Keðjuverkun skýri „ægilegar tafir“ hjá Primera Air Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. júlí 2018 08:54 Fjölmargir farþegar hafa orðið strandaglópar eftir seinkanir á ferðum Primera Air um helgina. Vísir „Það voru ægilegar tafir alla helgina,“ segir Andri Már Ingólfsson, forstjóri Primera Air. Hann segir að flugfélagið harmi þau óþægindi sem farþegar félagsins hafa lent í um helgina. Vísir greindi frá því í gærkvöldi að fjölmargir farþegar hafi varið nóttinni á flugvellinum í Alicante vegna seinkunar á vél Primera Air. Vélin átti upphaflega að fara í loftið klukkan 1:05 aðfaranótt sunnudags en fór ekki á loft fyrr en á níunda tímanum í morgun. Einnig hafa verið sagðar fréttir af því að farþegar sama flugfélags hafi setið fastir á flugvellinum á Mallorca um helgina. Að sama skapi var mikil seinkun á flugi flugfélagsins frá Tenerife til Keflavíkur í gær.Sjá einnig: Farþegar Primera Air þurfa að dvelja á flugvellinum í Alicante í alla nótt: „Ógurlega döpur vinnubrögð“Í tilkynningu frá Primera Air segir að bilun í einni vél flugfélagsins „leiddi til keðjuverkandi áhrifa um helgina“ sem vonast er til að leysist í dag. Bilunin hafi komið upp í vél Primera Air í Búlgaríu sem ekki hafi tekist að gera við í tæka tíð. „Til að auka enn á vandræðin voru verulegar tafir, sem standa ennþá yfir, hjá flugumferðarstjórn almennt í Suður-Evrópu um helgina vegna anna og mikils umferðarþunga frá mörgum áfangastöðum s.s. Palma og Alicante,“ segir í tilkynningunni. Flugfélagið segir jafnframt að fyrrnefnd bilun hafi leitt til þess að seinkun varð á flugi til og frá Keflavík til bæði Palma og Alicante. Seinkunin gerði það að verkum að áhafnir gátu ekki haldið áfram vinnu vegna þess að lögskipuðum vaktatíma var lokið. Þar að auki segir flugfélagið að „mikið álag á flugumferðarstjórn véla til og frá Spáni“ hafi enn fremur aukið tafirnar. Búist er því við að flugvél Primera Air frá Alicante lendi um kl. 13:00 í dag og flug til Malaga verði lent kl. 18:00 í dag. Primera gerir ráð fyrir að áætlun verði komin í samt lag á morgun, þriðjudag 3. júlí. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Farþegar Primera Air þurfa að dvelja á flugvellinum í Alicante í alla nótt: „Ógurlega döpur vinnubrögð“ Mikil seinkun er á vél Primera Air frá Alicante til Keflavíkur og sjá nú fjölmargir Íslendingar fram á að dvelja í flugstöðinni í alla nótt. 1. júlí 2018 23:10 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Lögreglan lýsir eftir Kaspar Sólveigarsyni Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira
„Það voru ægilegar tafir alla helgina,“ segir Andri Már Ingólfsson, forstjóri Primera Air. Hann segir að flugfélagið harmi þau óþægindi sem farþegar félagsins hafa lent í um helgina. Vísir greindi frá því í gærkvöldi að fjölmargir farþegar hafi varið nóttinni á flugvellinum í Alicante vegna seinkunar á vél Primera Air. Vélin átti upphaflega að fara í loftið klukkan 1:05 aðfaranótt sunnudags en fór ekki á loft fyrr en á níunda tímanum í morgun. Einnig hafa verið sagðar fréttir af því að farþegar sama flugfélags hafi setið fastir á flugvellinum á Mallorca um helgina. Að sama skapi var mikil seinkun á flugi flugfélagsins frá Tenerife til Keflavíkur í gær.Sjá einnig: Farþegar Primera Air þurfa að dvelja á flugvellinum í Alicante í alla nótt: „Ógurlega döpur vinnubrögð“Í tilkynningu frá Primera Air segir að bilun í einni vél flugfélagsins „leiddi til keðjuverkandi áhrifa um helgina“ sem vonast er til að leysist í dag. Bilunin hafi komið upp í vél Primera Air í Búlgaríu sem ekki hafi tekist að gera við í tæka tíð. „Til að auka enn á vandræðin voru verulegar tafir, sem standa ennþá yfir, hjá flugumferðarstjórn almennt í Suður-Evrópu um helgina vegna anna og mikils umferðarþunga frá mörgum áfangastöðum s.s. Palma og Alicante,“ segir í tilkynningunni. Flugfélagið segir jafnframt að fyrrnefnd bilun hafi leitt til þess að seinkun varð á flugi til og frá Keflavík til bæði Palma og Alicante. Seinkunin gerði það að verkum að áhafnir gátu ekki haldið áfram vinnu vegna þess að lögskipuðum vaktatíma var lokið. Þar að auki segir flugfélagið að „mikið álag á flugumferðarstjórn véla til og frá Spáni“ hafi enn fremur aukið tafirnar. Búist er því við að flugvél Primera Air frá Alicante lendi um kl. 13:00 í dag og flug til Malaga verði lent kl. 18:00 í dag. Primera gerir ráð fyrir að áætlun verði komin í samt lag á morgun, þriðjudag 3. júlí.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Farþegar Primera Air þurfa að dvelja á flugvellinum í Alicante í alla nótt: „Ógurlega döpur vinnubrögð“ Mikil seinkun er á vél Primera Air frá Alicante til Keflavíkur og sjá nú fjölmargir Íslendingar fram á að dvelja í flugstöðinni í alla nótt. 1. júlí 2018 23:10 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Lögreglan lýsir eftir Kaspar Sólveigarsyni Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira
Farþegar Primera Air þurfa að dvelja á flugvellinum í Alicante í alla nótt: „Ógurlega döpur vinnubrögð“ Mikil seinkun er á vél Primera Air frá Alicante til Keflavíkur og sjá nú fjölmargir Íslendingar fram á að dvelja í flugstöðinni í alla nótt. 1. júlí 2018 23:10