Katrín hefur ekki fengið bréf frá Trump vegna varnarmála Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. júlí 2018 11:30 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Mynd/Samsett Forsætisráðuneytinu hefur ekki borist bréf frá Donald Trump Bandaríkjaforseta varðandi aukningu útgjalda til varnarmála. Þetta kemur fram í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Vísis sem send var fyrir helgi. Þá hefur utanríkisráðuneytinu, sem fer með varnarmál landsins, heldur ekki borist sambærilegt bréf frá Bandaríkjaforseta.Gremja innan Bandaríkastjórnar Donald Trump Bandaríkjaforseti sendi leiðtogum nokkurra aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins, NATO, bréf í júní þar sem hann hvatti ríkin til aukinna útgjalda til varnarmála. Þá þykja bréfin nokkuð harðorð en í þeim gagnrýnir forsetinn bandamenn sína í NATO fyrir að verja ekki meira fé til varnarmála en raun ber vitni auk þess sem hann lýsir yfir gremju innan ríkisstjórnar sinnar vegna málsins. Á meðal þeirra sem hafa fengið bréf frá Bandaríkjaforseta eru Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, Charles Michel, forsætisráðherra Belgíu, og Angela Merkel, kanslari Þýskaland. Í frétt bandaríska dagblaðsins New York Times segir að bréfið til hinnar síðastnefndu sé sérstaklega hvassyrt en talið er að ríkisstjórn Trumps íhugi nú að kalla herlið á vegum Bandaríkjanna heim frá Þýskalandi.Sjá einnig: Hvetja forsætisráðherra til að gagnrýna á leiðtogafundi NATO Trump sendir bréfin í aðdraganda leiðtogafundar Atlantshafsbandalagsins sem haldinn verður í Brussel 11.og 12. júlí næstkomandi. Á leiðtogafundi bandalagsins í maí í fyrra var samþykkt að auka útgjöld aðildarríkja til varnarmála, að háværum kröfum stjórnvalda í Washington sem þá voru nýtekin við stjórnartaumunum. Ljóst er að Bandaríkin hafa ekki horfið frá þeirri stefnu.Frá leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í maí 2017. Á mynd sést Bjarni Benediktsson, þáverandi forsætisráðherra Íslands, ásamt öðrum leiðtogum, þ.á m. Donald Trump Bandaríkjaforseta, Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, og Theresu May, forsætisráðherra Bretlands.Vísir/EPAÍsland njóti sérstöðu innan NATO Um afstöðu íslenskra stjórnvalda til aukinna framlaga til varnarmála vísar ráðuneytið í þjóðaröryggisstefnu Íslands sem samþykkt var á Alþingi árið 2016. Þá hafi áhersla verið lögð á jafnari skiptingu innan Atlantshafsbandalagsins í tengslum við framlög til varnarmála um nokkurt skeið en framlög Íslands í málaflokknum hafa farið heldur vaxandi á undanförnum árum. „Í því samhengi er hins vegar mikilvægt að halda því til haga að Ísland starfrækir ekki her og taka framlög Íslands ávallt mið af því í umfangi og eðli. Ísland er herlaus þjóð og nýtur ákveðinnar sérstöðu sem aðildarríki Atlantshafsbandalagsins í því tilliti,“ segir jafnframt í svari forsætisráðuneytisins. Þessi sérstaða Íslands sé vel þekkt og viðurkennd frá stofnun Atlantshafsbandalagsins. Grundvallarforsenda þjóðaröryggisstefnunnar sé auk þess staða Íslands sem fámennrar eyþjóðar sem tryggir öryggi sitt og varnir með virkri samvinnu við önnur ríki og innan alþjóðastofnana. Framlög Íslands til varnarmála taki mið af þessu. Donald Trump NATO Ríkisstjórn Tengdar fréttir Hvetja forsætisráðherra til að gagnrýna á leiðtogafundi NATO Fulltrúar Samfylkingarinnar og Pírata í utanríkismálanefnd hvetja forsætisráðherra til að gagnrýna hvers kyns ómannúðlega meðferð á flóttafólki og þá sér í brotum á réttindum barna á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í byrjun næsta mánaðar. 27. júní 2018 20:00 44% Íslendinga ekki meðvitaðir um veru okkar í hernaðarbandalagi 44% Íslendinga telja ranglega að Ísland sé hlutlaust land í hernaðarmálum en kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru langlíklegastir til að vera meðvitaðir um aðild Íslands að hernaðarbandalagi NATO. 22. júní 2018 08:30 Mest lesið Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Innlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Forsætisráðuneytinu hefur ekki borist bréf frá Donald Trump Bandaríkjaforseta varðandi aukningu útgjalda til varnarmála. Þetta kemur fram í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Vísis sem send var fyrir helgi. Þá hefur utanríkisráðuneytinu, sem fer með varnarmál landsins, heldur ekki borist sambærilegt bréf frá Bandaríkjaforseta.Gremja innan Bandaríkastjórnar Donald Trump Bandaríkjaforseti sendi leiðtogum nokkurra aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins, NATO, bréf í júní þar sem hann hvatti ríkin til aukinna útgjalda til varnarmála. Þá þykja bréfin nokkuð harðorð en í þeim gagnrýnir forsetinn bandamenn sína í NATO fyrir að verja ekki meira fé til varnarmála en raun ber vitni auk þess sem hann lýsir yfir gremju innan ríkisstjórnar sinnar vegna málsins. Á meðal þeirra sem hafa fengið bréf frá Bandaríkjaforseta eru Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, Charles Michel, forsætisráðherra Belgíu, og Angela Merkel, kanslari Þýskaland. Í frétt bandaríska dagblaðsins New York Times segir að bréfið til hinnar síðastnefndu sé sérstaklega hvassyrt en talið er að ríkisstjórn Trumps íhugi nú að kalla herlið á vegum Bandaríkjanna heim frá Þýskalandi.Sjá einnig: Hvetja forsætisráðherra til að gagnrýna á leiðtogafundi NATO Trump sendir bréfin í aðdraganda leiðtogafundar Atlantshafsbandalagsins sem haldinn verður í Brussel 11.og 12. júlí næstkomandi. Á leiðtogafundi bandalagsins í maí í fyrra var samþykkt að auka útgjöld aðildarríkja til varnarmála, að háværum kröfum stjórnvalda í Washington sem þá voru nýtekin við stjórnartaumunum. Ljóst er að Bandaríkin hafa ekki horfið frá þeirri stefnu.Frá leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í maí 2017. Á mynd sést Bjarni Benediktsson, þáverandi forsætisráðherra Íslands, ásamt öðrum leiðtogum, þ.á m. Donald Trump Bandaríkjaforseta, Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, og Theresu May, forsætisráðherra Bretlands.Vísir/EPAÍsland njóti sérstöðu innan NATO Um afstöðu íslenskra stjórnvalda til aukinna framlaga til varnarmála vísar ráðuneytið í þjóðaröryggisstefnu Íslands sem samþykkt var á Alþingi árið 2016. Þá hafi áhersla verið lögð á jafnari skiptingu innan Atlantshafsbandalagsins í tengslum við framlög til varnarmála um nokkurt skeið en framlög Íslands í málaflokknum hafa farið heldur vaxandi á undanförnum árum. „Í því samhengi er hins vegar mikilvægt að halda því til haga að Ísland starfrækir ekki her og taka framlög Íslands ávallt mið af því í umfangi og eðli. Ísland er herlaus þjóð og nýtur ákveðinnar sérstöðu sem aðildarríki Atlantshafsbandalagsins í því tilliti,“ segir jafnframt í svari forsætisráðuneytisins. Þessi sérstaða Íslands sé vel þekkt og viðurkennd frá stofnun Atlantshafsbandalagsins. Grundvallarforsenda þjóðaröryggisstefnunnar sé auk þess staða Íslands sem fámennrar eyþjóðar sem tryggir öryggi sitt og varnir með virkri samvinnu við önnur ríki og innan alþjóðastofnana. Framlög Íslands til varnarmála taki mið af þessu.
Donald Trump NATO Ríkisstjórn Tengdar fréttir Hvetja forsætisráðherra til að gagnrýna á leiðtogafundi NATO Fulltrúar Samfylkingarinnar og Pírata í utanríkismálanefnd hvetja forsætisráðherra til að gagnrýna hvers kyns ómannúðlega meðferð á flóttafólki og þá sér í brotum á réttindum barna á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í byrjun næsta mánaðar. 27. júní 2018 20:00 44% Íslendinga ekki meðvitaðir um veru okkar í hernaðarbandalagi 44% Íslendinga telja ranglega að Ísland sé hlutlaust land í hernaðarmálum en kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru langlíklegastir til að vera meðvitaðir um aðild Íslands að hernaðarbandalagi NATO. 22. júní 2018 08:30 Mest lesið Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Innlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Hvetja forsætisráðherra til að gagnrýna á leiðtogafundi NATO Fulltrúar Samfylkingarinnar og Pírata í utanríkismálanefnd hvetja forsætisráðherra til að gagnrýna hvers kyns ómannúðlega meðferð á flóttafólki og þá sér í brotum á réttindum barna á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í byrjun næsta mánaðar. 27. júní 2018 20:00
44% Íslendinga ekki meðvitaðir um veru okkar í hernaðarbandalagi 44% Íslendinga telja ranglega að Ísland sé hlutlaust land í hernaðarmálum en kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru langlíklegastir til að vera meðvitaðir um aðild Íslands að hernaðarbandalagi NATO. 22. júní 2018 08:30