Heimi fannst ósanngjarnt að taka allan rjómann og sagði því nei takk Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. júlí 2018 11:45 Heimir Hallgrímsson, fráfarandi þjálfari karlalandsliðs Íslands, hefur fengið fyrirspurnir erlendis frá, bæði frá landsliðum og félagsliðum. Hann segir launin aldrei hafa verið aðalatriðið í viðræðum við Knattspyrnusamband Íslands. Hann hafi velt fyrir sér að stýra liðinu út Þjóðadeildina en komist að þeirri niðurstöðu að það væri ósanngjarnt gagnvart þeim þjálfara sem svo tæki við. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem Heimir boðaði til með skömmum fyrirvara á Hilton í morgun. Þar nýtti Heimir tækifærið og þakkaði samstarfsfólki sínu samfylgdina auk þess sem hann fór yfir hvernig staða landsliðsins sé í dag að hans mati. Hún hefur aldrei verið betri að sögn Heimis og sömu sögu sé að segja um KSÍ þar sem allt sé í blóma og fjárhagsstaðan afar góð.Skilur við landsliðið í blóma Minnti Heimir á að meirihluti landsliðsmanna væri á besta aldri, að nálgast þrítugt. Landsliði hefði náð árangri sínum undanfarin ár á besta mögulega tíma. Liðið ætti framundan leiki gegn Belgíu og Sviss í Þjóðadeildinni en úrslit gegn svo sterkum andstæðingum gefi mörg stig á styrkleikalista FIFA. Þá hafi fjárhagsstaða KSÍ aldrei verið betri enda landsliðið skaffað heilmikið verðlaunafé. Liðið eigi nokkuð greiða leið á EM 2020 en liðið verði aldrei neðar en í 2. styrkleikaflokki þegar dregið verði í undankeppninni. Tilkynnt var um brotthvarf Heimis í tilkynningu frá KSÍ klukkan 10 í morgun. Í framhaldinu var boðað til tveggja blaðamannafunda, annars vegar hjá Heimi á Hilton klukkan 11 og svo hjá Guðna Bergssyni, formanni KSÍ, í höfuðstöðvum KSÍ klukkan 13:15. Fundurinn verður í beinni útsendingu á Vísi.Niðurstaðan í Rússlandi vonbrigði Heimir upplýsti á fundinum í dag að hugur hans hefði snúist í hringi síðan hann kom heim til Íslands eftir HM í Rússlandi. Niðurstaðan, eitt stig úr þremur leikjum, hefði verið vonbrigði þótt frammistaðan hefði verið góð miðað við stöðuna á hópnum. Hann hefði rætt við Guðna Bergsson og velt fyrir sér að halda áfram með liðið í gegnum Þjóðadeildina sem hefst í haust. Hann hafi hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að þá fengi nýr þjálfari engan tíma til undirbúnings fyrir EM 2020. Það væri ekki sanngjarnt að hann „tæki rjómann“, mest spennandi verkefnin, og því betra að stíga til hliðar. Erlend félagslið og landslið hafa verið í sambandi við umboðsmann Heimis en hann segir ekkert í hendi. Hvaða verkefni sem honum bjóðist vilji hann alltaf fá tíma til undirbúnings. Hvort sem það feli í sér að læra nýtt tungumál eða annað. Annars yrði hann hjá KSÍ út mánuðinn þegar samningurinn rynni út. Hvort hann yrði sambandinu innan handar við leit að þjálfara eða gerði annað sagðist Heimir ekki vita það. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, myndi kannski bara láta hann skúra gólfin.Fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi sem sjá má hér að ofan. Að neðan má sjá textalýsingu frá fundinum.
Heimir Hallgrímsson, fráfarandi þjálfari karlalandsliðs Íslands, hefur fengið fyrirspurnir erlendis frá, bæði frá landsliðum og félagsliðum. Hann segir launin aldrei hafa verið aðalatriðið í viðræðum við Knattspyrnusamband Íslands. Hann hafi velt fyrir sér að stýra liðinu út Þjóðadeildina en komist að þeirri niðurstöðu að það væri ósanngjarnt gagnvart þeim þjálfara sem svo tæki við. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem Heimir boðaði til með skömmum fyrirvara á Hilton í morgun. Þar nýtti Heimir tækifærið og þakkaði samstarfsfólki sínu samfylgdina auk þess sem hann fór yfir hvernig staða landsliðsins sé í dag að hans mati. Hún hefur aldrei verið betri að sögn Heimis og sömu sögu sé að segja um KSÍ þar sem allt sé í blóma og fjárhagsstaðan afar góð.Skilur við landsliðið í blóma Minnti Heimir á að meirihluti landsliðsmanna væri á besta aldri, að nálgast þrítugt. Landsliði hefði náð árangri sínum undanfarin ár á besta mögulega tíma. Liðið ætti framundan leiki gegn Belgíu og Sviss í Þjóðadeildinni en úrslit gegn svo sterkum andstæðingum gefi mörg stig á styrkleikalista FIFA. Þá hafi fjárhagsstaða KSÍ aldrei verið betri enda landsliðið skaffað heilmikið verðlaunafé. Liðið eigi nokkuð greiða leið á EM 2020 en liðið verði aldrei neðar en í 2. styrkleikaflokki þegar dregið verði í undankeppninni. Tilkynnt var um brotthvarf Heimis í tilkynningu frá KSÍ klukkan 10 í morgun. Í framhaldinu var boðað til tveggja blaðamannafunda, annars vegar hjá Heimi á Hilton klukkan 11 og svo hjá Guðna Bergssyni, formanni KSÍ, í höfuðstöðvum KSÍ klukkan 13:15. Fundurinn verður í beinni útsendingu á Vísi.Niðurstaðan í Rússlandi vonbrigði Heimir upplýsti á fundinum í dag að hugur hans hefði snúist í hringi síðan hann kom heim til Íslands eftir HM í Rússlandi. Niðurstaðan, eitt stig úr þremur leikjum, hefði verið vonbrigði þótt frammistaðan hefði verið góð miðað við stöðuna á hópnum. Hann hefði rætt við Guðna Bergsson og velt fyrir sér að halda áfram með liðið í gegnum Þjóðadeildina sem hefst í haust. Hann hafi hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að þá fengi nýr þjálfari engan tíma til undirbúnings fyrir EM 2020. Það væri ekki sanngjarnt að hann „tæki rjómann“, mest spennandi verkefnin, og því betra að stíga til hliðar. Erlend félagslið og landslið hafa verið í sambandi við umboðsmann Heimis en hann segir ekkert í hendi. Hvaða verkefni sem honum bjóðist vilji hann alltaf fá tíma til undirbúnings. Hvort sem það feli í sér að læra nýtt tungumál eða annað. Annars yrði hann hjá KSÍ út mánuðinn þegar samningurinn rynni út. Hvort hann yrði sambandinu innan handar við leit að þjálfara eða gerði annað sagðist Heimir ekki vita það. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, myndi kannski bara láta hann skúra gólfin.Fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi sem sjá má hér að ofan. Að neðan má sjá textalýsingu frá fundinum.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Heimir hættur að þjálfa íslenska landsliðið Heimir Hallgrímsson semur ekki áfram við KSÍ. 17. júlí 2018 10:08 Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Fleiri fréttir Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Sjá meira
Heimir hættur að þjálfa íslenska landsliðið Heimir Hallgrímsson semur ekki áfram við KSÍ. 17. júlí 2018 10:08