Ásdís himinlifandi með að hafa tapað Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. júlí 2018 10:58 Ásdís Hjálmsdóttir gleðst yfir því að framtíðin sé björt. vísir/anton brink Ásdís Hjálmsdóttir, Ólympíufari og Íslandsmethafi í spjótkasti, vann tvenn gullverðlaun og eitt silfur á 92. Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum sem fram fór á Sauðárkróki um helgina. Hún átti í engum vandræðum með að rúlla upp keppinautum sínum í spjótkastinu, sinni sterkustu grein, en Ásdís kastaði lengst 57,74 metra. María Rún Gunnlaugsdóttir varð önnur með kast upp á 42,80 metra. Ekki mikil samkeppni þar. Ásdís bar einnig sigur úr býtum í kúluvarpi. Hún varpiaði kúlunni lengst 15,11 metra en fékk samkeppni frá Ernu Sóleyju Gunnarsdóttur úr ÍR sem kastaði 14,44 metra. Thelma Lind Kristjánsdóttir, 21 árs gömul stúlka úr ÍR, varð þriðja með kast upp á 13,28 metra. Thelma Lind gerði sér svo lítið fyrir og lagði kastdrottningu Íslands í kringlukastinu. Hún kastaði lengst 49,85 metra í fjórða kasti en Ásdís kom kringlunni ekki lengra en 48,18 metra í fimmta kasti og gerði ógilt í síðasta kasti sínu. Ásdís Hjálmsdóttir er mikil keppnismanneskja og segir í pistli á Facebook-síðu sinni að hún ætlaði sér þrjú gull en hún fagnar því að fá loksins alvöru samkeppni. Hún er orðin þreytt á því að vita litinn á medalíunum sínum áður en hún mætir til leiks hér heima. „Ég veit ekki hversu margar svona [medalíur] ég hef unnið á ævinni en ég er nokkuð viss um að þetta silfur í kringlukastinu sé mín uppáhalds. Hún er uppáhaldið því hún táknar framtíðina,“ segir Ásdís. „Ég fékk áhugaverða spurningu í dag sem varð til þess að ég ritaði þessa færslu. Ég var spurð hvort ég væri pirruð yfir því að tapa. Þvert á móti er ég ánægð. Ég er ánægð með að samkeppnin er orðin svo mikil að ég tapaði ekki gullinu. Ég vann silfrið! Það sýnir hversu björt framtíðin er fyrir Frjálsíþróttasambandið.“ Ásdís viðurkennir að Thelma hafi einfaldlega verið betri en hún í kringlukastinu og hafi átt gullverðlaunin skilið. „Í íþróttum er gott að vita að það er jafngott að vita hvernig á að tapa eins og það er að vita hvernig á að vinna. Svo má ekki gleyma að ég er spjótkastari eftir allt saman,“ segir Ásdís Hjálmsdóttir. Næst á dagskrá hjá Ásdísi er Evrópumeistaramótið í Berlín sem fram fer 7.-12. ágúst en Ásdís virðist öll vera að koma til eftir erfið meiðsli og toppar vonandi í Berlín í næsta mánuði. Tæpur tveimur vikum áður en hún mætti á Meistaramótið kastaði hún 60,34 metra á móti erlendis. Íslandsmet hennar er 63,43 metrar en það setti hún í fyrra. Frjálsar íþróttir Mest lesið Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Sport Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Sjá meira
Ásdís Hjálmsdóttir, Ólympíufari og Íslandsmethafi í spjótkasti, vann tvenn gullverðlaun og eitt silfur á 92. Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum sem fram fór á Sauðárkróki um helgina. Hún átti í engum vandræðum með að rúlla upp keppinautum sínum í spjótkastinu, sinni sterkustu grein, en Ásdís kastaði lengst 57,74 metra. María Rún Gunnlaugsdóttir varð önnur með kast upp á 42,80 metra. Ekki mikil samkeppni þar. Ásdís bar einnig sigur úr býtum í kúluvarpi. Hún varpiaði kúlunni lengst 15,11 metra en fékk samkeppni frá Ernu Sóleyju Gunnarsdóttur úr ÍR sem kastaði 14,44 metra. Thelma Lind Kristjánsdóttir, 21 árs gömul stúlka úr ÍR, varð þriðja með kast upp á 13,28 metra. Thelma Lind gerði sér svo lítið fyrir og lagði kastdrottningu Íslands í kringlukastinu. Hún kastaði lengst 49,85 metra í fjórða kasti en Ásdís kom kringlunni ekki lengra en 48,18 metra í fimmta kasti og gerði ógilt í síðasta kasti sínu. Ásdís Hjálmsdóttir er mikil keppnismanneskja og segir í pistli á Facebook-síðu sinni að hún ætlaði sér þrjú gull en hún fagnar því að fá loksins alvöru samkeppni. Hún er orðin þreytt á því að vita litinn á medalíunum sínum áður en hún mætir til leiks hér heima. „Ég veit ekki hversu margar svona [medalíur] ég hef unnið á ævinni en ég er nokkuð viss um að þetta silfur í kringlukastinu sé mín uppáhalds. Hún er uppáhaldið því hún táknar framtíðina,“ segir Ásdís. „Ég fékk áhugaverða spurningu í dag sem varð til þess að ég ritaði þessa færslu. Ég var spurð hvort ég væri pirruð yfir því að tapa. Þvert á móti er ég ánægð. Ég er ánægð með að samkeppnin er orðin svo mikil að ég tapaði ekki gullinu. Ég vann silfrið! Það sýnir hversu björt framtíðin er fyrir Frjálsíþróttasambandið.“ Ásdís viðurkennir að Thelma hafi einfaldlega verið betri en hún í kringlukastinu og hafi átt gullverðlaunin skilið. „Í íþróttum er gott að vita að það er jafngott að vita hvernig á að tapa eins og það er að vita hvernig á að vinna. Svo má ekki gleyma að ég er spjótkastari eftir allt saman,“ segir Ásdís Hjálmsdóttir. Næst á dagskrá hjá Ásdísi er Evrópumeistaramótið í Berlín sem fram fer 7.-12. ágúst en Ásdís virðist öll vera að koma til eftir erfið meiðsli og toppar vonandi í Berlín í næsta mánuði. Tæpur tveimur vikum áður en hún mætti á Meistaramótið kastaði hún 60,34 metra á móti erlendis. Íslandsmet hennar er 63,43 metrar en það setti hún í fyrra.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Sport Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Sjá meira