Geoffrey Castillion er genginn til liðs við Víking Reykjavík á láni frá FH en knattspyrnudeild Víkings staðfesti þetta nú fyrir stuttu.
Eins og margir vita þá spilaði Castillion fyrir Víking Í Pepsi deildinni í fyrri og fór algjörlega á kostum og skoraði 11 mörk í deildinni. Hann hefur hinsvegar átt erfitt uppdráttar hjá sínu nýja félagi í sumar og hefur því ákveðið að snúa til baka út sumarið.
Castillion er 27 ára og er frá Hollandi en hann mun að öllum líkindum vera í leikmannahópi Víkings gegn Stjörnunni á morgun.

