Akureyrarvöllur heitir nú Greifavöllurinn: „Þetta er orðið hluti af leiknum í dag“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. júlí 2018 15:52 Knattspyrnudeild KA og Greifinn veitingahús gerðu á dögunum með sér samning um að heimavöllur KA í Pepsi-deild karla muni bera nafnið Greifavöllurinn. pjetur Sigurðsson Akureyrarvöllur heitir nú Greifavöllurinn. Knattspyrnudeild KA og Greifinn veitingahús gerðu á dögunum með sér samning um að heimavöllur KA í Pepsi-deild karla muni bera nafnið Greifavöllurinn en veitingastaðurinn stendur ská á móti vellinum. Samningurinn er til tveggja ára, út þetta tímabil og næsta. Völlurinn, sem stendur við Glerárgötu, er í eigu Akureyrarbæjar en KA gerði rekstrarsamning við bæinn og mun sjá um allan rekstur til ársins 2022 og er því frjálst að breyta nafninu. Styrkurinn frá Greifanum rennur til liða innan KA sem spila á vellinum en það er einkum meistaradeild karla.Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, segist vera meðvitaður um að Akureyringum gæti þótt breytingin erfið en bætir við að það sé orðið viðtekin venja að nefna íþróttavelli og hallir í höfuðið á helstu styrktaraðilum. Það sé af sem áður var þegar íþróttafélög hafi „fengið eitthvað fyrir ekkert“. „Við erum að sjá rótgróna velli eins og Hlíðarenda verða að Origo vellinum og KR heimilið verða að DHL höllinni og svo framvegis. Þetta er liður í því að fjármagna okkar rekstur og bærinn er örugglega guðs lifandi feginn ef við getum gert eitthvað svona til að þurfa ekki að banka upp á hjá þeim og biðja um einhverjar krónur og aura,“ segir Sævar sem bætir við að þetta sé „bara orðinn „business“ hvort sem manni líki það betur eða verr“. Hann segir að nafni Greifans sé komið á framfæri á öllum viðburðum sem tengjast vellinum með þessu móti. „Það er ákveðið „value“ sem við höfum og þeir vilja borga fyrir og fá,“ segir Sævar. Sævar segir að KA sé í viðræðum við Akureyrarbæ um að færa keppnisaðstöðuna „upp á brekku“ eins og Akureyringar kalla svæðið. Stjórn KA vonast til þess að nýtt mannvirki verði byggt upp á næstu árum á KA svæðinu. Fari stjórnin þá leið að nefna völl eða KA-heimilið í höfuðið á tilteknum styrktaraðila þá segir Sævar að það verði passað upp á jafna skiptingu fjármagnsins hvað varðar íþróttir, flokka og kyn. „Maður sér alveg eftir gömlu nöfnunum, að fara í heimsókn á Hlíðarenda eða á Akureyrarvöll eða hvernig sem það er en þetta er orðið hluti af leiknum í dag.“ Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Akureyrarvöllur heitir nú Greifavöllurinn. Knattspyrnudeild KA og Greifinn veitingahús gerðu á dögunum með sér samning um að heimavöllur KA í Pepsi-deild karla muni bera nafnið Greifavöllurinn en veitingastaðurinn stendur ská á móti vellinum. Samningurinn er til tveggja ára, út þetta tímabil og næsta. Völlurinn, sem stendur við Glerárgötu, er í eigu Akureyrarbæjar en KA gerði rekstrarsamning við bæinn og mun sjá um allan rekstur til ársins 2022 og er því frjálst að breyta nafninu. Styrkurinn frá Greifanum rennur til liða innan KA sem spila á vellinum en það er einkum meistaradeild karla.Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, segist vera meðvitaður um að Akureyringum gæti þótt breytingin erfið en bætir við að það sé orðið viðtekin venja að nefna íþróttavelli og hallir í höfuðið á helstu styrktaraðilum. Það sé af sem áður var þegar íþróttafélög hafi „fengið eitthvað fyrir ekkert“. „Við erum að sjá rótgróna velli eins og Hlíðarenda verða að Origo vellinum og KR heimilið verða að DHL höllinni og svo framvegis. Þetta er liður í því að fjármagna okkar rekstur og bærinn er örugglega guðs lifandi feginn ef við getum gert eitthvað svona til að þurfa ekki að banka upp á hjá þeim og biðja um einhverjar krónur og aura,“ segir Sævar sem bætir við að þetta sé „bara orðinn „business“ hvort sem manni líki það betur eða verr“. Hann segir að nafni Greifans sé komið á framfæri á öllum viðburðum sem tengjast vellinum með þessu móti. „Það er ákveðið „value“ sem við höfum og þeir vilja borga fyrir og fá,“ segir Sævar. Sævar segir að KA sé í viðræðum við Akureyrarbæ um að færa keppnisaðstöðuna „upp á brekku“ eins og Akureyringar kalla svæðið. Stjórn KA vonast til þess að nýtt mannvirki verði byggt upp á næstu árum á KA svæðinu. Fari stjórnin þá leið að nefna völl eða KA-heimilið í höfuðið á tilteknum styrktaraðila þá segir Sævar að það verði passað upp á jafna skiptingu fjármagnsins hvað varðar íþróttir, flokka og kyn. „Maður sér alveg eftir gömlu nöfnunum, að fara í heimsókn á Hlíðarenda eða á Akureyrarvöll eða hvernig sem það er en þetta er orðið hluti af leiknum í dag.“
Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent