Trump býður Pútín til Washington í haust Samúel Karl Ólason skrifar 19. júlí 2018 21:00 Donald Trump og Vladimir Putin í Helsinki. Vísir/AP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur skipað John Bolton, þjóðaröryggisráðjafa sínum, að bjóða Vladimir Pútín, forseta Rússlands, til Washington í haust. Forsetarnir ræddu áframhaldandi viðræður á fundi þeirra í Helsinki í byrjun vikunnar og er heimboðið liður í því. Sarah Sanders, talskona Trump, tilkynnti þetta á Twitter nú í kvöld, þrátt fyrir að Trump hafi verið harðlega gagnrýndur fyrir fund þeirra í Helsinki. Fyrr í dag skrifaði Trump á Twitter að fundur þeirra í Helsinki hefði heppnast einstaklega vel og hann hlakkaði til þess að hitta Pútín á nýjan leik. Þá gætu þeir haldið áfram viðræðum sínum og nefndi hann dæmi um að þeir hefðu meðal annars rætt málefni Ísrael, hryðjuverk, fækkun kjarnorkuvopna, tölvuárásir, milliríkjaviðskipti, Úkraínu, frið í Mið-Austurlöndum og Norður-Kóreu.The Summit with Russia was a great success, except with the real enemy of the people, the Fake News Media. I look forward to our second meeting so that we can start implementing some of the many things discussed, including stopping terrorism, security for Israel, nuclear........ — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 19, 2018....proliferation, cyber attacks, trade, Ukraine, Middle East peace, North Korea and more. There are many answers, some easy and some hard, to these problems...but they can ALL be solved! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 19, 2018 Samþykki Pútín boðið yrði það í fyrsta sinn sem hann færi til Bandaríkjanna í mörg ár. Hann heimsótti síðast Hvíta húsið í byrjun síðasta áratugar þegar George W. Bush var forseti. Dan Coats, yfirmaður leyniþjónusta Bandaríkjanna, komst að því að Pútín væri boðið til Washington þar sem hann var staddur á sviði á öryggisráðstefnu í Aspen. Hans fyrstu viðbrögð voru: „Segðu þetta aftur“. Því næst sagði hann: „Okei....Það verður sérstakt.“ Coats hafði áður verið að ræða afskipti Rússa af forsetakosningunum 2016 og áframhaldandi tölvuárásir þeirra á Bandaríkin. Hann sagði meðal annars að ekkert annað ríki kæmi nærri því að beita jafn mörgum árásum gegn Bandaríkjunum og Rússland. Hann sagði sömuleiðis að hann vissi ekki hvað Trump og Pútín hefðu rætt sín á milli í Helsinki þar sem enginn var með þeim í herberginu nema tveir túlkar. Þá bætti hann við að hann hefði ráðlagt Trump að funda ekki einn með Pútín en það væri ekki starf hans.Director of National Intelligence Dan Coats informed on stage at Aspen Security Forum that the Trump administration has invited Vladimir Putin to the White House. "Say that again," he responds. https://t.co/RBdhdILVaspic.twitter.com/TZal1Xb4Yi — ABC News (@ABC) July 19, 2018 Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Fleiri fréttir Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur skipað John Bolton, þjóðaröryggisráðjafa sínum, að bjóða Vladimir Pútín, forseta Rússlands, til Washington í haust. Forsetarnir ræddu áframhaldandi viðræður á fundi þeirra í Helsinki í byrjun vikunnar og er heimboðið liður í því. Sarah Sanders, talskona Trump, tilkynnti þetta á Twitter nú í kvöld, þrátt fyrir að Trump hafi verið harðlega gagnrýndur fyrir fund þeirra í Helsinki. Fyrr í dag skrifaði Trump á Twitter að fundur þeirra í Helsinki hefði heppnast einstaklega vel og hann hlakkaði til þess að hitta Pútín á nýjan leik. Þá gætu þeir haldið áfram viðræðum sínum og nefndi hann dæmi um að þeir hefðu meðal annars rætt málefni Ísrael, hryðjuverk, fækkun kjarnorkuvopna, tölvuárásir, milliríkjaviðskipti, Úkraínu, frið í Mið-Austurlöndum og Norður-Kóreu.The Summit with Russia was a great success, except with the real enemy of the people, the Fake News Media. I look forward to our second meeting so that we can start implementing some of the many things discussed, including stopping terrorism, security for Israel, nuclear........ — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 19, 2018....proliferation, cyber attacks, trade, Ukraine, Middle East peace, North Korea and more. There are many answers, some easy and some hard, to these problems...but they can ALL be solved! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 19, 2018 Samþykki Pútín boðið yrði það í fyrsta sinn sem hann færi til Bandaríkjanna í mörg ár. Hann heimsótti síðast Hvíta húsið í byrjun síðasta áratugar þegar George W. Bush var forseti. Dan Coats, yfirmaður leyniþjónusta Bandaríkjanna, komst að því að Pútín væri boðið til Washington þar sem hann var staddur á sviði á öryggisráðstefnu í Aspen. Hans fyrstu viðbrögð voru: „Segðu þetta aftur“. Því næst sagði hann: „Okei....Það verður sérstakt.“ Coats hafði áður verið að ræða afskipti Rússa af forsetakosningunum 2016 og áframhaldandi tölvuárásir þeirra á Bandaríkin. Hann sagði meðal annars að ekkert annað ríki kæmi nærri því að beita jafn mörgum árásum gegn Bandaríkjunum og Rússland. Hann sagði sömuleiðis að hann vissi ekki hvað Trump og Pútín hefðu rætt sín á milli í Helsinki þar sem enginn var með þeim í herberginu nema tveir túlkar. Þá bætti hann við að hann hefði ráðlagt Trump að funda ekki einn með Pútín en það væri ekki starf hans.Director of National Intelligence Dan Coats informed on stage at Aspen Security Forum that the Trump administration has invited Vladimir Putin to the White House. "Say that again," he responds. https://t.co/RBdhdILVaspic.twitter.com/TZal1Xb4Yi — ABC News (@ABC) July 19, 2018
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Fleiri fréttir Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar Sjá meira