Fljúga með þungaðar konur norður vegna neyðarástands Sveinn Arnarsson skrifar 19. júlí 2018 07:00 Fæðingardeild Landspítalans er þétt setin og yfirfullt er á Akureyri. Von er á fleiri þunguðum konum til Akureyrar frá Reykjavík á næstu dögum. Mikið álag er á starfsfólki vegna kjaradeilunnar, sem enn er í hnút. Vísir/VALLI Tvívegis þurfti að óska eftir undanþágu frá yfirvinnubanni ljósmæðra á Landspítalanum í gær. Boðað hefur verið til nýs fundar í deilunni í dag og vonast ljósmæður eftir því að nýtt tilboð verði á borðinu. Níu börn höfðu fæðst á Landspítalanum í gær þegar Fréttablaðið fór í prentun. Linda Kristmundsdóttir, framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs Landspítala, segir neyðarástand vera á fæðingardeildinni og mikilvægt sé að rofi til milli deiluaðila sem fyrst. „Það er mikið álag á þeim starfsmönnum og við finnum einnig fyrir álagi og kvíða hjá verðandi mæðrum og fjölskyldum þeirra. Það viljum við ekki sjá. Einnig höfum við heyrt að verðandi mæður veigri sér við að hringja í okkur því þær telji sig vera að trufla okkur. Við viljum einmitt beina því til allra verðandi mæðra að hafa samband við okkur ef þær telja sig þurfa á þjónustu okkar að halda,“ segir Linda. „Við höfum þurft í tvígang að óska eftir undanþágu frá yfirvinnubanni ljósmæðra. Það er neyðarástand og það skiptir öllu máli að deiluaðilar nái sáttum sem allra fyrst.“ Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari.Edda Guðrún Kristinsdóttir, ljósmóðir á vakt á Sjúkrahúsinu á Akureyri, sagði neyðarmönnun fæðingardeildar sjúkrahússins þannig að ein ljósmóðir væri á vakt og önnur á bakvakt. Staðan væri viðráðanleg en ljóst að lítið þyrfti út af að bregða. „Við erum að taka á móti konum frá Reykjavík sem Landspítali sendir frá sér vegna þeirrar stöðu sem upp er komin í Reykjavík. Þótt staðan sé slæm hér er hún verri í Reykjavík. Því höfum við verið að taka við konum frá þeim og von er á fleiri konum til okkar á næstu dögum,“ segir Edda.„Einnig misstum við eina ljósmóður í langtímaveikindi og því er mönnun hjá okkur afar knöpp. Þetta er viðráðanlegt eins og staðan er núna en ég veit ekki alveg hvernig helgin verður.“ Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir það hafa komið sér á óvart að boðað hafi verið til fundar í dag, fimmtudag, hjá ríkissáttasemjara. „Það hafði verið boðað til nýs fundar á mánudaginn í næstu viku og því kom þetta nokkuð á óvart. En við vonum þá að það sé eitthvað á borðinu,“ segir Katrín Sif. Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari vildi ekki tjá sig um hvort til stæði að hún legði fram sáttatillögu á fundinum eða að nýtt tilboð væri væntanlegt frá samninganefnd ríkisins. „Ég get ekki tjáð mig um efni fundarins og deilan leysist við borðið en ekki í fjölmiðlum. Hins vegar taldi ég eðlilegt í ljósi þeirrar stöðu sem nú er uppi að efna til fundar með það að markmiði að deiluaðilar nái saman,“ segir Bryndís. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Tengdar fréttir Ekki útlit fyrir að sækja þurfi um undanþágur á Landspítalanum í kvöld og nótt Sótt var um undanþágu á tveimur deildum Landspítalans í nótt, meðgöngu- og sængurlegudeild og á fæðingargangi, vegna yfirvinnubanns ljósmæðra sem tók gildi á miðnætti. 18. júlí 2018 16:39 Yfirvinnubann ljósmæðra hafið Álagstoppur var í fæðingum á Landspítalanum í gær og segir framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs stöðuna bara verða erfiðari. Yfirvinnubann ljósmæðra hófst á miðnætti og búist er við þungum róðri. 18. júlí 2018 06:00 Álagið komið að þolmörkum á Landspítalanum 18. júlí 2018 19:45 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Tvívegis þurfti að óska eftir undanþágu frá yfirvinnubanni ljósmæðra á Landspítalanum í gær. Boðað hefur verið til nýs fundar í deilunni í dag og vonast ljósmæður eftir því að nýtt tilboð verði á borðinu. Níu börn höfðu fæðst á Landspítalanum í gær þegar Fréttablaðið fór í prentun. Linda Kristmundsdóttir, framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs Landspítala, segir neyðarástand vera á fæðingardeildinni og mikilvægt sé að rofi til milli deiluaðila sem fyrst. „Það er mikið álag á þeim starfsmönnum og við finnum einnig fyrir álagi og kvíða hjá verðandi mæðrum og fjölskyldum þeirra. Það viljum við ekki sjá. Einnig höfum við heyrt að verðandi mæður veigri sér við að hringja í okkur því þær telji sig vera að trufla okkur. Við viljum einmitt beina því til allra verðandi mæðra að hafa samband við okkur ef þær telja sig þurfa á þjónustu okkar að halda,“ segir Linda. „Við höfum þurft í tvígang að óska eftir undanþágu frá yfirvinnubanni ljósmæðra. Það er neyðarástand og það skiptir öllu máli að deiluaðilar nái sáttum sem allra fyrst.“ Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari.Edda Guðrún Kristinsdóttir, ljósmóðir á vakt á Sjúkrahúsinu á Akureyri, sagði neyðarmönnun fæðingardeildar sjúkrahússins þannig að ein ljósmóðir væri á vakt og önnur á bakvakt. Staðan væri viðráðanleg en ljóst að lítið þyrfti út af að bregða. „Við erum að taka á móti konum frá Reykjavík sem Landspítali sendir frá sér vegna þeirrar stöðu sem upp er komin í Reykjavík. Þótt staðan sé slæm hér er hún verri í Reykjavík. Því höfum við verið að taka við konum frá þeim og von er á fleiri konum til okkar á næstu dögum,“ segir Edda.„Einnig misstum við eina ljósmóður í langtímaveikindi og því er mönnun hjá okkur afar knöpp. Þetta er viðráðanlegt eins og staðan er núna en ég veit ekki alveg hvernig helgin verður.“ Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir það hafa komið sér á óvart að boðað hafi verið til fundar í dag, fimmtudag, hjá ríkissáttasemjara. „Það hafði verið boðað til nýs fundar á mánudaginn í næstu viku og því kom þetta nokkuð á óvart. En við vonum þá að það sé eitthvað á borðinu,“ segir Katrín Sif. Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari vildi ekki tjá sig um hvort til stæði að hún legði fram sáttatillögu á fundinum eða að nýtt tilboð væri væntanlegt frá samninganefnd ríkisins. „Ég get ekki tjáð mig um efni fundarins og deilan leysist við borðið en ekki í fjölmiðlum. Hins vegar taldi ég eðlilegt í ljósi þeirrar stöðu sem nú er uppi að efna til fundar með það að markmiði að deiluaðilar nái saman,“ segir Bryndís.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Tengdar fréttir Ekki útlit fyrir að sækja þurfi um undanþágur á Landspítalanum í kvöld og nótt Sótt var um undanþágu á tveimur deildum Landspítalans í nótt, meðgöngu- og sængurlegudeild og á fæðingargangi, vegna yfirvinnubanns ljósmæðra sem tók gildi á miðnætti. 18. júlí 2018 16:39 Yfirvinnubann ljósmæðra hafið Álagstoppur var í fæðingum á Landspítalanum í gær og segir framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs stöðuna bara verða erfiðari. Yfirvinnubann ljósmæðra hófst á miðnætti og búist er við þungum róðri. 18. júlí 2018 06:00 Álagið komið að þolmörkum á Landspítalanum 18. júlí 2018 19:45 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Ekki útlit fyrir að sækja þurfi um undanþágur á Landspítalanum í kvöld og nótt Sótt var um undanþágu á tveimur deildum Landspítalans í nótt, meðgöngu- og sængurlegudeild og á fæðingargangi, vegna yfirvinnubanns ljósmæðra sem tók gildi á miðnætti. 18. júlí 2018 16:39
Yfirvinnubann ljósmæðra hafið Álagstoppur var í fæðingum á Landspítalanum í gær og segir framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs stöðuna bara verða erfiðari. Yfirvinnubann ljósmæðra hófst á miðnætti og búist er við þungum róðri. 18. júlí 2018 06:00