Sérstaða RÚV Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 28. júlí 2018 08:00 Um starfsemi Ríkisútvarpsins gilda lög og reglur og á grundvelli þeirra er gjarnan talað um sérstöðu Ríkisútvarpsins umfram aðra miðla. Lögin kveða á um hlutleysi, vönduð vinnubrögð og annað slíkt. Allt er þetta fínt á pappírnum og alveg klárt hvað löggjafinn ætlast til. En því miður virðist sá frómi vilji löggjafans rekast á við skoðun starfsfólks og stjórnenda Ríkisútvarpsins, að minnsta kosti þetta með vönduðu vinnubrögðin. Nærtækast er að rifja upp neyðarlegu atburðarásina sem leiddi til þess að Ríkisútvarpið ákvað að borga manni einum bætur fremur en að viðurkenna að það gat ekki staðið við frétt um hann og enn á eftir að svara fyrir fordæmalausa árás fréttamanns Ríkisútvarpsins á veitingastaðinn Sjanghæ á Akureyri. Í gær komst svo héraðsdómur að þeirri niðurstöðu að Ríkisútvarpið hefði sýnt af sér „stórfellt gáleysi“ og það hafi látið undir höfuð leggjast að tryggja að lögboðnum starfsháttum væri fylgt. Jafnframt er nú beðið úrskurðar forsætisráðuneytisins um hvort Ríkisútvarpið hafi blekkt forsætisráðherra og frú Vigdísi Finnbogadóttur til að taka þátt í lögbroti. Væri um að ræða venjulega ríkisstofnun væru einhverjir búnir að þurfa að axla ábyrgð. En sérstaða Ríkisútvarpsins er nefnilega sú að enginn þarf að bera ábyrgð og það er í raun skrýtið að héraðsdómur fatti ekki að sú krafa að starfsmennirnir fylgi lögboðnum starfsháttum er í raun fráleit. En hví ekki að breyta lögunum þannig að þau endurspegli raunveruleikann? Fyrsta og síðasta grein laganna um Ríkisútvarpið yrði þá svona „Ríkisútvarpið er eign starfsmanna þess og þeir geta gert það sem þeim sýnist með það.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann Skoðun Stéttin sem Sjálfstæðisflokkurinn kaus að yfirgefa Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Er Inga Sæland Þjófur? Birgir Dýrfjörð Skoðun Hin víðtæku og jákvæðu áhrif þess að spila í lúðrasveit Skoðun Viljum við það besta fyrir börnin okkar? Hilmar Þór Sigurjónsson Skoðun Kona Anna Kristjana Helgadóttir Skoðun Ósanngjörn byrði á landsbyggðarfólk Ingibjörg Ísaksen Skoðun Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir Skoðun Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan Skoðun Skoðun Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar Skoðun Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan skrifar Skoðun Að koma skriðdreka á Snæfellsnes Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Skiptir hugarfarið máli? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum ekki að hafa alla með okkur í liði Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Verkfærakistan er alltaf opin Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Píratar til forystu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Beðið fyrir verðbólgu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Minni pólitík, meiri fagmennska Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ný krydd í skuldasúpuna Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ferðasjóður ÍSÍ hefur rýrnað frá árinu 2019 Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Hin víðtæku og jákvæðu áhrif þess að spila í lúðrasveit skrifar Skoðun Að spila með – Samfélagsmiðla- og tölvuleikjanotkun ungmenna Berglind Sveinbjörnsdóttir,Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Er Inga Sæland Þjófur? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Kona Anna Kristjana Helgadóttir skrifar Skoðun Bókun 35, 38 og tækifæri fyrir ungt fólk í Brussel Gunnar H. Garðarsson skrifar Skoðun Orð skulu standa Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Dúabíllinn og kraftur sköpunar Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Enginn er betri en þú – enginn er snjallari en þú Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Viljum við það besta fyrir börnin okkar? Hilmar Þór Sigurjónsson skrifar Skoðun Stéttin sem Sjálfstæðisflokkurinn kaus að yfirgefa Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Tilfinningar í hrærigraut og engin orð til, né leyfilegt að segja það sem er... Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Samræmd próf gegn stéttaskiptingu Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Vilja Bandaríkin bæta samskipti sín við Rússland og um leið styrkja stöðu sína gagnvart Kína? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Sameinandi afl í skotgröfunum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ósanngjörn byrði á landsbyggðarfólk Ingibjörg Ísaksen skrifar Skoðun VR og eldra fólk Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Sjá meira
Um starfsemi Ríkisútvarpsins gilda lög og reglur og á grundvelli þeirra er gjarnan talað um sérstöðu Ríkisútvarpsins umfram aðra miðla. Lögin kveða á um hlutleysi, vönduð vinnubrögð og annað slíkt. Allt er þetta fínt á pappírnum og alveg klárt hvað löggjafinn ætlast til. En því miður virðist sá frómi vilji löggjafans rekast á við skoðun starfsfólks og stjórnenda Ríkisútvarpsins, að minnsta kosti þetta með vönduðu vinnubrögðin. Nærtækast er að rifja upp neyðarlegu atburðarásina sem leiddi til þess að Ríkisútvarpið ákvað að borga manni einum bætur fremur en að viðurkenna að það gat ekki staðið við frétt um hann og enn á eftir að svara fyrir fordæmalausa árás fréttamanns Ríkisútvarpsins á veitingastaðinn Sjanghæ á Akureyri. Í gær komst svo héraðsdómur að þeirri niðurstöðu að Ríkisútvarpið hefði sýnt af sér „stórfellt gáleysi“ og það hafi látið undir höfuð leggjast að tryggja að lögboðnum starfsháttum væri fylgt. Jafnframt er nú beðið úrskurðar forsætisráðuneytisins um hvort Ríkisútvarpið hafi blekkt forsætisráðherra og frú Vigdísi Finnbogadóttur til að taka þátt í lögbroti. Væri um að ræða venjulega ríkisstofnun væru einhverjir búnir að þurfa að axla ábyrgð. En sérstaða Ríkisútvarpsins er nefnilega sú að enginn þarf að bera ábyrgð og það er í raun skrýtið að héraðsdómur fatti ekki að sú krafa að starfsmennirnir fylgi lögboðnum starfsháttum er í raun fráleit. En hví ekki að breyta lögunum þannig að þau endurspegli raunveruleikann? Fyrsta og síðasta grein laganna um Ríkisútvarpið yrði þá svona „Ríkisútvarpið er eign starfsmanna þess og þeir geta gert það sem þeim sýnist með það.“
Skoðun Að spila með – Samfélagsmiðla- og tölvuleikjanotkun ungmenna Berglind Sveinbjörnsdóttir,Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Tilfinningar í hrærigraut og engin orð til, né leyfilegt að segja það sem er... Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Vilja Bandaríkin bæta samskipti sín við Rússland og um leið styrkja stöðu sína gagnvart Kína? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar