Erlent

Skógareldarnir í Grikklandi: Forsætisráðherra axlar fulla ábyrgð

Bergþór Másson skrifar
Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands.
Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands. Vísir/Getty
Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, tilkynnti það í gær að hann axli pólitíska ábyrgð á skógareldunum í nágrenni Aþenu. Ríkisstjórn Grikklands hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir meðhöndlun sína á málinu. Að minnsta kosti 85 hafa látið lífið í skógareldunum.

Yfirvöld í Grikklandi hafa sterkan grun um að skógareldarnir hafi verið af völdum íkveikju. Málið er nú rannsakað sem sakamál.

Á neyðarfundi ríkisstjórnar Grikklands lýsti Tsipras því yfir að hann axli fulla ábyrgð á skógareldunum.

Stjórnarandstaðan er afar gagnrýnin á ríkisstjórnina. Hún hafi verið vanhæf og alls ekki staðið sig nægilega vel í björgunaraðgerðum.

Tsipras segir harmleikinn vera það erfiðasta sem hann hafi gengið í gegnum sem forsætisráðherra og sór eið að heiðra minningu allra þeira sem létust í eldunum.

„Ég finn fyrir sársauka, uppgjöf og angist, allt í senn. Angist vegna óvissunar um hvort við brugðumst rétt við á úrslitastundu og hvort við hefðum mögulega getað gert eitthvað meira til að koma, þó það væri ekki nema einm í viðbót.“ segir Tsipras.

Eldarnir eru nú rannsakaðir sem sakamál og eins og Vísir hefur greint frá.



Sjá frétt Vísis: Sterkur grunur um íkveikju í Grikklandi

Þrír meðlimir sömu fjölskyldunnar verða, fyrstir fórnarlamba skógareldanna, bornir til grafar á morgun.

Eldarnir brutust út á mánudag og urðu strandbæir og vinsælir ferðamannastaðir verst úti í eldunum. Um 60 manns eru enn á spítala og um ellefu þeirra eru á gjörgæslu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×