Fékk skilorð vegna tafa við rannsókn máls hjá lögreglu Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 16. júlí 2018 07:00 Yfir tíu kíló af marijúana voru gerð upptæk auk ýmiss konar búnaðar til ræktunar. Fréttablaðið/Valli Maður sem sakfelldur var í Héraðsdómi Reykjavíkur 11. júlí fyrir kannabisræktun í Hafnarfirði fékk skilorðsbundinn dóm, meðal annars vegna þess hve langur tími leið frá upphafi rannsóknar þar til ákært var í málinu. Rannsókn málsins hófst í byrjun apríl 2014. Tveir voru grunaðir um aðild að málinu, Jan Andrzej Morsztyn og Kristján Haukur Einarsson. Þeir játuðu báðir í skýrslutöku hjá lögreglu 3. apríl. Kristján sagðist hafa staðið einn að ræktuninni og að Jan hefði ekki vitað af henni. Jan sagðist hins vegar, í skýrslutöku sama dag, sjálfur hafa staðið einn að ræktuninni og sagði Kristján ekkert hafa vitað um hana. Þremur árum síðar, eða 24. apríl 2017, mætti Kristján aftur til skýrslugjafar hjá lögreglu og sagði að tveimur dögum áður en kannabisræktunin var upprætt hefði Jan sýnt honum ræktunina og spurt hvort hann væri tilbúinn til að taka hana á sig ef lögregla kæmi til með að uppgötva hana. Hefði Jan lofað honum peningagreiðslu fyrir að taka á sig sök. Þótt samningar um fjárhæðina hefðu ekki tekist þegar lögreglan upprætti ræktunina, hefði Kristján tekið á sig sökina eins og þeir hefðu samið um. Hálfu ári síðar, í nóvember 2017, var ákæra gefin út á hendur þeim báðum.Mennirnir voru dæmdir í Héraðsdómi Reykjavíkur.VísirVið aðalmeðferð málsins játaði Jan að hafa beðið Kristján að taka á sig sök í málinu og hefði hann ætlað að greiða honum fyrir það. Bar Kristján því við að hafa verið í mikilli neyslu á þeim tíma sem hann var beðinn að taka á sig sökina og á leiðinni í fangelsi hvort eð er. Fram kemur í dóminum að Kristján var dæmdur í sextán mánaða fangelsi nokkrum dögum áður en ræktunin var upprætt. Sagðist Kristján hafa rætt málið við saksóknara sem hafði málið til meðferðar hjá lögreglu og sagði málið þá hafa verið sent aftur til rannsóknar. Ekki hefði hins vegar verið rætt við hann aftur um málið. Að mati dómsins eru frásagnir þeirra Jans og Kristjáns ótrúverðugar um að Kristján hafi ranglega játað á sig sök í öndverðu. Hins vegar skuli reisa á þeim sönnunargögnum sem lögð eru fyrir dóm og enginn sem gaf skýrslu fyrir dómi hafi borið að Kristján hafi komið að ræktuninni og ekkert annað sé handfast um sekt hans í málinu annað en játning hans hjá lögreglu sem hann dró síðar til baka bæði hjá lögreglu og fyrir dómi. Þrátt fyrr það sem dragi úr trúverðugleika þess að Kristján hafi í raun og veru ranglega tekið sök í málinu, verði ekki litið svo á að sök hans hafi verið sönnuð þannig að hafið sé yfir skynsamlegan vafa. Var Kristján því sýknaður af ákærunni. Jan var því einn sakfelldur í málinu og við ákvörðun refsingar var tekið mið af hreinu sakavottorði hans, játningu og því að ákæra var ekki gefin út í málinu fyrr en í nóvember 2017, meira en hálfu fjórða ári eftir að málið kom upp, í apríl 2014. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Sjá meira
Maður sem sakfelldur var í Héraðsdómi Reykjavíkur 11. júlí fyrir kannabisræktun í Hafnarfirði fékk skilorðsbundinn dóm, meðal annars vegna þess hve langur tími leið frá upphafi rannsóknar þar til ákært var í málinu. Rannsókn málsins hófst í byrjun apríl 2014. Tveir voru grunaðir um aðild að málinu, Jan Andrzej Morsztyn og Kristján Haukur Einarsson. Þeir játuðu báðir í skýrslutöku hjá lögreglu 3. apríl. Kristján sagðist hafa staðið einn að ræktuninni og að Jan hefði ekki vitað af henni. Jan sagðist hins vegar, í skýrslutöku sama dag, sjálfur hafa staðið einn að ræktuninni og sagði Kristján ekkert hafa vitað um hana. Þremur árum síðar, eða 24. apríl 2017, mætti Kristján aftur til skýrslugjafar hjá lögreglu og sagði að tveimur dögum áður en kannabisræktunin var upprætt hefði Jan sýnt honum ræktunina og spurt hvort hann væri tilbúinn til að taka hana á sig ef lögregla kæmi til með að uppgötva hana. Hefði Jan lofað honum peningagreiðslu fyrir að taka á sig sök. Þótt samningar um fjárhæðina hefðu ekki tekist þegar lögreglan upprætti ræktunina, hefði Kristján tekið á sig sökina eins og þeir hefðu samið um. Hálfu ári síðar, í nóvember 2017, var ákæra gefin út á hendur þeim báðum.Mennirnir voru dæmdir í Héraðsdómi Reykjavíkur.VísirVið aðalmeðferð málsins játaði Jan að hafa beðið Kristján að taka á sig sök í málinu og hefði hann ætlað að greiða honum fyrir það. Bar Kristján því við að hafa verið í mikilli neyslu á þeim tíma sem hann var beðinn að taka á sig sökina og á leiðinni í fangelsi hvort eð er. Fram kemur í dóminum að Kristján var dæmdur í sextán mánaða fangelsi nokkrum dögum áður en ræktunin var upprætt. Sagðist Kristján hafa rætt málið við saksóknara sem hafði málið til meðferðar hjá lögreglu og sagði málið þá hafa verið sent aftur til rannsóknar. Ekki hefði hins vegar verið rætt við hann aftur um málið. Að mati dómsins eru frásagnir þeirra Jans og Kristjáns ótrúverðugar um að Kristján hafi ranglega játað á sig sök í öndverðu. Hins vegar skuli reisa á þeim sönnunargögnum sem lögð eru fyrir dóm og enginn sem gaf skýrslu fyrir dómi hafi borið að Kristján hafi komið að ræktuninni og ekkert annað sé handfast um sekt hans í málinu annað en játning hans hjá lögreglu sem hann dró síðar til baka bæði hjá lögreglu og fyrir dómi. Þrátt fyrr það sem dragi úr trúverðugleika þess að Kristján hafi í raun og veru ranglega tekið sök í málinu, verði ekki litið svo á að sök hans hafi verið sönnuð þannig að hafið sé yfir skynsamlegan vafa. Var Kristján því sýknaður af ákærunni. Jan var því einn sakfelldur í málinu og við ákvörðun refsingar var tekið mið af hreinu sakavottorði hans, játningu og því að ákæra var ekki gefin út í málinu fyrr en í nóvember 2017, meira en hálfu fjórða ári eftir að málið kom upp, í apríl 2014.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Sjá meira