Fundur í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins í fyrramálið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. júlí 2018 15:08 Frá tröppum þinghússins við Austurvöll í gær eftir mótmæli sem boðað var til vegna stöðunnar í ljósmæðradeilunni. fréttablaðið/anton brink Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins klukkan 10:30 í fyrramálið í húsakynnum ríkissáttasemjara við Borgartún. Áður hafði verið búið að boða fund næstkomandi mánudag klukkan 10 en sáttasemjara ber lagaleg skylda til að halda fund að minnsta kosti á tveggja vikna fresti. Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari, segir í samtali við Vísi að það hafi verið boðað til fundar næsta mánudag en það hafi alltaf staðið til að þegar eitthvað breytist í deilunni þá yrði boðað fyrr til fundar. „Ég met það svo vegna alvarleika stöðunnar sem upp er komin í deilunni, og hefur nú verið fjallað um í fjölmiðlum síðasta sólarhring eða svo, þá sé að minnsta kosti rétt að deiluaðilar komi fyrr saman. Þannig að það stendur til að hafa fund á morgun, að minnsta kosti stöðumatsfund,“ segir Bryndís.Deilan í þeim hnút að ekki hefur verið efni til að ræða á fundum Aðspurð hvort eitthvað nýtt tilboð liggi á borðinu frá annarri hvorri samninganefndinni eða hvort að hún hyggist leggja fram sáttatillögu á fundinum á morgun kveðst Bryndís ekkert geta tjáð sig um það. „En ég er alltaf að velta fyrir mér slíkum úrræðum og þeim verður beitt um leið og ég sé fyrir mér að það sé eitthvað sem geti leyst deiluna. Ég er alltaf að skoða þau úrræði sem ég hef hvort þau séu tæk og hef verið í sambandi við deiluaðila nánast daglega síðustu daga og hef fylgst vel með og er alltaf að skoða það hvort það séu einhverjir fletir,“ segir Bryndís. Undanfarna daga hafa ýmsir lýst yfir furðu varðandi það að ekki sé fundað oftar en á tveggja vikna fresti, meðal annars Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, og Alma D. Möller, landlæknir. Varðandi þetta segir Bryndís að það standi hvorki á henni né samninganefndunum að funda. „Það er ekki vandamálið og hefur ekki verið vandamálið. Hins vegar hefur staðan í raun og veru verið í þeim hnút að það hefur ekki verið efni til að ræða á fundum.“ Bryndís segir að á síðasta fundi hafi verið skilið við verkefnið þannig að það yrði fundað í síðasta lagi næstkomandi mánudag en fyrr um leið og eitthvað tilefni gæfist til. „Í ljósi yfirlýsinga bæði frá landlækni og forstjóra Landspítalans þá er staðan mjög alvarleg og þá vildi ég kalla deiluaðila saman og hvort það væru mögulega einhverjir aðrir fletir komnir í málið núna,“ segir Bryndís.Fréttin hefur verið uppfærð. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Hundruð studdu við bakið á ljósmæðrum Deilan virðist í hnút eftir að samningafundur í síðustu viku bar ekki árangur. 17. júlí 2018 19:00 Yfirvinnubann ljósmæðra hafið Álagstoppur var í fæðingum á Landspítalanum í gær og segir framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs stöðuna bara verða erfiðari. Yfirvinnubann ljósmæðra hófst á miðnætti og búist er við þungum róðri. 18. júlí 2018 06:00 Lagasetning á ljósmæður hefur ekki verið til umræðu Samninganefndin hefur fullt svigrúm til að semja svo lengi sem það ógnar ekki stöðugleika á vinnumarkaði. 16. júlí 2018 17:23 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins klukkan 10:30 í fyrramálið í húsakynnum ríkissáttasemjara við Borgartún. Áður hafði verið búið að boða fund næstkomandi mánudag klukkan 10 en sáttasemjara ber lagaleg skylda til að halda fund að minnsta kosti á tveggja vikna fresti. Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari, segir í samtali við Vísi að það hafi verið boðað til fundar næsta mánudag en það hafi alltaf staðið til að þegar eitthvað breytist í deilunni þá yrði boðað fyrr til fundar. „Ég met það svo vegna alvarleika stöðunnar sem upp er komin í deilunni, og hefur nú verið fjallað um í fjölmiðlum síðasta sólarhring eða svo, þá sé að minnsta kosti rétt að deiluaðilar komi fyrr saman. Þannig að það stendur til að hafa fund á morgun, að minnsta kosti stöðumatsfund,“ segir Bryndís.Deilan í þeim hnút að ekki hefur verið efni til að ræða á fundum Aðspurð hvort eitthvað nýtt tilboð liggi á borðinu frá annarri hvorri samninganefndinni eða hvort að hún hyggist leggja fram sáttatillögu á fundinum á morgun kveðst Bryndís ekkert geta tjáð sig um það. „En ég er alltaf að velta fyrir mér slíkum úrræðum og þeim verður beitt um leið og ég sé fyrir mér að það sé eitthvað sem geti leyst deiluna. Ég er alltaf að skoða þau úrræði sem ég hef hvort þau séu tæk og hef verið í sambandi við deiluaðila nánast daglega síðustu daga og hef fylgst vel með og er alltaf að skoða það hvort það séu einhverjir fletir,“ segir Bryndís. Undanfarna daga hafa ýmsir lýst yfir furðu varðandi það að ekki sé fundað oftar en á tveggja vikna fresti, meðal annars Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, og Alma D. Möller, landlæknir. Varðandi þetta segir Bryndís að það standi hvorki á henni né samninganefndunum að funda. „Það er ekki vandamálið og hefur ekki verið vandamálið. Hins vegar hefur staðan í raun og veru verið í þeim hnút að það hefur ekki verið efni til að ræða á fundum.“ Bryndís segir að á síðasta fundi hafi verið skilið við verkefnið þannig að það yrði fundað í síðasta lagi næstkomandi mánudag en fyrr um leið og eitthvað tilefni gæfist til. „Í ljósi yfirlýsinga bæði frá landlækni og forstjóra Landspítalans þá er staðan mjög alvarleg og þá vildi ég kalla deiluaðila saman og hvort það væru mögulega einhverjir aðrir fletir komnir í málið núna,“ segir Bryndís.Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Hundruð studdu við bakið á ljósmæðrum Deilan virðist í hnút eftir að samningafundur í síðustu viku bar ekki árangur. 17. júlí 2018 19:00 Yfirvinnubann ljósmæðra hafið Álagstoppur var í fæðingum á Landspítalanum í gær og segir framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs stöðuna bara verða erfiðari. Yfirvinnubann ljósmæðra hófst á miðnætti og búist er við þungum róðri. 18. júlí 2018 06:00 Lagasetning á ljósmæður hefur ekki verið til umræðu Samninganefndin hefur fullt svigrúm til að semja svo lengi sem það ógnar ekki stöðugleika á vinnumarkaði. 16. júlí 2018 17:23 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Hundruð studdu við bakið á ljósmæðrum Deilan virðist í hnút eftir að samningafundur í síðustu viku bar ekki árangur. 17. júlí 2018 19:00
Yfirvinnubann ljósmæðra hafið Álagstoppur var í fæðingum á Landspítalanum í gær og segir framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs stöðuna bara verða erfiðari. Yfirvinnubann ljósmæðra hófst á miðnætti og búist er við þungum róðri. 18. júlí 2018 06:00
Lagasetning á ljósmæður hefur ekki verið til umræðu Samninganefndin hefur fullt svigrúm til að semja svo lengi sem það ógnar ekki stöðugleika á vinnumarkaði. 16. júlí 2018 17:23