Athygli vakti að þar sagðist hann ekki sjá neina ástæðu fyrir því af hverju Rússar ættu að hafa haft afskipti af kosningum í Bandaríkjunum.
Í gær las hann upp yfirlýsingu þar sem hann sagðist hafa mismælt sig. Hann hefði ætlað að segja að hann sæi ekki neina ástæðu fyrir því af hverju Rússar ættu „ekki“ að hafa haft afskipti af kosningunum.
Yfirlýsing Trumps var að sjálfsögðu tekin fyrir hjá öllum helstu spjallþáttastjórnendum Bandaríkjanna og óhætt er að segja að þeir gefi afar lítið fyrir útskýringar forsetans.
Brot af því besta má sjá hér að neðan.