Alex Jones úthýst af Facebook Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. júlí 2018 17:43 Alex Jones er þekktur fyrir líflega framsögn og umdeildar skoðanir. Skjáskot Facebook-síðu hins litríka spjallþáttastjórnanda Alex Jones var lokað í gær. Í yfirlýsingu sem samfélagsmiðilinn sendi frá sér segir að lokunina megi rekja til þeirra samsæriskenninga og hatursáróðurs sem Jones hefur birt á síðunni í gegnum tíðina. Í þessu samhengi nefnir Facebook fjögur myndbönd sem birtust á síðu hans á síðustu misserum, sem brutu birtingarreglur miðilsins. Lokunin gildir í 30 daga og segir Facebook að hætti þáttastjórnandinn ekki að brjóta reglur samfélagsmiðilsins verður öðrum síðum, til að mynda Facebook-síðu þáttar hans, Infowars, einnig lokað. Hinar síðurnar hafi þegar fengið aðvörun en ekki „brotið nógu mikið af sér“ eins og það er orðað, til að verða lokað. Sjá einnig: Heyrðu óðar samsæriskenningar Alex Jones í stíl Bon Iver Bannið þýðir að Jones getur ekki birt neinar færslur, hvorki á sinni eigin síðu eða öðrum, og þá getur hann ekki sent skilaboð. Greint var frá því í liðinni viku að Youtube hafi einnig fjarlægt fjögur myndbönd af reikningi Infowars. Í yfirlýsingu frá myndbandaveitunni segir að Infowars eigi á hættu að vera lokað fyrir fullt og allt ef Jones sendir frá sér fleiri myndbönd sem brjóti reglur miðilsins. Infowars hefur ekki tjáð sig um málið við miðla vestanhafs. Alex Jones hefur aukið vinsældir statt og stöðugt frá því að hann setti Infowars í loftið árið 1999. Hann þykir umdeildur vegna þeirra skoðana og kenninga sem hann reifar í myndböndunum sínum. Til að mynda segist hann sannfærður um að flest fjöldamorð í Bandaríkjunum séu sviðsetningar. Facebook Samfélagsmiðlar Bandaríkin Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Tengdar fréttir Foreldrar myrtra barna stefna samsæriskenningarsmiði vegna ærumeiðinga Eftir að börnin þeirra voru myrt í fjöldamorði í grunnskóla árið 2012 hafa foreldrarnir mátt þola áreiti samsæriskenningasmiða og trölla. 17. apríl 2018 18:38 Foreldrar fórnarlambs Sandy Hook-árásarinnar grátbiðja Zuckerberg um að kæfa samsæriskenningar Foreldrar drengs sem lést í skotárásinni í Sandy Hook-grunnskólann í bænum Newton í Connecticut í desember árið 2012 birtu í dag opið bréf til Marks Zuckerbergs, stofnanda Facebook. 25. júlí 2018 20:39 Heyrðu óðar samsæriskenningar Alex Jones í stíl Bon Iver Svona myndi Alex Jones, samsæriskenningakóngur internetsins, hljóma ef hann væri í hljómsveitinni Bon Iver. 15. júlí 2017 14:13 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira
Facebook-síðu hins litríka spjallþáttastjórnanda Alex Jones var lokað í gær. Í yfirlýsingu sem samfélagsmiðilinn sendi frá sér segir að lokunina megi rekja til þeirra samsæriskenninga og hatursáróðurs sem Jones hefur birt á síðunni í gegnum tíðina. Í þessu samhengi nefnir Facebook fjögur myndbönd sem birtust á síðu hans á síðustu misserum, sem brutu birtingarreglur miðilsins. Lokunin gildir í 30 daga og segir Facebook að hætti þáttastjórnandinn ekki að brjóta reglur samfélagsmiðilsins verður öðrum síðum, til að mynda Facebook-síðu þáttar hans, Infowars, einnig lokað. Hinar síðurnar hafi þegar fengið aðvörun en ekki „brotið nógu mikið af sér“ eins og það er orðað, til að verða lokað. Sjá einnig: Heyrðu óðar samsæriskenningar Alex Jones í stíl Bon Iver Bannið þýðir að Jones getur ekki birt neinar færslur, hvorki á sinni eigin síðu eða öðrum, og þá getur hann ekki sent skilaboð. Greint var frá því í liðinni viku að Youtube hafi einnig fjarlægt fjögur myndbönd af reikningi Infowars. Í yfirlýsingu frá myndbandaveitunni segir að Infowars eigi á hættu að vera lokað fyrir fullt og allt ef Jones sendir frá sér fleiri myndbönd sem brjóti reglur miðilsins. Infowars hefur ekki tjáð sig um málið við miðla vestanhafs. Alex Jones hefur aukið vinsældir statt og stöðugt frá því að hann setti Infowars í loftið árið 1999. Hann þykir umdeildur vegna þeirra skoðana og kenninga sem hann reifar í myndböndunum sínum. Til að mynda segist hann sannfærður um að flest fjöldamorð í Bandaríkjunum séu sviðsetningar.
Facebook Samfélagsmiðlar Bandaríkin Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Tengdar fréttir Foreldrar myrtra barna stefna samsæriskenningarsmiði vegna ærumeiðinga Eftir að börnin þeirra voru myrt í fjöldamorði í grunnskóla árið 2012 hafa foreldrarnir mátt þola áreiti samsæriskenningasmiða og trölla. 17. apríl 2018 18:38 Foreldrar fórnarlambs Sandy Hook-árásarinnar grátbiðja Zuckerberg um að kæfa samsæriskenningar Foreldrar drengs sem lést í skotárásinni í Sandy Hook-grunnskólann í bænum Newton í Connecticut í desember árið 2012 birtu í dag opið bréf til Marks Zuckerbergs, stofnanda Facebook. 25. júlí 2018 20:39 Heyrðu óðar samsæriskenningar Alex Jones í stíl Bon Iver Svona myndi Alex Jones, samsæriskenningakóngur internetsins, hljóma ef hann væri í hljómsveitinni Bon Iver. 15. júlí 2017 14:13 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira
Foreldrar myrtra barna stefna samsæriskenningarsmiði vegna ærumeiðinga Eftir að börnin þeirra voru myrt í fjöldamorði í grunnskóla árið 2012 hafa foreldrarnir mátt þola áreiti samsæriskenningasmiða og trölla. 17. apríl 2018 18:38
Foreldrar fórnarlambs Sandy Hook-árásarinnar grátbiðja Zuckerberg um að kæfa samsæriskenningar Foreldrar drengs sem lést í skotárásinni í Sandy Hook-grunnskólann í bænum Newton í Connecticut í desember árið 2012 birtu í dag opið bréf til Marks Zuckerbergs, stofnanda Facebook. 25. júlí 2018 20:39
Heyrðu óðar samsæriskenningar Alex Jones í stíl Bon Iver Svona myndi Alex Jones, samsæriskenningakóngur internetsins, hljóma ef hann væri í hljómsveitinni Bon Iver. 15. júlí 2017 14:13