Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins í „algjörum hnút“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. júlí 2018 15:57 Frá samningafundi í deilunni í síðustu viku. Fundinum í dag var slitið eftir um tvo tíma og hefur ekki verið boðað til nýs fundar. fréttablaðið/ernir Fundi í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins lauk nú rétt fyrir klukkan 16 án niðurstöðu. Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir í samtali við Vísi að ekki hafi verið boðað til nýs fundar í deilunni. Kjaradeilan sé því í „algjörum hnút“ að sögn Katrínar. Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins, segir í samtali við fréttastofu lyktir fundarins í dag séu „veruleg vonbrigði.“ Þá segir hann einnig að deilan sé í hnút. „Það var engin niðurstaða. Það var lagt fram algjörlega ófullnægjandi tilboð fyrir okkur þannig að fundi var bara slitið og það hefur ekki verið boðað til annars fundar. Deilan er bara í algjörum hnút,“ segir Katrín og bætir við að samninganefnd ljósmæðra sé algjörlega miður sín vegna þessarar stöðu. „Okkur skilst það að þeim sé það þröngur stakkur búinn að þeir geti ekki mætt okkar kröfum að neinu leyti þannig að þar við situr.“Vilja 110 milljónum meira inn í stofnanasamninga Eins og Vísir greindi frá í morgun eru kröfur ljósmæðra nú að fá sömu launahækkanir og samið var um síðast í kjarasamningi sem ljósmæður felldu, það er það er 6,9 prósent launahækkun til dagvinnukvenna og 8,1 prósent hækkun til vaktavinnukvenna. Þá vilja þær fá aukið fjármagn frá velferðaráðuneytinu inn í stofnanasamninga til að ná fram leiðréttingu á launasetningu stéttarinnar. Í samningnum sem felldur var í maí síðastliðnum kom velferðarráðuneytið inn með 60 milljóna króna fjárveitingu inn á stofnanir vegna launaleiðréttingar. Ljósmæður segja þá upphæð ekki duga og gera nú kröfur um 170 milljónir króna í leiðréttinguna. Það munar því 110 milljónum króna á því sem ljósmæður krefjast og því sem ríkið býður. Það er því augljóst að mikið ber í milli deiluaðila. „Við þurfum að fá 170 milljónir inn á stofnanir og það er bara algjört lágmark. Okkur finnst þetta svíða óskaplega þegar maður bara skoðar söguna undanfarna mánuði og nokkur ár að það sé ekki hægt að leggja 170 milljónir yfir árið til 285 ljósmæðra, við erum ekki einu sinni að tala um launahækkun heldur til þess að mæta breytingum á inntaki starfsins, og lagfæra launaröðunina, þegar þetta eru upphæðir sem einstaklingar eru að fá á öðrum vettvangi, eins og bankastjórar ríkisbanka og annað. Verðmætamatið er eins brenglað og frekast getur verið,“ segir Katrín.Fréttin hefur verið uppfærð. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Tóku víkingaklappið til stuðnings ljósmæðrum Fundur í kjaradeilu ljósmæðra hófst klukkan 14 í húsakynnum ríkissáttasemjara við Borgartún. 11. júlí 2018 14:10 Segir ljósmæður hafa lagt fram sínar lokakröfur sem þær munu ekki hvika frá Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir að þær kröfur sem ljósmæður hafi sett fram á síðasta fundi með samninganefnd ríkisins hjá ríkissáttasemjara í liðinni viku séu lægstu kröfur þeirra. Þær séu komnar að sársaukamörkum og muni ekki skrifa undir neitt lægra. 11. júlí 2018 11:45 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Fundi í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins lauk nú rétt fyrir klukkan 16 án niðurstöðu. Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir í samtali við Vísi að ekki hafi verið boðað til nýs fundar í deilunni. Kjaradeilan sé því í „algjörum hnút“ að sögn Katrínar. Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins, segir í samtali við fréttastofu lyktir fundarins í dag séu „veruleg vonbrigði.“ Þá segir hann einnig að deilan sé í hnút. „Það var engin niðurstaða. Það var lagt fram algjörlega ófullnægjandi tilboð fyrir okkur þannig að fundi var bara slitið og það hefur ekki verið boðað til annars fundar. Deilan er bara í algjörum hnút,“ segir Katrín og bætir við að samninganefnd ljósmæðra sé algjörlega miður sín vegna þessarar stöðu. „Okkur skilst það að þeim sé það þröngur stakkur búinn að þeir geti ekki mætt okkar kröfum að neinu leyti þannig að þar við situr.“Vilja 110 milljónum meira inn í stofnanasamninga Eins og Vísir greindi frá í morgun eru kröfur ljósmæðra nú að fá sömu launahækkanir og samið var um síðast í kjarasamningi sem ljósmæður felldu, það er það er 6,9 prósent launahækkun til dagvinnukvenna og 8,1 prósent hækkun til vaktavinnukvenna. Þá vilja þær fá aukið fjármagn frá velferðaráðuneytinu inn í stofnanasamninga til að ná fram leiðréttingu á launasetningu stéttarinnar. Í samningnum sem felldur var í maí síðastliðnum kom velferðarráðuneytið inn með 60 milljóna króna fjárveitingu inn á stofnanir vegna launaleiðréttingar. Ljósmæður segja þá upphæð ekki duga og gera nú kröfur um 170 milljónir króna í leiðréttinguna. Það munar því 110 milljónum króna á því sem ljósmæður krefjast og því sem ríkið býður. Það er því augljóst að mikið ber í milli deiluaðila. „Við þurfum að fá 170 milljónir inn á stofnanir og það er bara algjört lágmark. Okkur finnst þetta svíða óskaplega þegar maður bara skoðar söguna undanfarna mánuði og nokkur ár að það sé ekki hægt að leggja 170 milljónir yfir árið til 285 ljósmæðra, við erum ekki einu sinni að tala um launahækkun heldur til þess að mæta breytingum á inntaki starfsins, og lagfæra launaröðunina, þegar þetta eru upphæðir sem einstaklingar eru að fá á öðrum vettvangi, eins og bankastjórar ríkisbanka og annað. Verðmætamatið er eins brenglað og frekast getur verið,“ segir Katrín.Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Tóku víkingaklappið til stuðnings ljósmæðrum Fundur í kjaradeilu ljósmæðra hófst klukkan 14 í húsakynnum ríkissáttasemjara við Borgartún. 11. júlí 2018 14:10 Segir ljósmæður hafa lagt fram sínar lokakröfur sem þær munu ekki hvika frá Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir að þær kröfur sem ljósmæður hafi sett fram á síðasta fundi með samninganefnd ríkisins hjá ríkissáttasemjara í liðinni viku séu lægstu kröfur þeirra. Þær séu komnar að sársaukamörkum og muni ekki skrifa undir neitt lægra. 11. júlí 2018 11:45 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Tóku víkingaklappið til stuðnings ljósmæðrum Fundur í kjaradeilu ljósmæðra hófst klukkan 14 í húsakynnum ríkissáttasemjara við Borgartún. 11. júlí 2018 14:10
Segir ljósmæður hafa lagt fram sínar lokakröfur sem þær munu ekki hvika frá Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir að þær kröfur sem ljósmæður hafi sett fram á síðasta fundi með samninganefnd ríkisins hjá ríkissáttasemjara í liðinni viku séu lægstu kröfur þeirra. Þær séu komnar að sársaukamörkum og muni ekki skrifa undir neitt lægra. 11. júlí 2018 11:45