Fyrrverandi borgarstjóri kjörinn forseti Mexíkó Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. júlí 2018 05:07 Obrador veifar hér til kátra stuðningsmanna sinna í nótt. Vísir/afp Útgönguspár í Mexíkó gefa til kynna að vinstrimaðurinn Andrés Manuel López Obrador hafi unnið yfirburðasigur í forsetakosningum, sem fram fóru í landinu í gær. Kannanir höfðu gefið til kynna að Obrador, sem eitt sinn var borgarstjóri Mexíkóborgar, hafi hlotið rúmlega helming atkvæða. Helstu keppninautar hans í kjörinu hafa lýst yfir ósigri og sent Obrador hamingjuóskir. Þeirra á meðal er leiðtogi Byltingarflokksins, en flokkurinn hefur nær alfarið haldið um stjórnartaumana í Mexíkó síðastliðna öld. Þá sendi Donald Trump Bandaríkjaforseti Obrador heillaóskir á Twitter í gærkvöld. Hann segist hlakka til að vinna með sigurvegaranum enda sé mikið verk að vinna í samskiptum ríkjanna.Congratulations to Andres Manuel Lopez Obrador on becoming the next President of Mexico. I look very much forward to working with him. There is much to be done that will benefit both the United States and Mexico!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 2, 2018 Obrador, sem yfirleitt er kallaður Amlo, varð annar í forsetakosningunum 2006 og 2012. Í skoðanakönnunum síðustu dagana fyrir kosningarnar í gær hafði hann hins vegar nokkuð öruggt forskot. Stjórnarskrá landsins heimilar forsetum aðeins að sitja eitt, sex ára langt kjörtímabil og var því sitjandi forseti, Enrique Piena Nieto, ekki í framboði. Það var ekki aðeins kosið um forsetastólinn heldur fóru kosningar til efri og neðri deildar þingsins fram samtímis sem og kosningar til borgar- og sveitarstjórna. 88 milljón manns voru á kjörskrá og um 18 þúsund sæti í boði. Frá því að kosningabaráttan hófst í september hafa 130 frambjóðendur og starfsmenn framboða verið myrtir. Spilling í landinu er mikil og svifust margir einskis í baráttunni til að tryggja að sinn frambjóðandi stæði uppi sem sigurvegari. Mexíkó Tengdar fréttir Kjördagur í Mexíkó eftir blóðuga kosningabaráttu Kosningar fara nú fram í Mexíkó þar sem nýr forseti verður kjörinn. Sitjandi forseti, Enrique Peña Nieto, lætur af embætti eftir kosningar en hann hefur setið í embætti í sex ár. 1. júlí 2018 13:28 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira
Útgönguspár í Mexíkó gefa til kynna að vinstrimaðurinn Andrés Manuel López Obrador hafi unnið yfirburðasigur í forsetakosningum, sem fram fóru í landinu í gær. Kannanir höfðu gefið til kynna að Obrador, sem eitt sinn var borgarstjóri Mexíkóborgar, hafi hlotið rúmlega helming atkvæða. Helstu keppninautar hans í kjörinu hafa lýst yfir ósigri og sent Obrador hamingjuóskir. Þeirra á meðal er leiðtogi Byltingarflokksins, en flokkurinn hefur nær alfarið haldið um stjórnartaumana í Mexíkó síðastliðna öld. Þá sendi Donald Trump Bandaríkjaforseti Obrador heillaóskir á Twitter í gærkvöld. Hann segist hlakka til að vinna með sigurvegaranum enda sé mikið verk að vinna í samskiptum ríkjanna.Congratulations to Andres Manuel Lopez Obrador on becoming the next President of Mexico. I look very much forward to working with him. There is much to be done that will benefit both the United States and Mexico!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 2, 2018 Obrador, sem yfirleitt er kallaður Amlo, varð annar í forsetakosningunum 2006 og 2012. Í skoðanakönnunum síðustu dagana fyrir kosningarnar í gær hafði hann hins vegar nokkuð öruggt forskot. Stjórnarskrá landsins heimilar forsetum aðeins að sitja eitt, sex ára langt kjörtímabil og var því sitjandi forseti, Enrique Piena Nieto, ekki í framboði. Það var ekki aðeins kosið um forsetastólinn heldur fóru kosningar til efri og neðri deildar þingsins fram samtímis sem og kosningar til borgar- og sveitarstjórna. 88 milljón manns voru á kjörskrá og um 18 þúsund sæti í boði. Frá því að kosningabaráttan hófst í september hafa 130 frambjóðendur og starfsmenn framboða verið myrtir. Spilling í landinu er mikil og svifust margir einskis í baráttunni til að tryggja að sinn frambjóðandi stæði uppi sem sigurvegari.
Mexíkó Tengdar fréttir Kjördagur í Mexíkó eftir blóðuga kosningabaráttu Kosningar fara nú fram í Mexíkó þar sem nýr forseti verður kjörinn. Sitjandi forseti, Enrique Peña Nieto, lætur af embætti eftir kosningar en hann hefur setið í embætti í sex ár. 1. júlí 2018 13:28 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira
Kjördagur í Mexíkó eftir blóðuga kosningabaráttu Kosningar fara nú fram í Mexíkó þar sem nýr forseti verður kjörinn. Sitjandi forseti, Enrique Peña Nieto, lætur af embætti eftir kosningar en hann hefur setið í embætti í sex ár. 1. júlí 2018 13:28