Bandarískir stjórnmálamenn hafi viljað fórna milliríkjasambandinu á altari eigin frama Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. júlí 2018 16:13 Rússlandsforseti kvartar yfir bandarískum stjórnmálamönnum sem hafi reynt að grafa undan sambandi Rússlands og Bandaríkjanna. Vísir/getty Vladimir Pútín, forseti Rússlands, sakar „bandarísk öfl“ um að reyna að grafa undan og gera lítið úr þeim árangri sem hafi náðst á leiðtogafundinum í Helsinki með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna.Fréttastofa Reuters hefur eftir Rússlandsforseta að ýmsir bandarískir stjórnmálamenn hafðu reynt að grafa undan sambandi Rússlands og Bandaríkjanna til að þjóna eigin hagsmunum og til að hljóta framgang innan stjórnmálaflokka. Þetta sagði Pútín í ræðu í höfuðborg Rússlands í dag á fundi með sendiherrum. Hann sagði að leiðtogafundurinn, sem fór fram í Helsinki í Finnlandi, hefði gengið vel og að leiðtogarnir tveir hefðu unnið að því að styrkja tengsl þjóðanna. „Fundurinn gekk, heilt yfir, vel og leiddi til þess að við komumst að ákveðnu samkomulagi. Við munum, að sjálfsögðu, sjá til hvernig þetta þróast,“ sagði Pútín sem fékkst ekki til þess að greina nánar frá þeirri niðurstöðu sem þjóðarleiðtogarnir eiga að hafa sæst á. Hann segir að þrátt fyrir að fundurinn hafi gengið vel sé það ljóst að ákveðin öfl innan Bandaríkjanna gefi ekki mikið fyrir milliríkjasamband Rússlands og Bandaríkjanna. Pútín segir það gefa augaleið að það séu hátt settir einstaklingar í Bandaríkjunum sem veigri sér ekki við að fórna hagsmunum landsins alls á altari eigin frama sem einskorðist við hinn flokkspólitíska vettvang.Vill hlúa að sambandi ríkjanna Pútín segir að þrátt fyrir að leiðtogarnir hefðu stigið fyrstu skrefin í átt til farsælla milliríkjasambands væri enn langt í land og skyldi engan undra, segir Pútin, að leiðtogarnir hefðu ekki getað leyst öll vandamál sem hefðu komið upp á undanförnum árum og áratugum á leiðtogafundi þeirra í Helsinki. Bandaríkin Tengdar fréttir Ein „skammarlegasta framkoma“ forseta Bandaríkjanna í manna minnum Fjölmargir stjórnmálamenn beggja flokka Bandaríkjanna hafa gagnrýnt Trump harðlega og hefur hann jafnvel verið sakaður um landráð. 16. júlí 2018 19:45 Telur samskipti Rússlands og Bandaríkjanna hafa stórbatnað á maraþonfundi forsetanna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að samskipti Rússlands og Bandaríkjanna hafi stórbatnað með fundi hans og Vladimirs Pútíns, forseta Rússlands. 16. júlí 2018 16:30 Furðu lostnir eftir „hrikalegan“ fund Trumps og Pútíns Óhætt er að segja að helstu spjallþáttastjórnendum Bandaríkjanna séu furðu lostnir eftir blaðamannafund Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Vladimir Pútín, forseta Rússlands, í gær. 17. júlí 2018 14:45 Trump segist hafa mismælt sig Forsetinn segist trúa niðurstöðum leyniþjónusta Bandaríkjanna um afskipti Rússlands af forsetakosingunum 2016. 17. júlí 2018 19:06 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Vladimir Pútín, forseti Rússlands, sakar „bandarísk öfl“ um að reyna að grafa undan og gera lítið úr þeim árangri sem hafi náðst á leiðtogafundinum í Helsinki með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna.Fréttastofa Reuters hefur eftir Rússlandsforseta að ýmsir bandarískir stjórnmálamenn hafðu reynt að grafa undan sambandi Rússlands og Bandaríkjanna til að þjóna eigin hagsmunum og til að hljóta framgang innan stjórnmálaflokka. Þetta sagði Pútín í ræðu í höfuðborg Rússlands í dag á fundi með sendiherrum. Hann sagði að leiðtogafundurinn, sem fór fram í Helsinki í Finnlandi, hefði gengið vel og að leiðtogarnir tveir hefðu unnið að því að styrkja tengsl þjóðanna. „Fundurinn gekk, heilt yfir, vel og leiddi til þess að við komumst að ákveðnu samkomulagi. Við munum, að sjálfsögðu, sjá til hvernig þetta þróast,“ sagði Pútín sem fékkst ekki til þess að greina nánar frá þeirri niðurstöðu sem þjóðarleiðtogarnir eiga að hafa sæst á. Hann segir að þrátt fyrir að fundurinn hafi gengið vel sé það ljóst að ákveðin öfl innan Bandaríkjanna gefi ekki mikið fyrir milliríkjasamband Rússlands og Bandaríkjanna. Pútín segir það gefa augaleið að það séu hátt settir einstaklingar í Bandaríkjunum sem veigri sér ekki við að fórna hagsmunum landsins alls á altari eigin frama sem einskorðist við hinn flokkspólitíska vettvang.Vill hlúa að sambandi ríkjanna Pútín segir að þrátt fyrir að leiðtogarnir hefðu stigið fyrstu skrefin í átt til farsælla milliríkjasambands væri enn langt í land og skyldi engan undra, segir Pútin, að leiðtogarnir hefðu ekki getað leyst öll vandamál sem hefðu komið upp á undanförnum árum og áratugum á leiðtogafundi þeirra í Helsinki.
Bandaríkin Tengdar fréttir Ein „skammarlegasta framkoma“ forseta Bandaríkjanna í manna minnum Fjölmargir stjórnmálamenn beggja flokka Bandaríkjanna hafa gagnrýnt Trump harðlega og hefur hann jafnvel verið sakaður um landráð. 16. júlí 2018 19:45 Telur samskipti Rússlands og Bandaríkjanna hafa stórbatnað á maraþonfundi forsetanna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að samskipti Rússlands og Bandaríkjanna hafi stórbatnað með fundi hans og Vladimirs Pútíns, forseta Rússlands. 16. júlí 2018 16:30 Furðu lostnir eftir „hrikalegan“ fund Trumps og Pútíns Óhætt er að segja að helstu spjallþáttastjórnendum Bandaríkjanna séu furðu lostnir eftir blaðamannafund Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Vladimir Pútín, forseta Rússlands, í gær. 17. júlí 2018 14:45 Trump segist hafa mismælt sig Forsetinn segist trúa niðurstöðum leyniþjónusta Bandaríkjanna um afskipti Rússlands af forsetakosingunum 2016. 17. júlí 2018 19:06 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Ein „skammarlegasta framkoma“ forseta Bandaríkjanna í manna minnum Fjölmargir stjórnmálamenn beggja flokka Bandaríkjanna hafa gagnrýnt Trump harðlega og hefur hann jafnvel verið sakaður um landráð. 16. júlí 2018 19:45
Telur samskipti Rússlands og Bandaríkjanna hafa stórbatnað á maraþonfundi forsetanna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að samskipti Rússlands og Bandaríkjanna hafi stórbatnað með fundi hans og Vladimirs Pútíns, forseta Rússlands. 16. júlí 2018 16:30
Furðu lostnir eftir „hrikalegan“ fund Trumps og Pútíns Óhætt er að segja að helstu spjallþáttastjórnendum Bandaríkjanna séu furðu lostnir eftir blaðamannafund Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Vladimir Pútín, forseta Rússlands, í gær. 17. júlí 2018 14:45
Trump segist hafa mismælt sig Forsetinn segist trúa niðurstöðum leyniþjónusta Bandaríkjanna um afskipti Rússlands af forsetakosingunum 2016. 17. júlí 2018 19:06