Í slysaskráningu samgöngustofu kemur fram að mikil aukning hefur verið á framanákeyrslum á vegum landsins það sem af er ári. Í skýrslunni kemur fram að fjöldi slasaðra og látinna erlendra ferðamanna hafi rúmlega tvöfaldast frá því í fyrra og fjölgar um 138% á meðan slysum Íslendinga fjölgar um 49%.

Af þessum 77 slysum sem hafa átt sér stað eru fimmtán þeirra vegna fíkniefnaaksturs að sögn Þórhildar. Þá segir hún engin tilvik verða vegna svefns undir stýri. Fleiri slys verði utan höuðborgarsvæðisins en dreifingin sé mjög mikil um landið.