Vefsíðan Axios greindi frá því að hún hefði undir höndum uppkast að nýju löggjöfinni, sem fengið hefði nafnið Fair and Reciprocal Tariff Act, sem í lauslegri og lélegri þýðingu blaðamanns væri Frjálsari, Réttlátari og Endurgjaldandi Tollalöggjöfin. Nafnið sjálft telst harla hefðbundið vestanhafs - en skammstöfun löggjafarinnar er þó sögð einstaklega óheppileg: FART, eða FRET á íslensku.
Löggjöfin, sem sögð er fela í sér fyrrnefnda úrsögn ásamt heimild fyrir forsetann til að setja og afnema tolla eftir eigin höfði - án þess að bera þá undir þingið - myndi gjörbreyta stöðu Bandaríkjanna innan alþjóðaviðskiptanna.
Hinn skammlífi talsmaður Hvíta hússins, Anthony Scaramucci, segir þannig að innleiðing löggjafarinnar myndi bitna á bandarískum neytendum. Hann hvetur fyrrverandi vinnuveitendur sína til að hverfa frá vegferð sinni í efnahagsmálum - sem einkennist af einangrunarhyggju og tollahækkunum. Hann, rétt eins og hundruð annarra netverja, getur heldur ekki hamið sig við að grínast með nafngift löggjafarinnar. Hann segir einfaldlega að það sé „ólykt“ af henni.
WTO has its flaws, but the “United States Fair and Reciprocal Tariff Act," aka the U.S. FART Act, stinks. American consumers pay for tariffs. Time to switch tactics. https://t.co/OfyOFA1neU
— Anthony Scaramucci (@Scaramucci) July 2, 2018
Að sama skapi er ekki vitað hvort, ef frumvarpið er raunverulegt, að skammstöfunin sé tilviljun eða útpæld. Þetta mun líklega ráðast á næstu dögum.
Þangað til geta netverjar nýtt tækifærið og búið til margvíslega og misgóða prumpubrandara.
As an editor who writes some headlines at the NY Post can I just say I'm really psyched about the FART Act
— Seth Mandel (@SethAMandel) July 2, 2018
i'm trying to pass a fart act over here too if you know what i'm saying https://t.co/BPjtMjpvZx
— LB classic [balmy]: (@LydiaBurrell) July 2, 2018
excited for the fart act gamble to go wrong and leave skid marks in congress
— Kilgore Trout (@KT_So_It_Goes) July 2, 2018
The POTUS would like, for a start,
— Limericking (@Limericking) July 2, 2018
More power to rip trade apart,
Reported the press
Upon its success
In catching a draft of his FART.
BREAKING: Wind. #FartAct
— The Gaf (@thegaf) July 2, 2018