Fékk skilorð vegna tafa við rannsókn máls hjá lögreglu Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 16. júlí 2018 07:00 Yfir tíu kíló af marijúana voru gerð upptæk auk ýmiss konar búnaðar til ræktunar. Fréttablaðið/Valli Maður sem sakfelldur var í Héraðsdómi Reykjavíkur 11. júlí fyrir kannabisræktun í Hafnarfirði fékk skilorðsbundinn dóm, meðal annars vegna þess hve langur tími leið frá upphafi rannsóknar þar til ákært var í málinu. Rannsókn málsins hófst í byrjun apríl 2014. Tveir voru grunaðir um aðild að málinu, Jan Andrzej Morsztyn og Kristján Haukur Einarsson. Þeir játuðu báðir í skýrslutöku hjá lögreglu 3. apríl. Kristján sagðist hafa staðið einn að ræktuninni og að Jan hefði ekki vitað af henni. Jan sagðist hins vegar, í skýrslutöku sama dag, sjálfur hafa staðið einn að ræktuninni og sagði Kristján ekkert hafa vitað um hana. Þremur árum síðar, eða 24. apríl 2017, mætti Kristján aftur til skýrslugjafar hjá lögreglu og sagði að tveimur dögum áður en kannabisræktunin var upprætt hefði Jan sýnt honum ræktunina og spurt hvort hann væri tilbúinn til að taka hana á sig ef lögregla kæmi til með að uppgötva hana. Hefði Jan lofað honum peningagreiðslu fyrir að taka á sig sök. Þótt samningar um fjárhæðina hefðu ekki tekist þegar lögreglan upprætti ræktunina, hefði Kristján tekið á sig sökina eins og þeir hefðu samið um. Hálfu ári síðar, í nóvember 2017, var ákæra gefin út á hendur þeim báðum.Mennirnir voru dæmdir í Héraðsdómi Reykjavíkur.VísirVið aðalmeðferð málsins játaði Jan að hafa beðið Kristján að taka á sig sök í málinu og hefði hann ætlað að greiða honum fyrir það. Bar Kristján því við að hafa verið í mikilli neyslu á þeim tíma sem hann var beðinn að taka á sig sökina og á leiðinni í fangelsi hvort eð er. Fram kemur í dóminum að Kristján var dæmdur í sextán mánaða fangelsi nokkrum dögum áður en ræktunin var upprætt. Sagðist Kristján hafa rætt málið við saksóknara sem hafði málið til meðferðar hjá lögreglu og sagði málið þá hafa verið sent aftur til rannsóknar. Ekki hefði hins vegar verið rætt við hann aftur um málið. Að mati dómsins eru frásagnir þeirra Jans og Kristjáns ótrúverðugar um að Kristján hafi ranglega játað á sig sök í öndverðu. Hins vegar skuli reisa á þeim sönnunargögnum sem lögð eru fyrir dóm og enginn sem gaf skýrslu fyrir dómi hafi borið að Kristján hafi komið að ræktuninni og ekkert annað sé handfast um sekt hans í málinu annað en játning hans hjá lögreglu sem hann dró síðar til baka bæði hjá lögreglu og fyrir dómi. Þrátt fyrr það sem dragi úr trúverðugleika þess að Kristján hafi í raun og veru ranglega tekið sök í málinu, verði ekki litið svo á að sök hans hafi verið sönnuð þannig að hafið sé yfir skynsamlegan vafa. Var Kristján því sýknaður af ákærunni. Jan var því einn sakfelldur í málinu og við ákvörðun refsingar var tekið mið af hreinu sakavottorði hans, játningu og því að ákæra var ekki gefin út í málinu fyrr en í nóvember 2017, meira en hálfu fjórða ári eftir að málið kom upp, í apríl 2014. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Maður sem sakfelldur var í Héraðsdómi Reykjavíkur 11. júlí fyrir kannabisræktun í Hafnarfirði fékk skilorðsbundinn dóm, meðal annars vegna þess hve langur tími leið frá upphafi rannsóknar þar til ákært var í málinu. Rannsókn málsins hófst í byrjun apríl 2014. Tveir voru grunaðir um aðild að málinu, Jan Andrzej Morsztyn og Kristján Haukur Einarsson. Þeir játuðu báðir í skýrslutöku hjá lögreglu 3. apríl. Kristján sagðist hafa staðið einn að ræktuninni og að Jan hefði ekki vitað af henni. Jan sagðist hins vegar, í skýrslutöku sama dag, sjálfur hafa staðið einn að ræktuninni og sagði Kristján ekkert hafa vitað um hana. Þremur árum síðar, eða 24. apríl 2017, mætti Kristján aftur til skýrslugjafar hjá lögreglu og sagði að tveimur dögum áður en kannabisræktunin var upprætt hefði Jan sýnt honum ræktunina og spurt hvort hann væri tilbúinn til að taka hana á sig ef lögregla kæmi til með að uppgötva hana. Hefði Jan lofað honum peningagreiðslu fyrir að taka á sig sök. Þótt samningar um fjárhæðina hefðu ekki tekist þegar lögreglan upprætti ræktunina, hefði Kristján tekið á sig sökina eins og þeir hefðu samið um. Hálfu ári síðar, í nóvember 2017, var ákæra gefin út á hendur þeim báðum.Mennirnir voru dæmdir í Héraðsdómi Reykjavíkur.VísirVið aðalmeðferð málsins játaði Jan að hafa beðið Kristján að taka á sig sök í málinu og hefði hann ætlað að greiða honum fyrir það. Bar Kristján því við að hafa verið í mikilli neyslu á þeim tíma sem hann var beðinn að taka á sig sökina og á leiðinni í fangelsi hvort eð er. Fram kemur í dóminum að Kristján var dæmdur í sextán mánaða fangelsi nokkrum dögum áður en ræktunin var upprætt. Sagðist Kristján hafa rætt málið við saksóknara sem hafði málið til meðferðar hjá lögreglu og sagði málið þá hafa verið sent aftur til rannsóknar. Ekki hefði hins vegar verið rætt við hann aftur um málið. Að mati dómsins eru frásagnir þeirra Jans og Kristjáns ótrúverðugar um að Kristján hafi ranglega játað á sig sök í öndverðu. Hins vegar skuli reisa á þeim sönnunargögnum sem lögð eru fyrir dóm og enginn sem gaf skýrslu fyrir dómi hafi borið að Kristján hafi komið að ræktuninni og ekkert annað sé handfast um sekt hans í málinu annað en játning hans hjá lögreglu sem hann dró síðar til baka bæði hjá lögreglu og fyrir dómi. Þrátt fyrr það sem dragi úr trúverðugleika þess að Kristján hafi í raun og veru ranglega tekið sök í málinu, verði ekki litið svo á að sök hans hafi verið sönnuð þannig að hafið sé yfir skynsamlegan vafa. Var Kristján því sýknaður af ákærunni. Jan var því einn sakfelldur í málinu og við ákvörðun refsingar var tekið mið af hreinu sakavottorði hans, játningu og því að ákæra var ekki gefin út í málinu fyrr en í nóvember 2017, meira en hálfu fjórða ári eftir að málið kom upp, í apríl 2014.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira