Flýta endurskoðun sauðfjársamnings Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. júlí 2018 13:50 Viðræðurnar fara fram á grundvelli tillagna sem samráðshópur um endurskoðun búvörusamninga hefur skilað en ráðherra beindi þeim tilmælum til hópsins fyrr á þessu ári að setja í forgang tillögur til að bregðast við erfiðleikum í sauðfjárrækt. fréttablaðið/stefán Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur í samráði við Bændasamtök Íslands ákveðið að flýta viðræðum um endurskoðun samnings um starfsskilyrði sauðfjárræktar. Verða skipaðar samninganefndir á vegum ríkisins og bænda á næstu dögum en þetta kemur fram í tilkynningu frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Þar segir að viðræðurnar muni fara fram á grundvelli tillagna sem samráðshópur um endurskoðun búvörusamninga hefur skilað en ráðherra beindi þeim tilmælum til hópsins fyrr á þessu ári að setja í forgang tillögur til að bregðast við erfiðleikum í sauðfjárrækt. Bráðaaðgerðir sem starfshópurinn leggur til eru annars vegar aðgerðir sem stuðla að jafnvægi milli framleiðslu og sölu haustið 2019 og hins vegar aðgerðir sem stuðla að hagræðingu og stöðugleika í greininni. Tillögurnar má lesa hér. Yfirlýsing frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Bændasamtökum Íslands:Samkvæmt samningi um almenn starfsskilyrði landbúnaðar skal endurskoðun búvörusamninga fara fram tvisvar á samningstímanum, annars vegar árið 2019 og hins vegar árið 2023. Í ákvæði til bráðabirgða í búvörulögum nr. 99/1993 kemur fram að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skuli skipa samráðshóp um endurskoðun búvörusamninga þar sem tryggð er aðkoma afurðastöðva, atvinnulífs, bænda, launþega og neytenda. Í samræmi við framangreint skipaði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í febrúar sl. samráðshóp um endurskoðun búvörusamninga. Beindi ráðherra því til samráðshópsins að setja í forgang tillögur til að bregðast við erfiðleikum í sauðfjárrækt. Samráðshópurinn skilaði tillögum og framvinduskýrslu til ráðherra 3. júlí sl. Samráðshópurinn leggur fram í tillögum sínum ákveðnar hugmyndir til að bregðast við erfiðleikum sauðfjárbænda, bæði bráðaaðgerðir og aðgerðir sem stuðla að hagræðingu og stöðugleika í sauðfjárrækt. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur í samráði við Bændasamtök Íslands ákveðið að flýta viðræðum um endurskoðun samnings um starfsskilyrði sauðfjárræktar og verða skipaðar samninganefndir á vegum ríkisins og bænda á næstu dögum. Í kjölfarið hefjast viðræður um endurskoðun samningsins í stað þess að fara fram árið 2019 líkt og áður var ráðgert. Viðræður aðila munu fara fram á grunni þeirra tillagna sem samráðshópurinn hefur skilað til ráðherra. Þá munu Bændasamtök Íslands í komandi viðræðum leggja áherslu á ályktanir Búnaðarþings og tillögur aðalfundar Landssamtaka sauðfjárbænda. Að sama skapi munu stjórnvöld m.a. leggja áherslu á þær aðgerðir sem kveðið er á um í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Stefnt er að því að ljúka heildarendurskoðun samningsins síðar á þessu ári. Tengdar fréttir Fólk hleypur ekkert í burtu að gamni sínu Guðrún Stefánsdóttir í Hlíðarendakoti hefur sinnt sauðfjárbúskap í þrjá áratugi og ekki dregið af sér, hvorki heima fyrir né í félagsstarfi fyrir bændur. Nú kveðst hún ekki lengur geta búið við þau kjör sem henni sé gert að lifa við og vandar sláturleyfishöfum ekki kveðjurnar. 7. júlí 2018 10:02 Minni framleiðsla og fækkun afurðastöðva meðal tillagna Fækkun afurðastöðva og minnkun kindakjötsframleiðslu eru meðal hagræðingarleiða sem nefndar eru í úttekt KPMG. Arðsemi sauðfjárbænda talin óásættanleg. Formaður Landssambands sauðfjárbænda segir að hagræða þurfi þar sem það sé hægt. Mikilvægt sé að hugsa málið út frá hagsmunum bænda og neytenda. 27. júlí 2018 06:00 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur í samráði við Bændasamtök Íslands ákveðið að flýta viðræðum um endurskoðun samnings um starfsskilyrði sauðfjárræktar. Verða skipaðar samninganefndir á vegum ríkisins og bænda á næstu dögum en þetta kemur fram í tilkynningu frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Þar segir að viðræðurnar muni fara fram á grundvelli tillagna sem samráðshópur um endurskoðun búvörusamninga hefur skilað en ráðherra beindi þeim tilmælum til hópsins fyrr á þessu ári að setja í forgang tillögur til að bregðast við erfiðleikum í sauðfjárrækt. Bráðaaðgerðir sem starfshópurinn leggur til eru annars vegar aðgerðir sem stuðla að jafnvægi milli framleiðslu og sölu haustið 2019 og hins vegar aðgerðir sem stuðla að hagræðingu og stöðugleika í greininni. Tillögurnar má lesa hér. Yfirlýsing frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Bændasamtökum Íslands:Samkvæmt samningi um almenn starfsskilyrði landbúnaðar skal endurskoðun búvörusamninga fara fram tvisvar á samningstímanum, annars vegar árið 2019 og hins vegar árið 2023. Í ákvæði til bráðabirgða í búvörulögum nr. 99/1993 kemur fram að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skuli skipa samráðshóp um endurskoðun búvörusamninga þar sem tryggð er aðkoma afurðastöðva, atvinnulífs, bænda, launþega og neytenda. Í samræmi við framangreint skipaði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í febrúar sl. samráðshóp um endurskoðun búvörusamninga. Beindi ráðherra því til samráðshópsins að setja í forgang tillögur til að bregðast við erfiðleikum í sauðfjárrækt. Samráðshópurinn skilaði tillögum og framvinduskýrslu til ráðherra 3. júlí sl. Samráðshópurinn leggur fram í tillögum sínum ákveðnar hugmyndir til að bregðast við erfiðleikum sauðfjárbænda, bæði bráðaaðgerðir og aðgerðir sem stuðla að hagræðingu og stöðugleika í sauðfjárrækt. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur í samráði við Bændasamtök Íslands ákveðið að flýta viðræðum um endurskoðun samnings um starfsskilyrði sauðfjárræktar og verða skipaðar samninganefndir á vegum ríkisins og bænda á næstu dögum. Í kjölfarið hefjast viðræður um endurskoðun samningsins í stað þess að fara fram árið 2019 líkt og áður var ráðgert. Viðræður aðila munu fara fram á grunni þeirra tillagna sem samráðshópurinn hefur skilað til ráðherra. Þá munu Bændasamtök Íslands í komandi viðræðum leggja áherslu á ályktanir Búnaðarþings og tillögur aðalfundar Landssamtaka sauðfjárbænda. Að sama skapi munu stjórnvöld m.a. leggja áherslu á þær aðgerðir sem kveðið er á um í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Stefnt er að því að ljúka heildarendurskoðun samningsins síðar á þessu ári.
Tengdar fréttir Fólk hleypur ekkert í burtu að gamni sínu Guðrún Stefánsdóttir í Hlíðarendakoti hefur sinnt sauðfjárbúskap í þrjá áratugi og ekki dregið af sér, hvorki heima fyrir né í félagsstarfi fyrir bændur. Nú kveðst hún ekki lengur geta búið við þau kjör sem henni sé gert að lifa við og vandar sláturleyfishöfum ekki kveðjurnar. 7. júlí 2018 10:02 Minni framleiðsla og fækkun afurðastöðva meðal tillagna Fækkun afurðastöðva og minnkun kindakjötsframleiðslu eru meðal hagræðingarleiða sem nefndar eru í úttekt KPMG. Arðsemi sauðfjárbænda talin óásættanleg. Formaður Landssambands sauðfjárbænda segir að hagræða þurfi þar sem það sé hægt. Mikilvægt sé að hugsa málið út frá hagsmunum bænda og neytenda. 27. júlí 2018 06:00 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Fólk hleypur ekkert í burtu að gamni sínu Guðrún Stefánsdóttir í Hlíðarendakoti hefur sinnt sauðfjárbúskap í þrjá áratugi og ekki dregið af sér, hvorki heima fyrir né í félagsstarfi fyrir bændur. Nú kveðst hún ekki lengur geta búið við þau kjör sem henni sé gert að lifa við og vandar sláturleyfishöfum ekki kveðjurnar. 7. júlí 2018 10:02
Minni framleiðsla og fækkun afurðastöðva meðal tillagna Fækkun afurðastöðva og minnkun kindakjötsframleiðslu eru meðal hagræðingarleiða sem nefndar eru í úttekt KPMG. Arðsemi sauðfjárbænda talin óásættanleg. Formaður Landssambands sauðfjárbænda segir að hagræða þurfi þar sem það sé hægt. Mikilvægt sé að hugsa málið út frá hagsmunum bænda og neytenda. 27. júlí 2018 06:00