Leikstjóri The Last Jedi eyðir 20 þúsund gömlum tístum og vekur upp samsæriskenningar Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. júlí 2018 22:48 Rian Johnson, leikstjóri og handritshöfundur Star Wars: The Last Jedi Vísir/Getty Rian Johnson, leikstjóri The Last Jedi, hefur eytt um tuttugu þúsund gömlum tístum af Twitter-reikningi sínum. Í kjölfar fregnanna hófu netverjar að velta því fyrir sér hvort Twitter-tiltekt Johnson tengdist brottrekstri leikstjórans James Gunn. Gunn var rekinn sem leikstjóri þriðju myndarinnar um ofurhetjuteymið Guardians of the Galaxy á dögunum.Ákvörðunin um brottreksturinn var tekin eftir að umdeild tíst kvikmyndagerðarmannsins komust í umferð. Brottrekstur hans hefur mætt töluverðri andstöðu og þá hafa stjörnur Guardians-kvikmyndanna lýst yfir stuðningi við Gunn. Netmiðillinn The Mary Sue vakti athygli á máli Johnson á vef sínum í gær. Þar var því velt upp hvort brottrekstur Gunn hefði orðið að fordæmi fyrir starfsbræður hans í Hollywood, sem og aðra í bransanum. Þá voru einnig leiddar að því líkur að Disney, sem á höfundarréttinn á bæði Guardians of the Galaxy og Starwars-kvikmyndunum, beini því nú til starfsmanna sinna að þurrka allt „umdeilt“ út af samfélagsmiðlum. Johnson hefur þó þvertekið fyrir þessar vangaveltur. Hann svaraði Mary Sue sjálfur á Twitter og sagðist ekki hafa fengið neinar skipanir að ofan um að eyða umræddum tístum, en viðurkenndi þó að hann væri uggandi yfir „tröllum“ sem fari gaumgæfilega yfir samfélagsmiðlafærslur mörg ár aftur í tímann í þeim tilgangi að hanka menn á gömlum syndum.No official directive at all, and I don't think I've ever tweeted anything that bad. But it's nine years of stuff written largely off the cuff as ephemera, if trolls scrutinizing it for ammunition is the new normal, this seems like a “why not?” move.— Rian Johnson (@rianjohnson) July 25, 2018 Bíó og sjónvarp Disney Samfélagsmiðlar Star Wars Tengdar fréttir The Last Jedi verður sú lengsta í Stjörnustríðsbálknum Rúmlega níu mínútum lengri en næsta mynd. 28. nóvember 2017 23:22 Leikstjóri The Last Jedi svarar ósáttum Star Wars aðdáendum Rian Johnson, leikstjóri nýjustu Star Wars myndarinnar, The Last Jedi, virðist hafa fengið nóg af ósáttum Star Wars aðdáendum sem hafa gert athugasemdir við eitt af mikilvægustu atriðum myndarinnar. 20. janúar 2018 21:23 James Gunn rekinn sem leikstjóri Guardians of the Galaxy 3 Gömul tíst um barnaníð og nauðganir gerðu útslagið. 20. júlí 2018 20:15 Mest lesið Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Lífið Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Lífið Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Catherine O'Hara er látin Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Fleiri fréttir Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Sjá meira
Rian Johnson, leikstjóri The Last Jedi, hefur eytt um tuttugu þúsund gömlum tístum af Twitter-reikningi sínum. Í kjölfar fregnanna hófu netverjar að velta því fyrir sér hvort Twitter-tiltekt Johnson tengdist brottrekstri leikstjórans James Gunn. Gunn var rekinn sem leikstjóri þriðju myndarinnar um ofurhetjuteymið Guardians of the Galaxy á dögunum.Ákvörðunin um brottreksturinn var tekin eftir að umdeild tíst kvikmyndagerðarmannsins komust í umferð. Brottrekstur hans hefur mætt töluverðri andstöðu og þá hafa stjörnur Guardians-kvikmyndanna lýst yfir stuðningi við Gunn. Netmiðillinn The Mary Sue vakti athygli á máli Johnson á vef sínum í gær. Þar var því velt upp hvort brottrekstur Gunn hefði orðið að fordæmi fyrir starfsbræður hans í Hollywood, sem og aðra í bransanum. Þá voru einnig leiddar að því líkur að Disney, sem á höfundarréttinn á bæði Guardians of the Galaxy og Starwars-kvikmyndunum, beini því nú til starfsmanna sinna að þurrka allt „umdeilt“ út af samfélagsmiðlum. Johnson hefur þó þvertekið fyrir þessar vangaveltur. Hann svaraði Mary Sue sjálfur á Twitter og sagðist ekki hafa fengið neinar skipanir að ofan um að eyða umræddum tístum, en viðurkenndi þó að hann væri uggandi yfir „tröllum“ sem fari gaumgæfilega yfir samfélagsmiðlafærslur mörg ár aftur í tímann í þeim tilgangi að hanka menn á gömlum syndum.No official directive at all, and I don't think I've ever tweeted anything that bad. But it's nine years of stuff written largely off the cuff as ephemera, if trolls scrutinizing it for ammunition is the new normal, this seems like a “why not?” move.— Rian Johnson (@rianjohnson) July 25, 2018
Bíó og sjónvarp Disney Samfélagsmiðlar Star Wars Tengdar fréttir The Last Jedi verður sú lengsta í Stjörnustríðsbálknum Rúmlega níu mínútum lengri en næsta mynd. 28. nóvember 2017 23:22 Leikstjóri The Last Jedi svarar ósáttum Star Wars aðdáendum Rian Johnson, leikstjóri nýjustu Star Wars myndarinnar, The Last Jedi, virðist hafa fengið nóg af ósáttum Star Wars aðdáendum sem hafa gert athugasemdir við eitt af mikilvægustu atriðum myndarinnar. 20. janúar 2018 21:23 James Gunn rekinn sem leikstjóri Guardians of the Galaxy 3 Gömul tíst um barnaníð og nauðganir gerðu útslagið. 20. júlí 2018 20:15 Mest lesið Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Lífið Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Lífið Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Catherine O'Hara er látin Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Fleiri fréttir Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Sjá meira
The Last Jedi verður sú lengsta í Stjörnustríðsbálknum Rúmlega níu mínútum lengri en næsta mynd. 28. nóvember 2017 23:22
Leikstjóri The Last Jedi svarar ósáttum Star Wars aðdáendum Rian Johnson, leikstjóri nýjustu Star Wars myndarinnar, The Last Jedi, virðist hafa fengið nóg af ósáttum Star Wars aðdáendum sem hafa gert athugasemdir við eitt af mikilvægustu atriðum myndarinnar. 20. janúar 2018 21:23
James Gunn rekinn sem leikstjóri Guardians of the Galaxy 3 Gömul tíst um barnaníð og nauðganir gerðu útslagið. 20. júlí 2018 20:15
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“