Trump setti NATO-fundinn úr skorðum Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. júlí 2018 09:03 Donald Trump mætti ásamt eiginkonu sinni Melaniu til Brussel í morgun. Vísir/getty Donald Trump Bandaríkjaforseti lét Þjóðverja heyra það á fyrsta degi leiðtogafundar Atlantshafsbandalagsins (NATO), sem fram fer í Brussel. Forsetinn sakaði stjórnvöld í Berlín um að vera „strengjabrúður Rússa“ í ljósi þess að hátt hlutfall orkunnar sem notuð er í Þýskalandi er keypt frá Rússlandi. Samband ríkjanna væri því, að mati Trump, „óviðeigandi.“ Leiðtogar NATO hafa beðið með öndina í hálsinum undanfarna daga og velt vöngum yfir því hvað Trump myndi gera á fundinum. Bandaríkjaforseti hefur á síðustu dögum sent hinum ýmsu leiðtogum NATO-ríkjanna pillur og kvartað yfir því hversu lítið hin ríkin greiða til varnarbandalagsins. Hafi fundarmenn verið í einhverjum vafa um hvað Trump myndi gera í Brussel þá þurftu þeir ekki að bíða lengi. Þó ekki séu nema nokkrar klukkustundir liðnar af fundinum hafa fréttaskýrendur lýst honum sem einum þeim „klofnasta“ sem haldinn hefur verið í 69 ára sögu bandalagsins. Fundirnir eru yfirleitt heldur formfastir og reglubundnir en svo virðist sem þessi fundur verði eitthvað allt annað. Trump kvartaði á fundinum í morgun yfir því að fjölmargir framámenn í þýskum stjórnmálum hafi sagt skilið við pólítíkina og farið að vinna fyrir rússnesk orkufyrirtæki. Það þætti honum einnig gríðarlega óviðeigandi. „Þýskaland er undir fullkominni stjórn Rússlands,“ sagði Trump.Sjá einnig: Trump verði að virða vini sínaÁrásir hans á Þýskaland eru raktar til óánægju hans með framlög stjórnvalda í Berlín til NATO-samstarfsins. Bandaríkjaforseti telur ótækt að ríki hans greiði langstærstan hluta kostnaðarins, sérstaklega í ljósi þess að Þjóðverjar verji aðeins um 1% af þjóðarframleiðslu sinni til varnarmála, samanborið við 3,5% Bandaríkjanna. „Mér finnst það ósanngjarnt,“ sagði Trump. Þjóðverjar hafa í hyggju að tvöfalda framlag sitt til varnarmála fyrir árið 2030. Það er ekki nóg að mati Trump. „Þeir gætu gert það á morgun,“ sagði forsetinn. Þá má jafnframt velta vöngum yfir því hvort að ofuráhersla Trump á tengsl Þýskalands og Rússlands sé tilraun til að dreifa athyglinni frá hans eigin Rússavandræðum. Forsetatíð Trump hefur liðið fyrir rannsókn Robert Mueller á íhlutun Rússa í forsetakosningunum árið 2016. Hluti rannsóknarinnar lýtur að tengslum kosningaliðs Trump við rússneska auð- og ráðamenn. Á þriðja tug einstaklinga og þrjú fyrirtæki hafa verið ákærð í tengslum við rannsóknina og telja margir að hringurinn í kringum forsetann sé farinn að þrengjast. Trump hefur ætíð þrætt fyrir tengsl kosningabaráttu sinnar við Rússland og kallað rannsóknina stærstu nornaveiðar í nútímasögu bandarískra stjórnmála. Bandaríkin Donald Trump NATO Rússarannsóknin Tengdar fréttir Leiðtogar NATO-ríkjanna mætast á morgun Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins hittast í Brussel á morgun. Funda í þrjá daga. Fundarins beðið með eftirvæntingu og vangaveltur um hvað Bandaríkjaforseti geri og segi. Utanríkisráðherra Íslands segir málflutning Bandaríkjamanna nú í takt við fyrri forseta. 10. júlí 2018 08:00 Trump verði að virða vini sína Donald Trump Bandaríkjaforseti mætir síðar í dag á leiðtogafund NATO í Brussel og er búist við hörðum deilum á fundinum. 11. júlí 2018 06:41 Katrín segir óvissu í evrópskum stjórnmálum setja svip sinn á NATO þingið Forsætisráðherra segir mikla spennu í stjórnmálum einstakra ríkja innan Atlantshafsbandalagsins setja svip sinn á leiðtogafund bandalagsins sem hefst í Brussel á morgun. Trump Bandaríkjaforseti ítrekaði í dag að önnur aðildarríki NATO yrðu að auka framlög sín til varnarmála. 10. júlí 2018 20:34 Trump telur fundinn með Pútín auðveldari en með bandamönnum Bandaríkjaforseti heldur áfram að gagnrýna bandamenn fyrir viku funda með þeim og Pútín Rússlandsforseta. 10. júlí 2018 12:57 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti lét Þjóðverja heyra það á fyrsta degi leiðtogafundar Atlantshafsbandalagsins (NATO), sem fram fer í Brussel. Forsetinn sakaði stjórnvöld í Berlín um að vera „strengjabrúður Rússa“ í ljósi þess að hátt hlutfall orkunnar sem notuð er í Þýskalandi er keypt frá Rússlandi. Samband ríkjanna væri því, að mati Trump, „óviðeigandi.“ Leiðtogar NATO hafa beðið með öndina í hálsinum undanfarna daga og velt vöngum yfir því hvað Trump myndi gera á fundinum. Bandaríkjaforseti hefur á síðustu dögum sent hinum ýmsu leiðtogum NATO-ríkjanna pillur og kvartað yfir því hversu lítið hin ríkin greiða til varnarbandalagsins. Hafi fundarmenn verið í einhverjum vafa um hvað Trump myndi gera í Brussel þá þurftu þeir ekki að bíða lengi. Þó ekki séu nema nokkrar klukkustundir liðnar af fundinum hafa fréttaskýrendur lýst honum sem einum þeim „klofnasta“ sem haldinn hefur verið í 69 ára sögu bandalagsins. Fundirnir eru yfirleitt heldur formfastir og reglubundnir en svo virðist sem þessi fundur verði eitthvað allt annað. Trump kvartaði á fundinum í morgun yfir því að fjölmargir framámenn í þýskum stjórnmálum hafi sagt skilið við pólítíkina og farið að vinna fyrir rússnesk orkufyrirtæki. Það þætti honum einnig gríðarlega óviðeigandi. „Þýskaland er undir fullkominni stjórn Rússlands,“ sagði Trump.Sjá einnig: Trump verði að virða vini sínaÁrásir hans á Þýskaland eru raktar til óánægju hans með framlög stjórnvalda í Berlín til NATO-samstarfsins. Bandaríkjaforseti telur ótækt að ríki hans greiði langstærstan hluta kostnaðarins, sérstaklega í ljósi þess að Þjóðverjar verji aðeins um 1% af þjóðarframleiðslu sinni til varnarmála, samanborið við 3,5% Bandaríkjanna. „Mér finnst það ósanngjarnt,“ sagði Trump. Þjóðverjar hafa í hyggju að tvöfalda framlag sitt til varnarmála fyrir árið 2030. Það er ekki nóg að mati Trump. „Þeir gætu gert það á morgun,“ sagði forsetinn. Þá má jafnframt velta vöngum yfir því hvort að ofuráhersla Trump á tengsl Þýskalands og Rússlands sé tilraun til að dreifa athyglinni frá hans eigin Rússavandræðum. Forsetatíð Trump hefur liðið fyrir rannsókn Robert Mueller á íhlutun Rússa í forsetakosningunum árið 2016. Hluti rannsóknarinnar lýtur að tengslum kosningaliðs Trump við rússneska auð- og ráðamenn. Á þriðja tug einstaklinga og þrjú fyrirtæki hafa verið ákærð í tengslum við rannsóknina og telja margir að hringurinn í kringum forsetann sé farinn að þrengjast. Trump hefur ætíð þrætt fyrir tengsl kosningabaráttu sinnar við Rússland og kallað rannsóknina stærstu nornaveiðar í nútímasögu bandarískra stjórnmála.
Bandaríkin Donald Trump NATO Rússarannsóknin Tengdar fréttir Leiðtogar NATO-ríkjanna mætast á morgun Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins hittast í Brussel á morgun. Funda í þrjá daga. Fundarins beðið með eftirvæntingu og vangaveltur um hvað Bandaríkjaforseti geri og segi. Utanríkisráðherra Íslands segir málflutning Bandaríkjamanna nú í takt við fyrri forseta. 10. júlí 2018 08:00 Trump verði að virða vini sína Donald Trump Bandaríkjaforseti mætir síðar í dag á leiðtogafund NATO í Brussel og er búist við hörðum deilum á fundinum. 11. júlí 2018 06:41 Katrín segir óvissu í evrópskum stjórnmálum setja svip sinn á NATO þingið Forsætisráðherra segir mikla spennu í stjórnmálum einstakra ríkja innan Atlantshafsbandalagsins setja svip sinn á leiðtogafund bandalagsins sem hefst í Brussel á morgun. Trump Bandaríkjaforseti ítrekaði í dag að önnur aðildarríki NATO yrðu að auka framlög sín til varnarmála. 10. júlí 2018 20:34 Trump telur fundinn með Pútín auðveldari en með bandamönnum Bandaríkjaforseti heldur áfram að gagnrýna bandamenn fyrir viku funda með þeim og Pútín Rússlandsforseta. 10. júlí 2018 12:57 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Leiðtogar NATO-ríkjanna mætast á morgun Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins hittast í Brussel á morgun. Funda í þrjá daga. Fundarins beðið með eftirvæntingu og vangaveltur um hvað Bandaríkjaforseti geri og segi. Utanríkisráðherra Íslands segir málflutning Bandaríkjamanna nú í takt við fyrri forseta. 10. júlí 2018 08:00
Trump verði að virða vini sína Donald Trump Bandaríkjaforseti mætir síðar í dag á leiðtogafund NATO í Brussel og er búist við hörðum deilum á fundinum. 11. júlí 2018 06:41
Katrín segir óvissu í evrópskum stjórnmálum setja svip sinn á NATO þingið Forsætisráðherra segir mikla spennu í stjórnmálum einstakra ríkja innan Atlantshafsbandalagsins setja svip sinn á leiðtogafund bandalagsins sem hefst í Brussel á morgun. Trump Bandaríkjaforseti ítrekaði í dag að önnur aðildarríki NATO yrðu að auka framlög sín til varnarmála. 10. júlí 2018 20:34
Trump telur fundinn með Pútín auðveldari en með bandamönnum Bandaríkjaforseti heldur áfram að gagnrýna bandamenn fyrir viku funda með þeim og Pútín Rússlandsforseta. 10. júlí 2018 12:57
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent