Trump setti NATO-fundinn úr skorðum Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. júlí 2018 09:03 Donald Trump mætti ásamt eiginkonu sinni Melaniu til Brussel í morgun. Vísir/getty Donald Trump Bandaríkjaforseti lét Þjóðverja heyra það á fyrsta degi leiðtogafundar Atlantshafsbandalagsins (NATO), sem fram fer í Brussel. Forsetinn sakaði stjórnvöld í Berlín um að vera „strengjabrúður Rússa“ í ljósi þess að hátt hlutfall orkunnar sem notuð er í Þýskalandi er keypt frá Rússlandi. Samband ríkjanna væri því, að mati Trump, „óviðeigandi.“ Leiðtogar NATO hafa beðið með öndina í hálsinum undanfarna daga og velt vöngum yfir því hvað Trump myndi gera á fundinum. Bandaríkjaforseti hefur á síðustu dögum sent hinum ýmsu leiðtogum NATO-ríkjanna pillur og kvartað yfir því hversu lítið hin ríkin greiða til varnarbandalagsins. Hafi fundarmenn verið í einhverjum vafa um hvað Trump myndi gera í Brussel þá þurftu þeir ekki að bíða lengi. Þó ekki séu nema nokkrar klukkustundir liðnar af fundinum hafa fréttaskýrendur lýst honum sem einum þeim „klofnasta“ sem haldinn hefur verið í 69 ára sögu bandalagsins. Fundirnir eru yfirleitt heldur formfastir og reglubundnir en svo virðist sem þessi fundur verði eitthvað allt annað. Trump kvartaði á fundinum í morgun yfir því að fjölmargir framámenn í þýskum stjórnmálum hafi sagt skilið við pólítíkina og farið að vinna fyrir rússnesk orkufyrirtæki. Það þætti honum einnig gríðarlega óviðeigandi. „Þýskaland er undir fullkominni stjórn Rússlands,“ sagði Trump.Sjá einnig: Trump verði að virða vini sínaÁrásir hans á Þýskaland eru raktar til óánægju hans með framlög stjórnvalda í Berlín til NATO-samstarfsins. Bandaríkjaforseti telur ótækt að ríki hans greiði langstærstan hluta kostnaðarins, sérstaklega í ljósi þess að Þjóðverjar verji aðeins um 1% af þjóðarframleiðslu sinni til varnarmála, samanborið við 3,5% Bandaríkjanna. „Mér finnst það ósanngjarnt,“ sagði Trump. Þjóðverjar hafa í hyggju að tvöfalda framlag sitt til varnarmála fyrir árið 2030. Það er ekki nóg að mati Trump. „Þeir gætu gert það á morgun,“ sagði forsetinn. Þá má jafnframt velta vöngum yfir því hvort að ofuráhersla Trump á tengsl Þýskalands og Rússlands sé tilraun til að dreifa athyglinni frá hans eigin Rússavandræðum. Forsetatíð Trump hefur liðið fyrir rannsókn Robert Mueller á íhlutun Rússa í forsetakosningunum árið 2016. Hluti rannsóknarinnar lýtur að tengslum kosningaliðs Trump við rússneska auð- og ráðamenn. Á þriðja tug einstaklinga og þrjú fyrirtæki hafa verið ákærð í tengslum við rannsóknina og telja margir að hringurinn í kringum forsetann sé farinn að þrengjast. Trump hefur ætíð þrætt fyrir tengsl kosningabaráttu sinnar við Rússland og kallað rannsóknina stærstu nornaveiðar í nútímasögu bandarískra stjórnmála. Bandaríkin Donald Trump NATO Rússarannsóknin Tengdar fréttir Leiðtogar NATO-ríkjanna mætast á morgun Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins hittast í Brussel á morgun. Funda í þrjá daga. Fundarins beðið með eftirvæntingu og vangaveltur um hvað Bandaríkjaforseti geri og segi. Utanríkisráðherra Íslands segir málflutning Bandaríkjamanna nú í takt við fyrri forseta. 10. júlí 2018 08:00 Trump verði að virða vini sína Donald Trump Bandaríkjaforseti mætir síðar í dag á leiðtogafund NATO í Brussel og er búist við hörðum deilum á fundinum. 11. júlí 2018 06:41 Katrín segir óvissu í evrópskum stjórnmálum setja svip sinn á NATO þingið Forsætisráðherra segir mikla spennu í stjórnmálum einstakra ríkja innan Atlantshafsbandalagsins setja svip sinn á leiðtogafund bandalagsins sem hefst í Brussel á morgun. Trump Bandaríkjaforseti ítrekaði í dag að önnur aðildarríki NATO yrðu að auka framlög sín til varnarmála. 10. júlí 2018 20:34 Trump telur fundinn með Pútín auðveldari en með bandamönnum Bandaríkjaforseti heldur áfram að gagnrýna bandamenn fyrir viku funda með þeim og Pútín Rússlandsforseta. 10. júlí 2018 12:57 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti lét Þjóðverja heyra það á fyrsta degi leiðtogafundar Atlantshafsbandalagsins (NATO), sem fram fer í Brussel. Forsetinn sakaði stjórnvöld í Berlín um að vera „strengjabrúður Rússa“ í ljósi þess að hátt hlutfall orkunnar sem notuð er í Þýskalandi er keypt frá Rússlandi. Samband ríkjanna væri því, að mati Trump, „óviðeigandi.“ Leiðtogar NATO hafa beðið með öndina í hálsinum undanfarna daga og velt vöngum yfir því hvað Trump myndi gera á fundinum. Bandaríkjaforseti hefur á síðustu dögum sent hinum ýmsu leiðtogum NATO-ríkjanna pillur og kvartað yfir því hversu lítið hin ríkin greiða til varnarbandalagsins. Hafi fundarmenn verið í einhverjum vafa um hvað Trump myndi gera í Brussel þá þurftu þeir ekki að bíða lengi. Þó ekki séu nema nokkrar klukkustundir liðnar af fundinum hafa fréttaskýrendur lýst honum sem einum þeim „klofnasta“ sem haldinn hefur verið í 69 ára sögu bandalagsins. Fundirnir eru yfirleitt heldur formfastir og reglubundnir en svo virðist sem þessi fundur verði eitthvað allt annað. Trump kvartaði á fundinum í morgun yfir því að fjölmargir framámenn í þýskum stjórnmálum hafi sagt skilið við pólítíkina og farið að vinna fyrir rússnesk orkufyrirtæki. Það þætti honum einnig gríðarlega óviðeigandi. „Þýskaland er undir fullkominni stjórn Rússlands,“ sagði Trump.Sjá einnig: Trump verði að virða vini sínaÁrásir hans á Þýskaland eru raktar til óánægju hans með framlög stjórnvalda í Berlín til NATO-samstarfsins. Bandaríkjaforseti telur ótækt að ríki hans greiði langstærstan hluta kostnaðarins, sérstaklega í ljósi þess að Þjóðverjar verji aðeins um 1% af þjóðarframleiðslu sinni til varnarmála, samanborið við 3,5% Bandaríkjanna. „Mér finnst það ósanngjarnt,“ sagði Trump. Þjóðverjar hafa í hyggju að tvöfalda framlag sitt til varnarmála fyrir árið 2030. Það er ekki nóg að mati Trump. „Þeir gætu gert það á morgun,“ sagði forsetinn. Þá má jafnframt velta vöngum yfir því hvort að ofuráhersla Trump á tengsl Þýskalands og Rússlands sé tilraun til að dreifa athyglinni frá hans eigin Rússavandræðum. Forsetatíð Trump hefur liðið fyrir rannsókn Robert Mueller á íhlutun Rússa í forsetakosningunum árið 2016. Hluti rannsóknarinnar lýtur að tengslum kosningaliðs Trump við rússneska auð- og ráðamenn. Á þriðja tug einstaklinga og þrjú fyrirtæki hafa verið ákærð í tengslum við rannsóknina og telja margir að hringurinn í kringum forsetann sé farinn að þrengjast. Trump hefur ætíð þrætt fyrir tengsl kosningabaráttu sinnar við Rússland og kallað rannsóknina stærstu nornaveiðar í nútímasögu bandarískra stjórnmála.
Bandaríkin Donald Trump NATO Rússarannsóknin Tengdar fréttir Leiðtogar NATO-ríkjanna mætast á morgun Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins hittast í Brussel á morgun. Funda í þrjá daga. Fundarins beðið með eftirvæntingu og vangaveltur um hvað Bandaríkjaforseti geri og segi. Utanríkisráðherra Íslands segir málflutning Bandaríkjamanna nú í takt við fyrri forseta. 10. júlí 2018 08:00 Trump verði að virða vini sína Donald Trump Bandaríkjaforseti mætir síðar í dag á leiðtogafund NATO í Brussel og er búist við hörðum deilum á fundinum. 11. júlí 2018 06:41 Katrín segir óvissu í evrópskum stjórnmálum setja svip sinn á NATO þingið Forsætisráðherra segir mikla spennu í stjórnmálum einstakra ríkja innan Atlantshafsbandalagsins setja svip sinn á leiðtogafund bandalagsins sem hefst í Brussel á morgun. Trump Bandaríkjaforseti ítrekaði í dag að önnur aðildarríki NATO yrðu að auka framlög sín til varnarmála. 10. júlí 2018 20:34 Trump telur fundinn með Pútín auðveldari en með bandamönnum Bandaríkjaforseti heldur áfram að gagnrýna bandamenn fyrir viku funda með þeim og Pútín Rússlandsforseta. 10. júlí 2018 12:57 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Leiðtogar NATO-ríkjanna mætast á morgun Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins hittast í Brussel á morgun. Funda í þrjá daga. Fundarins beðið með eftirvæntingu og vangaveltur um hvað Bandaríkjaforseti geri og segi. Utanríkisráðherra Íslands segir málflutning Bandaríkjamanna nú í takt við fyrri forseta. 10. júlí 2018 08:00
Trump verði að virða vini sína Donald Trump Bandaríkjaforseti mætir síðar í dag á leiðtogafund NATO í Brussel og er búist við hörðum deilum á fundinum. 11. júlí 2018 06:41
Katrín segir óvissu í evrópskum stjórnmálum setja svip sinn á NATO þingið Forsætisráðherra segir mikla spennu í stjórnmálum einstakra ríkja innan Atlantshafsbandalagsins setja svip sinn á leiðtogafund bandalagsins sem hefst í Brussel á morgun. Trump Bandaríkjaforseti ítrekaði í dag að önnur aðildarríki NATO yrðu að auka framlög sín til varnarmála. 10. júlí 2018 20:34
Trump telur fundinn með Pútín auðveldari en með bandamönnum Bandaríkjaforseti heldur áfram að gagnrýna bandamenn fyrir viku funda með þeim og Pútín Rússlandsforseta. 10. júlí 2018 12:57
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent