Stefnir á að bæta Íslandsmetið Hjörvar Ólafsson skrifar 10. júlí 2018 08:30 Andrea Kolbeinsdóttir á meistaramóti ÍR. Andrea Kolbeinsdóttir keppir í undanrásum í 3.000 metra hindrunarhlaupi á heimsmeistaramótinu fyrir frjálsíþróttafólk sem er 20 ára eða yngra og haldið er í Tampere í Finnlandi þessa dagana. „Við tókum æfingu á keppnisvellinum í hádeginu í gær og það var mikil stemming. Það er mjög gaman að æfa á sama stað og sterkasta frjálsíþróttafólk í heimi í þessum aldursflokki. Í minni grein er til að mynda Keníubúinn Celliphine Chepteek Chespol mætt til leiks, en hún er besti keppandinn í þessari grein bara yfir höfuð, það er í fullorðinsflokki einnig,“ segir Andrea í samtali við Fréttablaðið. „Þetta er með því stærsta sem ég hef gert á hlaupaferlinum, en þetta er á pari við það þegar ég setti Íslandsmet í hálfu maraþoni þegar ég keppti í fullorðinsflokki í greininni í Valencia í mars. Það er draumur minn að keppa einhvern tímann í heilu maraþoni og vonandi tekst mér það einn daginn. Markmið mitt í þessu móti er að bæta Íslandsmet mitt,“ segir Andrea sem náði lágmarki á mótið og bætti í leiðinni Íslandsmetið í júní síðastliðnum. Hún hljóp þá á 10:31,69 mínútum. Til samanburðar má nefna að Celliphine Chepteek Chespol sem þykir sigurstranglegust á mótinu hefur hlaupið best á 8:58,78 mínútum sem er næsthraðasti tími í greininni frá upphafi. Því fer Andrea með raunhæfar væntingar inn í mótið. „Mitt hlaupaprógramm miðast aðallega við það að hlaupa 5.000 metra og upp í hálft maraþon [21 kílómetra]. Þessi grein, 3.000 metra hindrunarhlaup, er skemmtileg viðbót sem ég æfi ekki alla jafna nema bara skömmu fyrir þau mót sem ég hyggst taka þátt í. Það verður erfitt að komast upp úr undanrásunum, en það eru um það bil 40 keppendur skráðir til leiks og 15 bestu tímarnir fara í úrslit. Það er fínt að sleppa við Chespol úr mínum riðli þar sem hún mun halda tempóinu mjög háu í sínum riðli. Mín taktík er að byrja ekki of skarpt, en reyna að halda þó í við fremstu keppendur og ná svo góðum endaspretti,“ segir Andrea um markmið sín fyrir mótið. Spennandi tímar eru fram undan hjá Andreu sem útskrifaðist sem stúdent úr Verslunarskóla Íslands í vor. Hún er þó svekkt yfir að missa af Reykjavíkurmaraþoninu sem hlaupið er í ágúst, en hún verður komin vestur um haf á þeim tíma. „Ég er á leiðinni í skóla í Bandaríkjunum í haust á frjálsíþróttastyrk. Förinni er heitið til Kaliforníu þar sem ég mun læra Health science [heilbrigðisvísindi] í CBU og æfa frjálsar íþróttir á fullu samhliða því. Þetta er grunnnám fyrir læknisfræði sem ég stefni á að læra í framhaldinu. Aðaláherslan þar ytra er á vegalengdir upp að 10.000 metrum, þannig að ég mun einblína á það. Það verður leiðinlegt að missa af Reykjavíkurmaraþoninu, en það verður hins vegar gaman að hefja nýja áskorun á skemmtilegum stað,“ segir Andrea um framhaldið.Hjörvar Ólafsson Frjálsar íþróttir Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Fleiri fréttir Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni „Vonandi verður allt á uppleið úr þessu“ Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Sjá meira
Andrea Kolbeinsdóttir keppir í undanrásum í 3.000 metra hindrunarhlaupi á heimsmeistaramótinu fyrir frjálsíþróttafólk sem er 20 ára eða yngra og haldið er í Tampere í Finnlandi þessa dagana. „Við tókum æfingu á keppnisvellinum í hádeginu í gær og það var mikil stemming. Það er mjög gaman að æfa á sama stað og sterkasta frjálsíþróttafólk í heimi í þessum aldursflokki. Í minni grein er til að mynda Keníubúinn Celliphine Chepteek Chespol mætt til leiks, en hún er besti keppandinn í þessari grein bara yfir höfuð, það er í fullorðinsflokki einnig,“ segir Andrea í samtali við Fréttablaðið. „Þetta er með því stærsta sem ég hef gert á hlaupaferlinum, en þetta er á pari við það þegar ég setti Íslandsmet í hálfu maraþoni þegar ég keppti í fullorðinsflokki í greininni í Valencia í mars. Það er draumur minn að keppa einhvern tímann í heilu maraþoni og vonandi tekst mér það einn daginn. Markmið mitt í þessu móti er að bæta Íslandsmet mitt,“ segir Andrea sem náði lágmarki á mótið og bætti í leiðinni Íslandsmetið í júní síðastliðnum. Hún hljóp þá á 10:31,69 mínútum. Til samanburðar má nefna að Celliphine Chepteek Chespol sem þykir sigurstranglegust á mótinu hefur hlaupið best á 8:58,78 mínútum sem er næsthraðasti tími í greininni frá upphafi. Því fer Andrea með raunhæfar væntingar inn í mótið. „Mitt hlaupaprógramm miðast aðallega við það að hlaupa 5.000 metra og upp í hálft maraþon [21 kílómetra]. Þessi grein, 3.000 metra hindrunarhlaup, er skemmtileg viðbót sem ég æfi ekki alla jafna nema bara skömmu fyrir þau mót sem ég hyggst taka þátt í. Það verður erfitt að komast upp úr undanrásunum, en það eru um það bil 40 keppendur skráðir til leiks og 15 bestu tímarnir fara í úrslit. Það er fínt að sleppa við Chespol úr mínum riðli þar sem hún mun halda tempóinu mjög háu í sínum riðli. Mín taktík er að byrja ekki of skarpt, en reyna að halda þó í við fremstu keppendur og ná svo góðum endaspretti,“ segir Andrea um markmið sín fyrir mótið. Spennandi tímar eru fram undan hjá Andreu sem útskrifaðist sem stúdent úr Verslunarskóla Íslands í vor. Hún er þó svekkt yfir að missa af Reykjavíkurmaraþoninu sem hlaupið er í ágúst, en hún verður komin vestur um haf á þeim tíma. „Ég er á leiðinni í skóla í Bandaríkjunum í haust á frjálsíþróttastyrk. Förinni er heitið til Kaliforníu þar sem ég mun læra Health science [heilbrigðisvísindi] í CBU og æfa frjálsar íþróttir á fullu samhliða því. Þetta er grunnnám fyrir læknisfræði sem ég stefni á að læra í framhaldinu. Aðaláherslan þar ytra er á vegalengdir upp að 10.000 metrum, þannig að ég mun einblína á það. Það verður leiðinlegt að missa af Reykjavíkurmaraþoninu, en það verður hins vegar gaman að hefja nýja áskorun á skemmtilegum stað,“ segir Andrea um framhaldið.Hjörvar Ólafsson
Frjálsar íþróttir Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Fleiri fréttir Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni „Vonandi verður allt á uppleið úr þessu“ Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Sjá meira