Hátíð í skugga skammar Þorvaldur Gylfason skrifar 19. júlí 2018 07:00 Reykjavík – Alþingi hélt í gær hátíðarfund á Þingvöllum svo þingmenn gætu fagnað 100 ára fullveldisafmæli í friði fyrir þjóðinni. Fundurinn kostaði 80 m.kr. Hann var kynntur svo á vefsetri þingsins: „Á þingfundinum er ætlunin að samþykkja ályktun sem full samstaða er um.“ Alþingi er að segja: Við erum lægsti samnefnarinn. Lömbin komast ekki lengra en ljónin leyfa.Stjórnmálamenning í molum Ferill Alþingis frá hruni er hroðalegur á heildina litið. Hrunið var einkum Alþingi að kenna. Það var Alþingi sem einkavæddi bankana með því að leggja þá í hendur óhæfra eigenda úr vinahópi valdsins. Áður hafði Alþingi afhent útvegsmönnum ókeypis aðgang að sameignarauðlindinni í sjónum. Meðal þeirra sjö embættis- og stjórnmálamanna sem rannsóknarnefnd Alþingis taldi hafa sýnt af sér vanrækslu í skilningi laga fyrir hrun voru þrír alþingismenn og ráðherrar og einn fv. slíkur, samtals fjórir af sjö. Alþingi sat og stóð eins og bankarnir buðu. Tíu þingmenn af 63 skulduðu bönkunum 100 m.kr. eða meira hver og einn skv. skýrslu RNA. Ekki hefur enn verið greint frá því hvort eða hvernig skil voru staðin á þessum skuldum. Alþingi lofaði bót og betrun eftir hrun, m.a. með því að samþykkja einum rómi ályktun um „að taka verði gagnrýni á íslenska stjórnmálamenningu alvarlega og … að af henni verði dreginn lærdómur“. Þetta heit var ekki efnt. Af þeim fjórum evrópsku ráðherrum sem fundust í Panama-skjölunum voru þrír Íslendingar. Tveir þeirra sitja enn á þingi og eru formenn flokka sinna. Ekki hefur enn verið greint frá því hvort mál þeirra voru rannsökuð. Meint brot 57 sjómanna voru rannsökuð og kærð. Alþingi rauf skilorðið Alþingi lofaði að láta semja nýja stjórnarskrá. Það tókst vel að öllu leyti öðru en því að Alþingi hefur ekki enn fengizt til að staðfesta frumvarpið sem tveir þriðju hlutar kjósenda lýstu sig fylgjandi í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012. „Alþingi er á reynslutíma hjá þjóðinni,“ sagði þv. forsætisráðherra eftir atkvæðagreiðsluna. Alþingi rauf skilorðið. Hvers vegna hefur Alþingi ekki fengizt til að staðfesta nýju stjórnarskrána? Skýringin blasir við. Of margir þingmenn nærast á mismunun í kvótakerfinu og kjördæmaskipaninni, mismunun og meðfylgjandi mannréttindabrotum sem nýju stjórnarskránni er ætlað að hemja. Of margir þingmenn nærast á leynd og meðfylgjandi spillingu. Fólkið í landinu hefur t.d. ekki aðgang að upplýsingum um (afskrifaðar) lánveitingar bankanna til stjórnmálamanna. Of margir þingmenn senda lýðræðinu langt nef án þess að blikna. Þeir skáka í skjóli þess að lýðræði á nú undir högg að sækja víða úti í heimi. Forseti Bandaríkjanna situr undir ámæli fyrir að ögra lýðræðinu heima fyrir og víðar. Hann situr á tifandi tímasprengju. Verkföll eða verðbólgugusa? Hér heima situr einnig ríkisstjórn á tifandi tímasprengju. Launahækkun alþingismanna um 45% 2016 var stríðsyfirlýsing á hendur launþegum. Reyndir menn á vinnumarkaði sjá fram á heiftarlegt uppgjör, þ.e. kollsteypu af völdum Alþingis, annaðhvort verkföll eða verðbólgugusu með gamla laginu. Alþingi er að vísu ekki eitt um hituna heldur hafa margir forstjórar fyrirtækja einnig skammtað sjálfum sér og hver öðrum ofurlaun. Alþingi virðist ætlast til að fólkið í landinu fagni 100 ára afmæli fullveldisins í skugga þeirrar skammar sem þingið hefur kallað yfir land og þjóð, einkum með því að synja nýju stjórnarskránni staðfestingar. Síðasta ríkisstjórn sat í níu mánuði. Ríkisstjórnin næst á undan hrökklaðist einnig frá völdum vegna hneykslismála. Hvernig væri að halda áfram að knýja fram kosningar á níu mánaða fresti þar til við fáum skaplega skipað Alþingi? – þing sem nýtur trausts. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Reykjavík – Alþingi hélt í gær hátíðarfund á Þingvöllum svo þingmenn gætu fagnað 100 ára fullveldisafmæli í friði fyrir þjóðinni. Fundurinn kostaði 80 m.kr. Hann var kynntur svo á vefsetri þingsins: „Á þingfundinum er ætlunin að samþykkja ályktun sem full samstaða er um.“ Alþingi er að segja: Við erum lægsti samnefnarinn. Lömbin komast ekki lengra en ljónin leyfa.Stjórnmálamenning í molum Ferill Alþingis frá hruni er hroðalegur á heildina litið. Hrunið var einkum Alþingi að kenna. Það var Alþingi sem einkavæddi bankana með því að leggja þá í hendur óhæfra eigenda úr vinahópi valdsins. Áður hafði Alþingi afhent útvegsmönnum ókeypis aðgang að sameignarauðlindinni í sjónum. Meðal þeirra sjö embættis- og stjórnmálamanna sem rannsóknarnefnd Alþingis taldi hafa sýnt af sér vanrækslu í skilningi laga fyrir hrun voru þrír alþingismenn og ráðherrar og einn fv. slíkur, samtals fjórir af sjö. Alþingi sat og stóð eins og bankarnir buðu. Tíu þingmenn af 63 skulduðu bönkunum 100 m.kr. eða meira hver og einn skv. skýrslu RNA. Ekki hefur enn verið greint frá því hvort eða hvernig skil voru staðin á þessum skuldum. Alþingi lofaði bót og betrun eftir hrun, m.a. með því að samþykkja einum rómi ályktun um „að taka verði gagnrýni á íslenska stjórnmálamenningu alvarlega og … að af henni verði dreginn lærdómur“. Þetta heit var ekki efnt. Af þeim fjórum evrópsku ráðherrum sem fundust í Panama-skjölunum voru þrír Íslendingar. Tveir þeirra sitja enn á þingi og eru formenn flokka sinna. Ekki hefur enn verið greint frá því hvort mál þeirra voru rannsökuð. Meint brot 57 sjómanna voru rannsökuð og kærð. Alþingi rauf skilorðið Alþingi lofaði að láta semja nýja stjórnarskrá. Það tókst vel að öllu leyti öðru en því að Alþingi hefur ekki enn fengizt til að staðfesta frumvarpið sem tveir þriðju hlutar kjósenda lýstu sig fylgjandi í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012. „Alþingi er á reynslutíma hjá þjóðinni,“ sagði þv. forsætisráðherra eftir atkvæðagreiðsluna. Alþingi rauf skilorðið. Hvers vegna hefur Alþingi ekki fengizt til að staðfesta nýju stjórnarskrána? Skýringin blasir við. Of margir þingmenn nærast á mismunun í kvótakerfinu og kjördæmaskipaninni, mismunun og meðfylgjandi mannréttindabrotum sem nýju stjórnarskránni er ætlað að hemja. Of margir þingmenn nærast á leynd og meðfylgjandi spillingu. Fólkið í landinu hefur t.d. ekki aðgang að upplýsingum um (afskrifaðar) lánveitingar bankanna til stjórnmálamanna. Of margir þingmenn senda lýðræðinu langt nef án þess að blikna. Þeir skáka í skjóli þess að lýðræði á nú undir högg að sækja víða úti í heimi. Forseti Bandaríkjanna situr undir ámæli fyrir að ögra lýðræðinu heima fyrir og víðar. Hann situr á tifandi tímasprengju. Verkföll eða verðbólgugusa? Hér heima situr einnig ríkisstjórn á tifandi tímasprengju. Launahækkun alþingismanna um 45% 2016 var stríðsyfirlýsing á hendur launþegum. Reyndir menn á vinnumarkaði sjá fram á heiftarlegt uppgjör, þ.e. kollsteypu af völdum Alþingis, annaðhvort verkföll eða verðbólgugusu með gamla laginu. Alþingi er að vísu ekki eitt um hituna heldur hafa margir forstjórar fyrirtækja einnig skammtað sjálfum sér og hver öðrum ofurlaun. Alþingi virðist ætlast til að fólkið í landinu fagni 100 ára afmæli fullveldisins í skugga þeirrar skammar sem þingið hefur kallað yfir land og þjóð, einkum með því að synja nýju stjórnarskránni staðfestingar. Síðasta ríkisstjórn sat í níu mánuði. Ríkisstjórnin næst á undan hrökklaðist einnig frá völdum vegna hneykslismála. Hvernig væri að halda áfram að knýja fram kosningar á níu mánaða fresti þar til við fáum skaplega skipað Alþingi? – þing sem nýtur trausts.
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun