Fimmti Steingrímsson-bróðirinn skoraði fyrir Völsung Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. júlí 2018 11:30 Ólafur Jóhann Steingrímsson fagnar fyrsta marki sínu fyrir Völsung. mynd/Hafþór-640.is Ólafur Jóhann Steingrímsson, 19 ára gamall leikmaður Völsungs í 2. deild karla í fótbolta, tryggði Húsvíkingum 1-0 sigur á Tindastóli með dramatísku sigurmarki í uppbótartíma í gærkvöldi. Ólafur Jóhann skoraði þarna sitt fyrsta mark í meistaraflokki fyrir Völsung en hann hefur verið stjarna í yngri flokkum félagsins um árabil og var valinn besti leikmaður 2. flokks í fyrra. Hann varð í gærkvöldi fimmti Steingrímsson-bróðirinn sem skorar fyrir Völsung en Ólafur Jóhann á fjóra bræður sem spilað hafa fyrir þá grænu og skorað að minnsta kosti eitt mark.Hallgrímur Mar spilar fyrir KA eins og Hrannar Björnvísir/báraGuðmundur Óli fyrstur Guðmundur Óli Steingrímsson er sá elsti (f. 1986) en hann var í byrjunarliðinu í gær. Ólafur kom inn af bekknum á 75. mínútu og varð hetjan með þessu fyrsta marki sínu fyrir meistaraflokkinn. Guðmundur Óli spilaði sinn fyrsta leik á móti Fjölni 20. maí 2003 og skoraði sitt fyrsta mark í 6-0 bursti á Létti í 2. deildinni níu dögum síðan. Hann á leiki fyrir KA eins og þeir Hallgrímur Mar (f. 1990) og Hrannar Björn (f. 1992) sem báðir eru byrjunarliðsmenn hjá KA í Pepsi-deildinni í dag. Hallgrímur Mar þykir besti sonur Steingríms á fótboltavellinum en hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir Völsung 21. júlí 2007 á móti Aftureldingu en skoraði sitt fyrsta mark nánast sléttu ári síðar í 3-1 sigri á móti Gróttu.Andri Valur fylgist með bróður sínum taka innkast. Hann er hæstur til að skora.mynd/Hafþór-640.isEinn í viðbót Hrannar Björn spilaði sinn fyrsta leik fyrir Völsung 26. maí 2008 og skoraði sitt fyrsta mark í lok ágúst sama ár í 2-2 jafntefli gegn Reyni en allir skoruðu sitt fyrsta mark fyrir Völsung í 2. deildinni. Eini bróðirinn sem er ekki að spila lengur er Sveinbjörn Már Steingrímsson (f. 1988). Hann lagði skóna á hilluna sem leikmaður Álftanes árið 2015 en spilaði sinn fyrsta leik fyrir Völsung í júlí 2007 í sama leik og Hallgrímur Mar. Hann skoraði sitt fyrsta og eina mark fyrir þá grænu 5. ágúst 2011 í 6-0 sigri á Árborg. Nú ef fólki þykir ekki nóg að fimm Steingrímssynir eru búnir að skora fyrir Völsung þá er von á þeim sjötta eftir nokkur ár. Andri Valur Bergmann Steingrímsson er nefnilega ungur og efnilegur snáði í sjötta flokki Völsungs en hann var boltastrákur á leiknum í gær þar sem að Ólafur Jóhann skoraði sitt fyrsta mark. Íslenski boltinn Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Er ekki loksins kominn tími á það að því að við vinnum Danina? Fótbolti Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að því að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Sjá meira
Ólafur Jóhann Steingrímsson, 19 ára gamall leikmaður Völsungs í 2. deild karla í fótbolta, tryggði Húsvíkingum 1-0 sigur á Tindastóli með dramatísku sigurmarki í uppbótartíma í gærkvöldi. Ólafur Jóhann skoraði þarna sitt fyrsta mark í meistaraflokki fyrir Völsung en hann hefur verið stjarna í yngri flokkum félagsins um árabil og var valinn besti leikmaður 2. flokks í fyrra. Hann varð í gærkvöldi fimmti Steingrímsson-bróðirinn sem skorar fyrir Völsung en Ólafur Jóhann á fjóra bræður sem spilað hafa fyrir þá grænu og skorað að minnsta kosti eitt mark.Hallgrímur Mar spilar fyrir KA eins og Hrannar Björnvísir/báraGuðmundur Óli fyrstur Guðmundur Óli Steingrímsson er sá elsti (f. 1986) en hann var í byrjunarliðinu í gær. Ólafur kom inn af bekknum á 75. mínútu og varð hetjan með þessu fyrsta marki sínu fyrir meistaraflokkinn. Guðmundur Óli spilaði sinn fyrsta leik á móti Fjölni 20. maí 2003 og skoraði sitt fyrsta mark í 6-0 bursti á Létti í 2. deildinni níu dögum síðan. Hann á leiki fyrir KA eins og þeir Hallgrímur Mar (f. 1990) og Hrannar Björn (f. 1992) sem báðir eru byrjunarliðsmenn hjá KA í Pepsi-deildinni í dag. Hallgrímur Mar þykir besti sonur Steingríms á fótboltavellinum en hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir Völsung 21. júlí 2007 á móti Aftureldingu en skoraði sitt fyrsta mark nánast sléttu ári síðar í 3-1 sigri á móti Gróttu.Andri Valur fylgist með bróður sínum taka innkast. Hann er hæstur til að skora.mynd/Hafþór-640.isEinn í viðbót Hrannar Björn spilaði sinn fyrsta leik fyrir Völsung 26. maí 2008 og skoraði sitt fyrsta mark í lok ágúst sama ár í 2-2 jafntefli gegn Reyni en allir skoruðu sitt fyrsta mark fyrir Völsung í 2. deildinni. Eini bróðirinn sem er ekki að spila lengur er Sveinbjörn Már Steingrímsson (f. 1988). Hann lagði skóna á hilluna sem leikmaður Álftanes árið 2015 en spilaði sinn fyrsta leik fyrir Völsung í júlí 2007 í sama leik og Hallgrímur Mar. Hann skoraði sitt fyrsta og eina mark fyrir þá grænu 5. ágúst 2011 í 6-0 sigri á Árborg. Nú ef fólki þykir ekki nóg að fimm Steingrímssynir eru búnir að skora fyrir Völsung þá er von á þeim sjötta eftir nokkur ár. Andri Valur Bergmann Steingrímsson er nefnilega ungur og efnilegur snáði í sjötta flokki Völsungs en hann var boltastrákur á leiknum í gær þar sem að Ólafur Jóhann skoraði sitt fyrsta mark.
Íslenski boltinn Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Er ekki loksins kominn tími á það að því að við vinnum Danina? Fótbolti Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að því að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Sjá meira