Þreyta og þörf á nýrri áskorun Hjörvar Ólafsson skrifar 18. júlí 2018 09:00 Heimir er hættur sem þjálfari karlalandsliðsins eftir að hafa náð frábærum árangri með það. vísir/Þórsteinn Fótbolti Heimir Hallgrímsson tilkynnti það á blaðamannafundi sem hann hélt á Hilton í gær að hann væri hættur störfum sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Heimir hefur starfað fyrir knattspyrnusambandið í sjö ár, en hann var fyrst um sinn aðstoðarmaður Lars Lagerbäck, síðar meðþjálfari Svíans og að lokum tók hann alfarið við keflinu eftir Evrópumótið sumarið 2016. Heimir hefur á þessum tíma tekið þátt í umspili um laust sæti í lokakeppni HM 2014, farið með liðið í átta liða úrslit á EM 2016 og stýrt liðinu í lokakeppni HM í Rússlandi fyrr í sumar. Íslenska liðið var að taka þátt í lokakeppni bæði EM og HM í fyrsta skipti í sögunni. Eftir að hafa legið undir feldi í tæpar þrjár vikur ákvað Heimir að nú væri komið nóg og hann ætli að segja skilið við íslenska liðið. „Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er á besta stað sem það hefur verið hvað alla mælikvarða varðar í sögulegu samhengi. Það var komin ákveðin þreyta í mig og svo er ekkert launungarmál að ég var ekki sáttur við uppskeruna á HM í sumar. Ég er mikill keppnismaður og mér þótti eitt stig heldur rýr uppskera þó að ég gerði mér grein fyrir því að árangur væri alveg viðunandi. Við vorum ekki langt frá því að komast áfram í 16 liða úrslitin og ef það hefði tekist væri staðan mögulega önnur,“ sagði Heimir um aðdragandann að ákvörðun sinni í samtali við Fréttablaðið. „Mér flaug í huga að semja einungis fram yfir Þjóðadeildina, en varð fljótlega afhuga þeirri ákvörðun. Mér fannst ósanngjarnt að sá sem tæki við í framhaldinu fengi lítinn tíma og enga vináttulandsleiki til þess að búa sig undir undankeppni EM 2020. Ég vildi ekki festa mig til þriggja ára og þetta er því niðurstaðan,“ sagði Heimir enn fremur um þær viðræður sem áttu sér stað á milli hans og KSÍ. „Það fóru í raun aldrei eiginlegar samningaviðræður í gang og þetta snerist ekki um laun. Það fór bara saman að það var farið að gæta ákveðinnar þreytu hjá mér og að mig langaði að taka nýja áskorun einhvern tímann á næstunni. Það hafa borist einhverjar fyrirspurnir að utan, en ekkert sem er fast í hendi. Nú ætla ég bara að uppfæra menntun mína og þekkingu og skoða svo hvað mér býðst. Ég á einnig mánuð eftir af samningi mínum við KSÍ og mun aðstoða þau í þeirri vinnu sem er fram undan, að fara yfir og setja á fast form þær upplýsingar og þekkingu sem ávannst í Rússlandi,“ sagði Heimir enn fremur um starfslokin. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Guðna Bergs vegna brotthvarfs Heimis Formaður KSÍ segir óformlegan lista yfir nýjan þjálfara til skoðunar. 17. júlí 2018 13:30 Heimi fannst ósanngjarnt að taka allan rjómann og sagði því nei takk Vísir var í beinni frá kveðjufundi Heimis Hallgrímssonar. 17. júlí 2018 11:45 KSÍ með óskalista yfir þjálfara Það er þegar kominn áhugi erlendis frá, segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ. 17. júlí 2018 13:29 Heimir: Skrái mig í Tólfuna og geri allt sem KSÍ biður mig um að gera Heimir Hallgrímsson aðstoðar KSÍ í þjálfaraleitinni ef sambandið vill hans aðstoð. 17. júlí 2018 19:00 Guðni: Erum með góða ráðgjafa sem hjálpa okkur í þjálfaraleitinni Guðni Bergsson hefur ekki mikinn tíma til að ákvaða næstu skref í þjálfaraleit íslenska landsliðsins 17. júlí 2018 19:30 Hver verður eftirmaður Heimis? Gera má ráð fyrir því að margir muni verða áhugasamir um starf landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu þegar það verður auglýst. 17. júlí 2018 12:15 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira
Fótbolti Heimir Hallgrímsson tilkynnti það á blaðamannafundi sem hann hélt á Hilton í gær að hann væri hættur störfum sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Heimir hefur starfað fyrir knattspyrnusambandið í sjö ár, en hann var fyrst um sinn aðstoðarmaður Lars Lagerbäck, síðar meðþjálfari Svíans og að lokum tók hann alfarið við keflinu eftir Evrópumótið sumarið 2016. Heimir hefur á þessum tíma tekið þátt í umspili um laust sæti í lokakeppni HM 2014, farið með liðið í átta liða úrslit á EM 2016 og stýrt liðinu í lokakeppni HM í Rússlandi fyrr í sumar. Íslenska liðið var að taka þátt í lokakeppni bæði EM og HM í fyrsta skipti í sögunni. Eftir að hafa legið undir feldi í tæpar þrjár vikur ákvað Heimir að nú væri komið nóg og hann ætli að segja skilið við íslenska liðið. „Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er á besta stað sem það hefur verið hvað alla mælikvarða varðar í sögulegu samhengi. Það var komin ákveðin þreyta í mig og svo er ekkert launungarmál að ég var ekki sáttur við uppskeruna á HM í sumar. Ég er mikill keppnismaður og mér þótti eitt stig heldur rýr uppskera þó að ég gerði mér grein fyrir því að árangur væri alveg viðunandi. Við vorum ekki langt frá því að komast áfram í 16 liða úrslitin og ef það hefði tekist væri staðan mögulega önnur,“ sagði Heimir um aðdragandann að ákvörðun sinni í samtali við Fréttablaðið. „Mér flaug í huga að semja einungis fram yfir Þjóðadeildina, en varð fljótlega afhuga þeirri ákvörðun. Mér fannst ósanngjarnt að sá sem tæki við í framhaldinu fengi lítinn tíma og enga vináttulandsleiki til þess að búa sig undir undankeppni EM 2020. Ég vildi ekki festa mig til þriggja ára og þetta er því niðurstaðan,“ sagði Heimir enn fremur um þær viðræður sem áttu sér stað á milli hans og KSÍ. „Það fóru í raun aldrei eiginlegar samningaviðræður í gang og þetta snerist ekki um laun. Það fór bara saman að það var farið að gæta ákveðinnar þreytu hjá mér og að mig langaði að taka nýja áskorun einhvern tímann á næstunni. Það hafa borist einhverjar fyrirspurnir að utan, en ekkert sem er fast í hendi. Nú ætla ég bara að uppfæra menntun mína og þekkingu og skoða svo hvað mér býðst. Ég á einnig mánuð eftir af samningi mínum við KSÍ og mun aðstoða þau í þeirri vinnu sem er fram undan, að fara yfir og setja á fast form þær upplýsingar og þekkingu sem ávannst í Rússlandi,“ sagði Heimir enn fremur um starfslokin.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Guðna Bergs vegna brotthvarfs Heimis Formaður KSÍ segir óformlegan lista yfir nýjan þjálfara til skoðunar. 17. júlí 2018 13:30 Heimi fannst ósanngjarnt að taka allan rjómann og sagði því nei takk Vísir var í beinni frá kveðjufundi Heimis Hallgrímssonar. 17. júlí 2018 11:45 KSÍ með óskalista yfir þjálfara Það er þegar kominn áhugi erlendis frá, segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ. 17. júlí 2018 13:29 Heimir: Skrái mig í Tólfuna og geri allt sem KSÍ biður mig um að gera Heimir Hallgrímsson aðstoðar KSÍ í þjálfaraleitinni ef sambandið vill hans aðstoð. 17. júlí 2018 19:00 Guðni: Erum með góða ráðgjafa sem hjálpa okkur í þjálfaraleitinni Guðni Bergsson hefur ekki mikinn tíma til að ákvaða næstu skref í þjálfaraleit íslenska landsliðsins 17. júlí 2018 19:30 Hver verður eftirmaður Heimis? Gera má ráð fyrir því að margir muni verða áhugasamir um starf landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu þegar það verður auglýst. 17. júlí 2018 12:15 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira
Svona var blaðamannafundur Guðna Bergs vegna brotthvarfs Heimis Formaður KSÍ segir óformlegan lista yfir nýjan þjálfara til skoðunar. 17. júlí 2018 13:30
Heimi fannst ósanngjarnt að taka allan rjómann og sagði því nei takk Vísir var í beinni frá kveðjufundi Heimis Hallgrímssonar. 17. júlí 2018 11:45
KSÍ með óskalista yfir þjálfara Það er þegar kominn áhugi erlendis frá, segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ. 17. júlí 2018 13:29
Heimir: Skrái mig í Tólfuna og geri allt sem KSÍ biður mig um að gera Heimir Hallgrímsson aðstoðar KSÍ í þjálfaraleitinni ef sambandið vill hans aðstoð. 17. júlí 2018 19:00
Guðni: Erum með góða ráðgjafa sem hjálpa okkur í þjálfaraleitinni Guðni Bergsson hefur ekki mikinn tíma til að ákvaða næstu skref í þjálfaraleit íslenska landsliðsins 17. júlí 2018 19:30
Hver verður eftirmaður Heimis? Gera má ráð fyrir því að margir muni verða áhugasamir um starf landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu þegar það verður auglýst. 17. júlí 2018 12:15