Álagið komið að þolmörkum á Landspítalanum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 18. júlí 2018 19:45 Gríðarlegt álag er á kvennadeild Landspítalans eftir að yfirvinnubann ljósmæðra hófst á miðnætti. Yfirlæknir segir þjónustuna komna að þolmörkum og mannekla bitni verulega á öryggi. Formaður samninganefndar ljósmæðra er þó bjartsýnn fyrir fund hjá ríkissáttasemjara á morgun. Yfirvinnubann ljósmæðra hófst í dag, en nú munu ljósmæður ekki vinna umfram vinnuskyldu sína. Seinnipart dags höfðu átta börn fæðst á Landspítalanum en búist er við fleiri fæðingum í júlí en að meðaltali á mánuði. Ljóst er að mikið álag er á Landspítalanum, en starfsmenn fæðingardeildarinnar höfðu ekki undan þegar fréttastofa náði tali af þeim í morgun. Að sögn ljósmóður á Landspítalanum hafa síðustu nætur verið mjög strembnar, en búist er við tæplega 300 fæðingum í júlí sem er töluvert yfir meðaltali. Eva Jónasdóttir, yfirlæknir á fæðingardeild Landspítalans segir ástandið komið að þolmörkum. „Þær eru undirmannaðar á hverri einustu vakt. Á morgunvöktum, kvöldvöktum og næturvöktum. Núna eftir að yfirvinnubannið skall á, þá finnum við að þunginn er að aukast enn meira,“ segir Eva. Hún segir að tvær til fjórar ljósmæður vanti núna á hverja vakt til að þjónustan haldist örugg. „Á meðgöngu- og sængurlegudeild, þar sem vöntunin er mest ættu að vera átta ljósmæður á fullmannaðri morgunvakt, átta á kvöldvakt og fimm á næturvakt,“ segir Eva.Náið þið að halda þeirri mönnun?„Nei, langt frá því. Það hefur vantað tvær til fjórar ljósmæður að minnsta kosti á hverja einustu vakt og við horfum fam á verra ástand eftir því sem tíminn líður,“ segir Eva. Boðað hefur verið til fundar ljósmæðra og ríkisins klukkan 10:30 í fyrramálið. Í samtali við Vísi, sagðist ríkissáttasemjari ekki geta tjáð sig um það hvort hún hyggist leggja fram sáttatillögu á fundinum. Formaður kjaranefndar ljósmæðra segist bjartsýn fyrir fundinum „Já, ég ætla að leyfa mér að vera það. Það hlýtur að vera ljós í enda ganganna. Sólin skein í gær. Ég held þetta sé að brjótast í gegn,“ sagði Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar ljósmæðra. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Tengdar fréttir Yfirvinnubann ljósmæðra hafið Álagstoppur var í fæðingum á Landspítalanum í gær og segir framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs stöðuna bara verða erfiðari. Yfirvinnubann ljósmæðra hófst á miðnætti og búist er við þungum róðri. 18. júlí 2018 06:00 Fundur í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins í fyrramálið Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins klukkan 10:30 í fyrramálið í húsakynnum ríkissáttasemjara við Borgartún. 18. júlí 2018 15:08 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Gríðarlegt álag er á kvennadeild Landspítalans eftir að yfirvinnubann ljósmæðra hófst á miðnætti. Yfirlæknir segir þjónustuna komna að þolmörkum og mannekla bitni verulega á öryggi. Formaður samninganefndar ljósmæðra er þó bjartsýnn fyrir fund hjá ríkissáttasemjara á morgun. Yfirvinnubann ljósmæðra hófst í dag, en nú munu ljósmæður ekki vinna umfram vinnuskyldu sína. Seinnipart dags höfðu átta börn fæðst á Landspítalanum en búist er við fleiri fæðingum í júlí en að meðaltali á mánuði. Ljóst er að mikið álag er á Landspítalanum, en starfsmenn fæðingardeildarinnar höfðu ekki undan þegar fréttastofa náði tali af þeim í morgun. Að sögn ljósmóður á Landspítalanum hafa síðustu nætur verið mjög strembnar, en búist er við tæplega 300 fæðingum í júlí sem er töluvert yfir meðaltali. Eva Jónasdóttir, yfirlæknir á fæðingardeild Landspítalans segir ástandið komið að þolmörkum. „Þær eru undirmannaðar á hverri einustu vakt. Á morgunvöktum, kvöldvöktum og næturvöktum. Núna eftir að yfirvinnubannið skall á, þá finnum við að þunginn er að aukast enn meira,“ segir Eva. Hún segir að tvær til fjórar ljósmæður vanti núna á hverja vakt til að þjónustan haldist örugg. „Á meðgöngu- og sængurlegudeild, þar sem vöntunin er mest ættu að vera átta ljósmæður á fullmannaðri morgunvakt, átta á kvöldvakt og fimm á næturvakt,“ segir Eva.Náið þið að halda þeirri mönnun?„Nei, langt frá því. Það hefur vantað tvær til fjórar ljósmæður að minnsta kosti á hverja einustu vakt og við horfum fam á verra ástand eftir því sem tíminn líður,“ segir Eva. Boðað hefur verið til fundar ljósmæðra og ríkisins klukkan 10:30 í fyrramálið. Í samtali við Vísi, sagðist ríkissáttasemjari ekki geta tjáð sig um það hvort hún hyggist leggja fram sáttatillögu á fundinum. Formaður kjaranefndar ljósmæðra segist bjartsýn fyrir fundinum „Já, ég ætla að leyfa mér að vera það. Það hlýtur að vera ljós í enda ganganna. Sólin skein í gær. Ég held þetta sé að brjótast í gegn,“ sagði Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar ljósmæðra.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Tengdar fréttir Yfirvinnubann ljósmæðra hafið Álagstoppur var í fæðingum á Landspítalanum í gær og segir framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs stöðuna bara verða erfiðari. Yfirvinnubann ljósmæðra hófst á miðnætti og búist er við þungum róðri. 18. júlí 2018 06:00 Fundur í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins í fyrramálið Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins klukkan 10:30 í fyrramálið í húsakynnum ríkissáttasemjara við Borgartún. 18. júlí 2018 15:08 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Yfirvinnubann ljósmæðra hafið Álagstoppur var í fæðingum á Landspítalanum í gær og segir framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs stöðuna bara verða erfiðari. Yfirvinnubann ljósmæðra hófst á miðnætti og búist er við þungum róðri. 18. júlí 2018 06:00
Fundur í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins í fyrramálið Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins klukkan 10:30 í fyrramálið í húsakynnum ríkissáttasemjara við Borgartún. 18. júlí 2018 15:08