramál Tengdar fréttir Segir fjármálaráðuneytið nota ljósmæðradeiluna til að hnykla vöðvana Fæðingarlæknir á Landspítalanum segir að ástandið stefni öryggi verðandi mæðra og nýbura í hættu. 3. júlí 2018 12:46 Fjármálaráðuneytið vekur athygli á umframlaunahækkun ljósmæðra Tilefnið er fjölmiðlaumfjöllun undanfarna daga um kjör ljósmæðra, að því er segir í yfirlýsingu fjármálaráðuneytisins sem birt var í dag. 3. júlí 2018 14:48 Farið yfir verstu mögulegu niðurstöðu á fundi velferðarnefndar Ásmundur Friðriksson, 2. varaformaður velferðarnefndar, segir fundinn hafa verið upplýsandi. 3. júlí 2018 16:25 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Segir fjármálaráðuneytið nota ljósmæðradeiluna til að hnykla vöðvana Fæðingarlæknir á Landspítalanum segir að ástandið stefni öryggi verðandi mæðra og nýbura í hættu. 3. júlí 2018 12:46
Fjármálaráðuneytið vekur athygli á umframlaunahækkun ljósmæðra Tilefnið er fjölmiðlaumfjöllun undanfarna daga um kjör ljósmæðra, að því er segir í yfirlýsingu fjármálaráðuneytisins sem birt var í dag. 3. júlí 2018 14:48
Farið yfir verstu mögulegu niðurstöðu á fundi velferðarnefndar Ásmundur Friðriksson, 2. varaformaður velferðarnefndar, segir fundinn hafa verið upplýsandi. 3. júlí 2018 16:25