Knattspyrnumaðurinn Rúrik Gíslason er orðinn vinsælasti Íslendingurinn á Instagram en hann fór fram úr aflraunamanninum Hafþóri Júlíusi Björnsson rétt í þessu.
Þegar þessi frétt er skrifuð er Rúrik kominn með 1.309.835 fylgjendur en Hafþór er með 1.309.779 fylgjendur.
Rúrik fékk gríðarlega athygli á Instagram þegar hann kom inn á sem varamaður í leik Íslands og Argentínu þann 16. júní á HM í knattspyrnu sem stendur nú yfir í Rússlandi.
Hann var með 32 þúsund fylgjendur þegar mótið hófst en svo virðist sem útlit hans hafi skilað honum á toppinn af þeim Íslendingum sem skipa efstu sætin á Instagram.
Crossfit-konurnar Katrín Tanja Davíðsdóttir og Sara Sigmundsdóttir eru báðar með yfir milljón fylgjendur og síðan er tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir einnig með yfir eina milljón.
Hér að neðan má sjá topp 5 listann eins og hann er núna:
1. Rúrik Gíslason - 1,3 milljónir
2. Hafþór Júlíus Björnsson - 1,3 milljónir
3. Katrín Tanja Davíðsdóttir - 1,2 milljónir
4. Sara Sigmundsdóttir - 1,1 milljónir
5. Björk Guðmundsdóttir - 1 milljón

