Skógareldar um alla Svíþjóð Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 19. júlí 2018 08:15 Svíar glíma við umfangsmikla skógarelda um þessar mundir. Þeir hafa kallað eftir aðstoð frá Evrópusambandinu. Tvær ítalskar flugvélar bættust í gær við slökkvistarfið í Svíþjóð þar sem fjölmargir skógareldar hafa geisað að undanförnu. Flugvélarnar verða notaðar þar í landi í rúma viku en Svíar njóta þar að auki aðstoðar frá áhöfnum átta norskra þyrla. Ítölsku vélarnar eru af gerðinni Canadair CL-415s og munu varpa niður sex þúsund lítrum af vatni í hverri ferð. Svíar kölluðu í gær eftir frekari aðstoð frá Evrópusambandinu. „Við höfum beðið um að fleiri þyrlur og flugvélar verði sendar og bíðum nú eftir því að fá svar við því hvort mögulegt sé að fleiri ríki veiti okkur aðstoð,“ sagði Britta Ramberg frá sænsku almannavarnastofnuninni MSB við fréttastofu TT í gær. Orðið var við bóninni og ákváðu Frakkar að senda tvær flugvélar. Fyrirhugað er að þær lendi í Svíþjóð í dag. Greint hefur verið frá því að um eldar geisi nú á 80 stöðum í Svíþjóð, allt frá Stokkhólmi og norður í nyrstu sveitir. Sænska ríkisútvarpið SVT sagði í gær frá því að slökkvistarf væri í gangi á 37 stöðum. Á upplýsingasíðu sænskra almannavarna hafa tilkynningarnar hrannast inn. Í gær var sett inn tilkynning um að eldur hjá æfingasvæði sænska hersins í Trängslet í Älvdalen breiddi hratt úr sér og voru íbúar í næsta nágrenni hvattir til að yfirgefa svæðið. Á þriðjudag voru svo íbúar í Härjedalen í Jämtland og Kårböle, Enskogen og Ljusdal í Gävleborg hvattir til hins sama. Helstu orsakir þessara hamfara eru annars vegar söguleg hitabylgja í Norður-Evrópu og svo miklir þurrkar á sama tíma. Vindar geri slökkvistarf erfitt og geri eldinum auðveldara fyrir að breiðast út. Maímánuður var sá heitasti í skráðri veðurfarssögu Svíþjóðar og þótt júní hafi verið svalari hefur júlí reynst erfiður. Jafnvel norður í Kiruna í Lapplandi fór hitinn í 30 Skógareldar um alla Svíþjóð Skeytingarleysi, hitabylgja og þurrkar valda umfangsmiklum skógareldum sem geisa um nærri gjörvalla Svíþjóð. Ástandið þykir einna verst í Dölunum, Jämtlands- og Gävleborgarlénum. Þyrlur og flugvélar eru notaðar við slökkvistarfið.Vísir/APÍtalskar vélar börðust við elda í gær en Svíar biðja um meiri hjálp. Frakkar svara kallinu og senda tvær flugvélar til Svíþjóðar í dag. gráður í gær. Þurrkarnir hafa sömuleiðis verið langvarandi og MSB varaði til að mynda við því í maí að mikil hætta væri á skógareldum. Var þá lagt blátt bann við því að kveikja elda víða. Svo virðist sem fjölmargir Svíar hafi ekki hlýtt viðvöruninni. SVT greindi frá því í vikunni að allnokkrir eldar hefðu kviknað út frá einnota grillum. „Eldbannið nær til allra opinna elda. Við fáum af og til tilkynningar um að fólk hundsi bannið og kveiki til að mynda á grillinu. Við reynum að upplýsa útilegufólk en tjaldstæði hafa meira að segja beðið um sérstaka heimild til að leyfa gestum að grilla. Því höfnuðum við,“ hafði SVT eftir yfirmanni björgunarstarfs í Karlstads. Þótt fjölmargir slökkviliðsmenn og hermenn og hundruð sjálfboðaliða reyni nú að ráða niðurlögum eldanna hefur verið gagnrýnt að Svíar hafi hreinlega ekki verið undirbúnir undir að takast á við ástandið. Könnun sem landssamtök slökkviliðsmanna lagði fyrir slökkviliðsmenn leiddi í ljós að starfið nú sé óskilvirkara og verr undirbúið en þegar eldar geisuðu á 150 ferkílómetra svæði í Västmanland 2014. Í gærmorgun og á þriðjudagskvöld birtust tilkynningar frá MSB þar sem fram kom að ekki væri hægt að senda þyrlur til Trängslet þar sem starfsfólk væri í sumarfríi. Johan Szymanski, yfirmaður björgunarstarfs á staðnum, sagði svo á Twitter í gærmorgun að MSB og sænski herinn þyrftu að taka sig á. „Það að einhver sé í fríi er ekki ástæða til að hjálpa ekki. Þið ættuð að skammast ykkar! Landið brennur!“ Þessu svaraði Dan Eliasson, yfirmaður MSB, í viðtali við SVT. „Þegar við höfum ekki nægan tækjabúnað og mannafla veldur það okkur pirringi, bæði mér og Johan. En nú þegar tæki okkar eru fullnýtt og fleiri á leiðinni mun okkur takast að snúa þessu við,“ sagði Eliasson og hafnaði því að MSB þyrfti að skammast sín. Birtist í Fréttablaðinu Norðurlönd Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira
Tvær ítalskar flugvélar bættust í gær við slökkvistarfið í Svíþjóð þar sem fjölmargir skógareldar hafa geisað að undanförnu. Flugvélarnar verða notaðar þar í landi í rúma viku en Svíar njóta þar að auki aðstoðar frá áhöfnum átta norskra þyrla. Ítölsku vélarnar eru af gerðinni Canadair CL-415s og munu varpa niður sex þúsund lítrum af vatni í hverri ferð. Svíar kölluðu í gær eftir frekari aðstoð frá Evrópusambandinu. „Við höfum beðið um að fleiri þyrlur og flugvélar verði sendar og bíðum nú eftir því að fá svar við því hvort mögulegt sé að fleiri ríki veiti okkur aðstoð,“ sagði Britta Ramberg frá sænsku almannavarnastofnuninni MSB við fréttastofu TT í gær. Orðið var við bóninni og ákváðu Frakkar að senda tvær flugvélar. Fyrirhugað er að þær lendi í Svíþjóð í dag. Greint hefur verið frá því að um eldar geisi nú á 80 stöðum í Svíþjóð, allt frá Stokkhólmi og norður í nyrstu sveitir. Sænska ríkisútvarpið SVT sagði í gær frá því að slökkvistarf væri í gangi á 37 stöðum. Á upplýsingasíðu sænskra almannavarna hafa tilkynningarnar hrannast inn. Í gær var sett inn tilkynning um að eldur hjá æfingasvæði sænska hersins í Trängslet í Älvdalen breiddi hratt úr sér og voru íbúar í næsta nágrenni hvattir til að yfirgefa svæðið. Á þriðjudag voru svo íbúar í Härjedalen í Jämtland og Kårböle, Enskogen og Ljusdal í Gävleborg hvattir til hins sama. Helstu orsakir þessara hamfara eru annars vegar söguleg hitabylgja í Norður-Evrópu og svo miklir þurrkar á sama tíma. Vindar geri slökkvistarf erfitt og geri eldinum auðveldara fyrir að breiðast út. Maímánuður var sá heitasti í skráðri veðurfarssögu Svíþjóðar og þótt júní hafi verið svalari hefur júlí reynst erfiður. Jafnvel norður í Kiruna í Lapplandi fór hitinn í 30 Skógareldar um alla Svíþjóð Skeytingarleysi, hitabylgja og þurrkar valda umfangsmiklum skógareldum sem geisa um nærri gjörvalla Svíþjóð. Ástandið þykir einna verst í Dölunum, Jämtlands- og Gävleborgarlénum. Þyrlur og flugvélar eru notaðar við slökkvistarfið.Vísir/APÍtalskar vélar börðust við elda í gær en Svíar biðja um meiri hjálp. Frakkar svara kallinu og senda tvær flugvélar til Svíþjóðar í dag. gráður í gær. Þurrkarnir hafa sömuleiðis verið langvarandi og MSB varaði til að mynda við því í maí að mikil hætta væri á skógareldum. Var þá lagt blátt bann við því að kveikja elda víða. Svo virðist sem fjölmargir Svíar hafi ekki hlýtt viðvöruninni. SVT greindi frá því í vikunni að allnokkrir eldar hefðu kviknað út frá einnota grillum. „Eldbannið nær til allra opinna elda. Við fáum af og til tilkynningar um að fólk hundsi bannið og kveiki til að mynda á grillinu. Við reynum að upplýsa útilegufólk en tjaldstæði hafa meira að segja beðið um sérstaka heimild til að leyfa gestum að grilla. Því höfnuðum við,“ hafði SVT eftir yfirmanni björgunarstarfs í Karlstads. Þótt fjölmargir slökkviliðsmenn og hermenn og hundruð sjálfboðaliða reyni nú að ráða niðurlögum eldanna hefur verið gagnrýnt að Svíar hafi hreinlega ekki verið undirbúnir undir að takast á við ástandið. Könnun sem landssamtök slökkviliðsmanna lagði fyrir slökkviliðsmenn leiddi í ljós að starfið nú sé óskilvirkara og verr undirbúið en þegar eldar geisuðu á 150 ferkílómetra svæði í Västmanland 2014. Í gærmorgun og á þriðjudagskvöld birtust tilkynningar frá MSB þar sem fram kom að ekki væri hægt að senda þyrlur til Trängslet þar sem starfsfólk væri í sumarfríi. Johan Szymanski, yfirmaður björgunarstarfs á staðnum, sagði svo á Twitter í gærmorgun að MSB og sænski herinn þyrftu að taka sig á. „Það að einhver sé í fríi er ekki ástæða til að hjálpa ekki. Þið ættuð að skammast ykkar! Landið brennur!“ Þessu svaraði Dan Eliasson, yfirmaður MSB, í viðtali við SVT. „Þegar við höfum ekki nægan tækjabúnað og mannafla veldur það okkur pirringi, bæði mér og Johan. En nú þegar tæki okkar eru fullnýtt og fleiri á leiðinni mun okkur takast að snúa þessu við,“ sagði Eliasson og hafnaði því að MSB þyrfti að skammast sín.
Birtist í Fréttablaðinu Norðurlönd Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira