Dejan Lovren í einstökum HM-klúbbi með Thierry Henry Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júlí 2018 22:45 Dejan Lovren gengur fyrir sínu liði í leikmannagöngunum í gær. Vísir/Getty Dejan Lovren er kominn í mjög fámennan klúbb leikmanna úr ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Í raun eru í þessum klúbb aðeins hann og svo ein mesta goðsögn enska fótboltans síðustu áratugi. Dejan Lovren er miðvörður Liverpool og króatíska landsliðsins og mun spila tvo stærstu fótboltaleiki ársins 2018. Lovren fór með Liverpool-liðinu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í vor og spilar úrslitaleikinn á HM með króatíska landsliðinu á sunnudaginn kemur. Liverpool tapaði á móti Real Madrid í úrslitaleiknum eftir tvö skelfileg mistök markvarðar síns. Dejan Lovren gaf allt í leikinn og lagði meðal annars upp mark Liverpool í 3-1 tapi. Króatinn vann hug og hjörtu margra stuðningsmanna Liverpool með frammistöðu sinni enda skildi hann hreinlega allt eftir á vellinum.2 - Dejan Lovren is set to become only the second player to play in the Champions League final for an English club, and the World Cup final in the same year (after Thierry Henry in 2006). Defence. #CRO#WorldCuppic.twitter.com/669KQq47se — OptaJoe (@OptaJoe) July 12, 2018 Aðeins einn annar leikmaður hefur náð því á sama ári að spila úrslitaleik Meistaradeildarinnar með ensku félagi og svo úrslitaleik HM sama ár. Sá hinn sami er Frakkinn Thierry Henry sem náði þessu með Arsenal og franska landsliðinu árið 2006. Henry tapaði reyndar báðum úrslitaleikjunum, 2-1 með Arsenal á móti Barcelona á Stade de France og svo í vítakeppni með Frökkum á móti Ítölum á Ólympíuleikvanginum í Berlín. Dejan Lovren var mjög ánægður með sig eftir sigur Króata á enska landsliðinu í gærkvöldi og sagði mönnum meðal að hætta gagnrýna sig og fara að viðurkenna að hann einn besti varnarmaður heims. Það bendir samt margt til þess að Dejan Lovren þurfi að upplifa það sama og Thierry Henry fyrir tólf árum síðan sem er að vinna tvö silfur með innan við tveggja mánaða milli í tveimur stærstu fótboltaleikjum ársins. HM 2018 í Rússlandi Meistaradeild Evrópu Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sjá meira
Dejan Lovren er kominn í mjög fámennan klúbb leikmanna úr ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Í raun eru í þessum klúbb aðeins hann og svo ein mesta goðsögn enska fótboltans síðustu áratugi. Dejan Lovren er miðvörður Liverpool og króatíska landsliðsins og mun spila tvo stærstu fótboltaleiki ársins 2018. Lovren fór með Liverpool-liðinu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í vor og spilar úrslitaleikinn á HM með króatíska landsliðinu á sunnudaginn kemur. Liverpool tapaði á móti Real Madrid í úrslitaleiknum eftir tvö skelfileg mistök markvarðar síns. Dejan Lovren gaf allt í leikinn og lagði meðal annars upp mark Liverpool í 3-1 tapi. Króatinn vann hug og hjörtu margra stuðningsmanna Liverpool með frammistöðu sinni enda skildi hann hreinlega allt eftir á vellinum.2 - Dejan Lovren is set to become only the second player to play in the Champions League final for an English club, and the World Cup final in the same year (after Thierry Henry in 2006). Defence. #CRO#WorldCuppic.twitter.com/669KQq47se — OptaJoe (@OptaJoe) July 12, 2018 Aðeins einn annar leikmaður hefur náð því á sama ári að spila úrslitaleik Meistaradeildarinnar með ensku félagi og svo úrslitaleik HM sama ár. Sá hinn sami er Frakkinn Thierry Henry sem náði þessu með Arsenal og franska landsliðinu árið 2006. Henry tapaði reyndar báðum úrslitaleikjunum, 2-1 með Arsenal á móti Barcelona á Stade de France og svo í vítakeppni með Frökkum á móti Ítölum á Ólympíuleikvanginum í Berlín. Dejan Lovren var mjög ánægður með sig eftir sigur Króata á enska landsliðinu í gærkvöldi og sagði mönnum meðal að hætta gagnrýna sig og fara að viðurkenna að hann einn besti varnarmaður heims. Það bendir samt margt til þess að Dejan Lovren þurfi að upplifa það sama og Thierry Henry fyrir tólf árum síðan sem er að vinna tvö silfur með innan við tveggja mánaða milli í tveimur stærstu fótboltaleikjum ársins.
HM 2018 í Rússlandi Meistaradeild Evrópu Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sjá meira