Andrea kom í mark í 3000 metra hindrunarhlaupi á 10:21,26 mínútum og sló sitt eigið Íslandsmet um meira en tíu sekúndur.
Andrea hafði slegið þetta sama Íslandsmet í síðasta mánuði þegar hún hljóp á 10:31,69 mínútum.
Andres sló þá tíu ára met Írisar Önnu Skúladóttur sem hljóp þessa sömu vegalengd á 10:42,25 mínútum árið 2008.
Andrea náði þó ekki að komast í úrslitin í 3000 metra hindrunarhlaupi en hún hafnaði í 22. sæti af 40 keppendum.
Íslendingarnir halda áfram keppni á morgun. Tiana Ósk Whitworth keppir þá í undanrásum í 100 metra hlaupi og Erna Sóley Gunnarsdóttir keppir í kúluvarpi.