Fundi lokið í ljósmæðradeilu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. júlí 2018 14:05 Frá fundi samninganefndanna í morgun. vísir/einar árnason Fundi í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins í húsakynnum sáttasemjara er lokið án árangurs. Þetta segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar ljósmæðra, í samtali við Vísi. Enn er stál í stál í deilunni þar sem hvorug samninganefnd lagði fram nýtt tilboð og kjaranefnd ljósmæðra gat ekki fallist á möguleika á miðlunartillögu sáttasemjara né að senda deiluna í gerðardóm. Katrín segir að rætt hafi verið um möguleikann á miðlunartillögu af hálfu sáttasemjara eða að senda deiluna í gerðardóm. „Miðlunartillaga myndi myndi innihalda væri nákvæmlega það sama og var í samningnum sem felldur var í júní, ekkert aukreitis umfram það. Það er ekki eitthvað sem okkar félagskonur myndu samþykkja, þeim samningi hefur verið hafnað. Það þarf að koma inn leiðrétting á launasetningunni og við skrifum ekki undir neitt minna en það og hvað þá einhvern óútfylltan tékka,“ segir Katrín. Spurð út í gerðardóm þá segir hún að kjaranefndin hefði ekki vilja setja samningsumboðið frá sér á meðan þær væru ekki með neina tryggingu fyrir því að það kæmi einhver leiðrétting á launasetningunni í gegnum dóminn. „Ef það hefði komið inn auka upphæð til dæmis frá velferðarráðuneytinu til að leiðrétta þetta breytta inntak á störfum ljósmæðra og koma með leiðréttingu á launasetningu þá væri frábært að fá gerðadóm til að fara dýpra ofan í kjölinn á málinu en gerðardómur er bara óútfylltur tékki og þar með erum við búnar að setja frá okkur samningsumboð og úrskurður gerðardóms eru lokaorð.“ Ekki hefur verið boðað til nýs fundar í deilunni.Fréttin hefur verið uppfærð. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Álagið komið að þolmörkum á Landspítalanum 18. júlí 2018 19:45 Fljúga með þungaðar konur norður vegna neyðarástands Flogið hefur verið með þungaðar konur á Sjúkrahúsið á Akureyri og von er á fleirum þangað. Konur veigra sér við að hafa samband við fæðingardeildir því þær vilja ekki trufla. Deiluaðilar funda í dag. Tvisvar þurfti að óska eftir undanþágu frá yfirvinnubanni ljósmæðra á Landspítalanum í gær. 19. júlí 2018 07:00 Ljósmæður ætla ekki að slá af kröfum sínum á sáttafundi í dag Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélags Íslands, segir að ljósmæður muni ekki slá af þeim kröfum sem þær hafi áður sett fram á samningafundi í kjaradeilu þeirra við ríkið sem hófst klukkan 10:30 í húsakynnum ríkissáttasemjara. 19. júlí 2018 10:32 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Fundi í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins í húsakynnum sáttasemjara er lokið án árangurs. Þetta segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar ljósmæðra, í samtali við Vísi. Enn er stál í stál í deilunni þar sem hvorug samninganefnd lagði fram nýtt tilboð og kjaranefnd ljósmæðra gat ekki fallist á möguleika á miðlunartillögu sáttasemjara né að senda deiluna í gerðardóm. Katrín segir að rætt hafi verið um möguleikann á miðlunartillögu af hálfu sáttasemjara eða að senda deiluna í gerðardóm. „Miðlunartillaga myndi myndi innihalda væri nákvæmlega það sama og var í samningnum sem felldur var í júní, ekkert aukreitis umfram það. Það er ekki eitthvað sem okkar félagskonur myndu samþykkja, þeim samningi hefur verið hafnað. Það þarf að koma inn leiðrétting á launasetningunni og við skrifum ekki undir neitt minna en það og hvað þá einhvern óútfylltan tékka,“ segir Katrín. Spurð út í gerðardóm þá segir hún að kjaranefndin hefði ekki vilja setja samningsumboðið frá sér á meðan þær væru ekki með neina tryggingu fyrir því að það kæmi einhver leiðrétting á launasetningunni í gegnum dóminn. „Ef það hefði komið inn auka upphæð til dæmis frá velferðarráðuneytinu til að leiðrétta þetta breytta inntak á störfum ljósmæðra og koma með leiðréttingu á launasetningu þá væri frábært að fá gerðadóm til að fara dýpra ofan í kjölinn á málinu en gerðardómur er bara óútfylltur tékki og þar með erum við búnar að setja frá okkur samningsumboð og úrskurður gerðardóms eru lokaorð.“ Ekki hefur verið boðað til nýs fundar í deilunni.Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Álagið komið að þolmörkum á Landspítalanum 18. júlí 2018 19:45 Fljúga með þungaðar konur norður vegna neyðarástands Flogið hefur verið með þungaðar konur á Sjúkrahúsið á Akureyri og von er á fleirum þangað. Konur veigra sér við að hafa samband við fæðingardeildir því þær vilja ekki trufla. Deiluaðilar funda í dag. Tvisvar þurfti að óska eftir undanþágu frá yfirvinnubanni ljósmæðra á Landspítalanum í gær. 19. júlí 2018 07:00 Ljósmæður ætla ekki að slá af kröfum sínum á sáttafundi í dag Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélags Íslands, segir að ljósmæður muni ekki slá af þeim kröfum sem þær hafi áður sett fram á samningafundi í kjaradeilu þeirra við ríkið sem hófst klukkan 10:30 í húsakynnum ríkissáttasemjara. 19. júlí 2018 10:32 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Fljúga með þungaðar konur norður vegna neyðarástands Flogið hefur verið með þungaðar konur á Sjúkrahúsið á Akureyri og von er á fleirum þangað. Konur veigra sér við að hafa samband við fæðingardeildir því þær vilja ekki trufla. Deiluaðilar funda í dag. Tvisvar þurfti að óska eftir undanþágu frá yfirvinnubanni ljósmæðra á Landspítalanum í gær. 19. júlí 2018 07:00
Ljósmæður ætla ekki að slá af kröfum sínum á sáttafundi í dag Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélags Íslands, segir að ljósmæður muni ekki slá af þeim kröfum sem þær hafi áður sett fram á samningafundi í kjaradeilu þeirra við ríkið sem hófst klukkan 10:30 í húsakynnum ríkissáttasemjara. 19. júlí 2018 10:32